Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. október 2021 17:43 Stúlkan var á rafhlaupahjóli á leið af íþróttaæfingu á aðra æfingu þegar ekið var á hana við Grandatorg í Vesturbænum. Vísir/vilhelm Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. Stúlkan var á leið af íþróttaæfingu úti á Granda ásamt vinkonu sinni á knattspyrnuæfingu á KR-vellinum þegar stúlkurnar komu að hringtorgi á gatnamótum Ánanausta og Hringbrautar síðdegis í gær, að sögn Maríu Bjargar Sigurðardóttur, móður hennar. Þær voru báðar á rafhlaupahjólum. Ökumaður vörubíls stoppaði fyrir stúlkunum og veifaði þeim að fara yfir götuna. „Þá kemur bíll á næstu akrein, sér þær ekki líklega og keyrir þá utan í dóttur mína sem skellist að því er virðist upp á húdd og svo niður á götu. Viðkomandi ökumaður bara gefur í og keyrir bara í burtu,“ segir María Björg í samtali við Vísi. Dóttir hennar missti ekki meðvitund og þær vinkonurnar sáu til ökumannanna, tveggja kvenna á fullorðnisaldri. María Björg segir að önnur þeirra hafi haldið fyrir munninn en hin litið undan áður en þær gáfu í. Furðar sig á að aðrir ökumenn hafi ekki aðstoðað Stúlkan slasaðist ekki alvarlega en hún er þó blá og marin og hnjöskuð á mjöðm, að sögn Maríu Bjargar. Uppákoman hafi verið henni mikið áfall. „Það er leiðinlegt að ellefu ára barn upplifi að fullorðnum sé ekki treystandi betur en þetta, að skilja hana svona eftir í vegkantinum og keyra bara í burtu,“ segir hún. Hún furðar sig einnig á að aðrir ökumenn hafi ekki stoppað og hjálpað stúlkunni. „Manni þætti algerlega augljóst að þegar maður sér einhvern í neyð eða slasaður að taka sig til og hjálpa viðkomandi, stoppa bílinn og athuga hvort maður geti aðstoðað,“ segir María Björg. Í tilkynningu lögreglu þar sem lýst var eftir ökumanninum í dag var tekið fram að mikilvægt sé að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Einnig sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst þar sem að áverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. María Björg segir að stúlkurnar hafi getað gefið lögreglu lýsingar á konunum í bílnum og bílnum sjálfum. Hún er vongóð um að einhver hafi orðið vitni að atvikinu eða að það hafi náðst á upptöku öryggismyndavéla á svæðinu. Bílar Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Stúlkan var á leið af íþróttaæfingu úti á Granda ásamt vinkonu sinni á knattspyrnuæfingu á KR-vellinum þegar stúlkurnar komu að hringtorgi á gatnamótum Ánanausta og Hringbrautar síðdegis í gær, að sögn Maríu Bjargar Sigurðardóttur, móður hennar. Þær voru báðar á rafhlaupahjólum. Ökumaður vörubíls stoppaði fyrir stúlkunum og veifaði þeim að fara yfir götuna. „Þá kemur bíll á næstu akrein, sér þær ekki líklega og keyrir þá utan í dóttur mína sem skellist að því er virðist upp á húdd og svo niður á götu. Viðkomandi ökumaður bara gefur í og keyrir bara í burtu,“ segir María Björg í samtali við Vísi. Dóttir hennar missti ekki meðvitund og þær vinkonurnar sáu til ökumannanna, tveggja kvenna á fullorðnisaldri. María Björg segir að önnur þeirra hafi haldið fyrir munninn en hin litið undan áður en þær gáfu í. Furðar sig á að aðrir ökumenn hafi ekki aðstoðað Stúlkan slasaðist ekki alvarlega en hún er þó blá og marin og hnjöskuð á mjöðm, að sögn Maríu Bjargar. Uppákoman hafi verið henni mikið áfall. „Það er leiðinlegt að ellefu ára barn upplifi að fullorðnum sé ekki treystandi betur en þetta, að skilja hana svona eftir í vegkantinum og keyra bara í burtu,“ segir hún. Hún furðar sig einnig á að aðrir ökumenn hafi ekki stoppað og hjálpað stúlkunni. „Manni þætti algerlega augljóst að þegar maður sér einhvern í neyð eða slasaður að taka sig til og hjálpa viðkomandi, stoppa bílinn og athuga hvort maður geti aðstoðað,“ segir María Björg. Í tilkynningu lögreglu þar sem lýst var eftir ökumanninum í dag var tekið fram að mikilvægt sé að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Einnig sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst þar sem að áverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. María Björg segir að stúlkurnar hafi getað gefið lögreglu lýsingar á konunum í bílnum og bílnum sjálfum. Hún er vongóð um að einhver hafi orðið vitni að atvikinu eða að það hafi náðst á upptöku öryggismyndavéla á svæðinu.
Bílar Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira