Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. október 2021 17:43 Stúlkan var á rafhlaupahjóli á leið af íþróttaæfingu á aðra æfingu þegar ekið var á hana við Grandatorg í Vesturbænum. Vísir/vilhelm Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. Stúlkan var á leið af íþróttaæfingu úti á Granda ásamt vinkonu sinni á knattspyrnuæfingu á KR-vellinum þegar stúlkurnar komu að hringtorgi á gatnamótum Ánanausta og Hringbrautar síðdegis í gær, að sögn Maríu Bjargar Sigurðardóttur, móður hennar. Þær voru báðar á rafhlaupahjólum. Ökumaður vörubíls stoppaði fyrir stúlkunum og veifaði þeim að fara yfir götuna. „Þá kemur bíll á næstu akrein, sér þær ekki líklega og keyrir þá utan í dóttur mína sem skellist að því er virðist upp á húdd og svo niður á götu. Viðkomandi ökumaður bara gefur í og keyrir bara í burtu,“ segir María Björg í samtali við Vísi. Dóttir hennar missti ekki meðvitund og þær vinkonurnar sáu til ökumannanna, tveggja kvenna á fullorðnisaldri. María Björg segir að önnur þeirra hafi haldið fyrir munninn en hin litið undan áður en þær gáfu í. Furðar sig á að aðrir ökumenn hafi ekki aðstoðað Stúlkan slasaðist ekki alvarlega en hún er þó blá og marin og hnjöskuð á mjöðm, að sögn Maríu Bjargar. Uppákoman hafi verið henni mikið áfall. „Það er leiðinlegt að ellefu ára barn upplifi að fullorðnum sé ekki treystandi betur en þetta, að skilja hana svona eftir í vegkantinum og keyra bara í burtu,“ segir hún. Hún furðar sig einnig á að aðrir ökumenn hafi ekki stoppað og hjálpað stúlkunni. „Manni þætti algerlega augljóst að þegar maður sér einhvern í neyð eða slasaður að taka sig til og hjálpa viðkomandi, stoppa bílinn og athuga hvort maður geti aðstoðað,“ segir María Björg. Í tilkynningu lögreglu þar sem lýst var eftir ökumanninum í dag var tekið fram að mikilvægt sé að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Einnig sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst þar sem að áverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. María Björg segir að stúlkurnar hafi getað gefið lögreglu lýsingar á konunum í bílnum og bílnum sjálfum. Hún er vongóð um að einhver hafi orðið vitni að atvikinu eða að það hafi náðst á upptöku öryggismyndavéla á svæðinu. Bílar Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Stúlkan var á leið af íþróttaæfingu úti á Granda ásamt vinkonu sinni á knattspyrnuæfingu á KR-vellinum þegar stúlkurnar komu að hringtorgi á gatnamótum Ánanausta og Hringbrautar síðdegis í gær, að sögn Maríu Bjargar Sigurðardóttur, móður hennar. Þær voru báðar á rafhlaupahjólum. Ökumaður vörubíls stoppaði fyrir stúlkunum og veifaði þeim að fara yfir götuna. „Þá kemur bíll á næstu akrein, sér þær ekki líklega og keyrir þá utan í dóttur mína sem skellist að því er virðist upp á húdd og svo niður á götu. Viðkomandi ökumaður bara gefur í og keyrir bara í burtu,“ segir María Björg í samtali við Vísi. Dóttir hennar missti ekki meðvitund og þær vinkonurnar sáu til ökumannanna, tveggja kvenna á fullorðnisaldri. María Björg segir að önnur þeirra hafi haldið fyrir munninn en hin litið undan áður en þær gáfu í. Furðar sig á að aðrir ökumenn hafi ekki aðstoðað Stúlkan slasaðist ekki alvarlega en hún er þó blá og marin og hnjöskuð á mjöðm, að sögn Maríu Bjargar. Uppákoman hafi verið henni mikið áfall. „Það er leiðinlegt að ellefu ára barn upplifi að fullorðnum sé ekki treystandi betur en þetta, að skilja hana svona eftir í vegkantinum og keyra bara í burtu,“ segir hún. Hún furðar sig einnig á að aðrir ökumenn hafi ekki stoppað og hjálpað stúlkunni. „Manni þætti algerlega augljóst að þegar maður sér einhvern í neyð eða slasaður að taka sig til og hjálpa viðkomandi, stoppa bílinn og athuga hvort maður geti aðstoðað,“ segir María Björg. Í tilkynningu lögreglu þar sem lýst var eftir ökumanninum í dag var tekið fram að mikilvægt sé að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Einnig sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst þar sem að áverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. María Björg segir að stúlkurnar hafi getað gefið lögreglu lýsingar á konunum í bílnum og bílnum sjálfum. Hún er vongóð um að einhver hafi orðið vitni að atvikinu eða að það hafi náðst á upptöku öryggismyndavéla á svæðinu.
Bílar Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira