Fjölgar í einangrun en fækkar í sóttkví á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2021 11:37 Hópsýking á Akureyri hefur sett sinn svip á bæinn að undanförnu. Vísir/Tryggvi Páll 116 manns eru í einangrun á Akureyri vegna Covid-19. Þeir sem eru í sóttkví fækkar hins vegar verulega á milli daga. Langflestir af þeim eru í sóttkví í bænum eru nemendur eða starfsfólk grunnskóla. Alls fjölgaði þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Norðurlandi eystra um sautján á milli daga. 144 eru í einangrun á svæðinu, þar af 116 á Akureyri og 22 á Húsavík og Þingeyjarsveit. Töluverður fjöldi losnaði hins vegar úr sóttkví á milli daga. Tekin voru tæplega sjö hundruð sýni á Akureyri í gær og fækkaði þeim sem var í sóttkví á Norðurlandi eystra um 327 á milli daga. 941 er í sóttkví, þar af 818 á Akureyri. Skýringin á þessari talsverðu fækkunar einstaklinga í sóttkví skýrist af því að fjöldi grunnskólabarna sem fór í sóttkví í síðustu viku fór í skimun í gær, til þess að losna úr sóttkví. Er því búist við áframhaldandi eril í sýnatöku á Akureyri. Af þeim sökum verður opið lengur í sýnatöku þar, eða til klukkan fimmtán í dag. Þá verður einnig opið í sýnatöku á Húsavík um helgina. Hópsýkingin á Akureyri, sem einkum hefur verið tengd við grunnskólana í bænum, hefur sett sinn svip á skólastarfið. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að 62 nemendur og níu starfsmenn í grunnskólum bæjarins séu í einangrun með Covid-19. Þá er eitt barn í leikskólum bæjarins í einangrun, en 43 börn og starfsmenn í sóttkví. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7. október 2021 13:39 Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 6. október 2021 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Alls fjölgaði þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Norðurlandi eystra um sautján á milli daga. 144 eru í einangrun á svæðinu, þar af 116 á Akureyri og 22 á Húsavík og Þingeyjarsveit. Töluverður fjöldi losnaði hins vegar úr sóttkví á milli daga. Tekin voru tæplega sjö hundruð sýni á Akureyri í gær og fækkaði þeim sem var í sóttkví á Norðurlandi eystra um 327 á milli daga. 941 er í sóttkví, þar af 818 á Akureyri. Skýringin á þessari talsverðu fækkunar einstaklinga í sóttkví skýrist af því að fjöldi grunnskólabarna sem fór í sóttkví í síðustu viku fór í skimun í gær, til þess að losna úr sóttkví. Er því búist við áframhaldandi eril í sýnatöku á Akureyri. Af þeim sökum verður opið lengur í sýnatöku þar, eða til klukkan fimmtán í dag. Þá verður einnig opið í sýnatöku á Húsavík um helgina. Hópsýkingin á Akureyri, sem einkum hefur verið tengd við grunnskólana í bænum, hefur sett sinn svip á skólastarfið. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að 62 nemendur og níu starfsmenn í grunnskólum bæjarins séu í einangrun með Covid-19. Þá er eitt barn í leikskólum bæjarins í einangrun, en 43 börn og starfsmenn í sóttkví.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7. október 2021 13:39 Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 6. október 2021 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7. október 2021 13:39
Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 6. október 2021 13:30