Alvarlegt að gallar hjá Skipulagsstofnun hafi litað málið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. október 2021 20:31 Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður Landsnets. vísir/egill Talsverðir gallar eru á áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmd Suðurnesjalínu 2 að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landsnet telur mjög slæmt að gallað álit hafi haft áhrif á allan feril málsins. Nefndin birti úrskurði sína í fjórum kærumálum vegna framkvæmdarinnar í morgun. Leyfisveitingar Grindavíkur og Reykjanesbæjar voru ekki felldar úr gildi en því var beint til Hafnarfjarðar að bæta rökstuðning sinn fyrir leyfinu. Loks ógilti nefndin ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfi og þarf sveitarfélagið nú að taka málið aftur fyrir. Það hefur eitt viljað leggja jarðstreng en verður nú að endurskoða þá afstöðu sína. Nokkrir gallar á álitinu Í úrskurðum nefndarinnar kemur þá fram að álit Skipulagsstofnunar, sem sveitarfélögin tóku mið af í ákvörðunartöku sinni, sé gallað. „Auðvitað er það mjög slæmt þegar ágallar eru á opinberu áliti eins og í þessu tilviki. Og sérstaklega ef þetta álit hefur áhrif á áframhaldið í verkefninu eins og ég held að það hafi gert í þessu tilviki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Nefndin telur upp nokkra galla við mat Skipulagsstofnunar og telur hana meðal annars hafa farið út fyrir sitt verksmið með því að taka kostnað mismunandi leiða með í reikninginn. Þá horfi stofnunin um of til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. „Þau benda líka á það að Landsnet hefur miklar skyldur og flutningskerfið gegnir mikilvægu öryggishlutverki, til dæmis í samfélaginu og stofnunin þurfi að horfa svona á heildarhagsmunina líka,“ segir Guðmundur Ingi. Landsnet hefur að sögn Guðmundar mjög ríkar skyldur til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjunum.vísir/egill Sagan endalausa Framkvæmdir á annarri tengingu til Suðurnesja hafa verið í bígerð síðan snemma á áratugnum og farið fram og aftur í kerfinu síðan. Eru menn ekki orðnir þreyttir á þessari hringavitleysu? „Ég get nú ekki sagt að ég sé orðinn þreyttur á þessu máli, þetta er vinnan mín,“ segir Guðmundur og glottir við. „En það er rétt sem þú segir að þetta mál á sér langan og flókinn aðdraganda og ýmis sjónarmið komið fram í gegn um tíðina. Ég vona bara að við förum að sjá fyrir endann á þessu og klára þetta svo að allir gangi svona sæmilega sáttir frá borði.“ Aðalvalkostur Landsnets er að leggja loftlínu eftir þessari leið.Vísir/Helgi Hreinn Suðurnesjalína 2 Orkumál Vogar Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Nefndin birti úrskurði sína í fjórum kærumálum vegna framkvæmdarinnar í morgun. Leyfisveitingar Grindavíkur og Reykjanesbæjar voru ekki felldar úr gildi en því var beint til Hafnarfjarðar að bæta rökstuðning sinn fyrir leyfinu. Loks ógilti nefndin ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfi og þarf sveitarfélagið nú að taka málið aftur fyrir. Það hefur eitt viljað leggja jarðstreng en verður nú að endurskoða þá afstöðu sína. Nokkrir gallar á álitinu Í úrskurðum nefndarinnar kemur þá fram að álit Skipulagsstofnunar, sem sveitarfélögin tóku mið af í ákvörðunartöku sinni, sé gallað. „Auðvitað er það mjög slæmt þegar ágallar eru á opinberu áliti eins og í þessu tilviki. Og sérstaklega ef þetta álit hefur áhrif á áframhaldið í verkefninu eins og ég held að það hafi gert í þessu tilviki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Nefndin telur upp nokkra galla við mat Skipulagsstofnunar og telur hana meðal annars hafa farið út fyrir sitt verksmið með því að taka kostnað mismunandi leiða með í reikninginn. Þá horfi stofnunin um of til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. „Þau benda líka á það að Landsnet hefur miklar skyldur og flutningskerfið gegnir mikilvægu öryggishlutverki, til dæmis í samfélaginu og stofnunin þurfi að horfa svona á heildarhagsmunina líka,“ segir Guðmundur Ingi. Landsnet hefur að sögn Guðmundar mjög ríkar skyldur til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjunum.vísir/egill Sagan endalausa Framkvæmdir á annarri tengingu til Suðurnesja hafa verið í bígerð síðan snemma á áratugnum og farið fram og aftur í kerfinu síðan. Eru menn ekki orðnir þreyttir á þessari hringavitleysu? „Ég get nú ekki sagt að ég sé orðinn þreyttur á þessu máli, þetta er vinnan mín,“ segir Guðmundur og glottir við. „En það er rétt sem þú segir að þetta mál á sér langan og flókinn aðdraganda og ýmis sjónarmið komið fram í gegn um tíðina. Ég vona bara að við förum að sjá fyrir endann á þessu og klára þetta svo að allir gangi svona sæmilega sáttir frá borði.“ Aðalvalkostur Landsnets er að leggja loftlínu eftir þessari leið.Vísir/Helgi Hreinn
Suðurnesjalína 2 Orkumál Vogar Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11
Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16