Margir Íslendingar áttu á árum áður Saab-bifreiðar. Í dag hefur framleiðslunni verið hætt, en nýr þingmaður ekur enn um á slíkum bíl.
„Það eru til þrír svona bílar á landinu. Tommi á tvo þeirra og við ætlum að kíkja í bíltúr.“
„Saab-inn toppar allt“
Bíllinn er árgerð 2011 en jafnast að sögn Tomma á við splunkunýjan Benz.
„Ég hef átt marga fína og flotta bíla yfir ævina en þessi toppar allt. Saab-inn hefur alltaf verið bíll fyrir sérvitringa. Það eru allir sammála um það að Saabinn er góður en það eru samt sem áður ekki allir tilbúnir að eiga saab. Þeim finnst það svolítið sveitó, en samt kúl. Hann er svolítið eins og Volvo, en hann er betri en Volvo,“ segir Tómas Tómasson, þingmaður.
Ert þú sérvitur?
„Ég er mikill sérvitringur. Þegar ég var yngri var ég talinn skrítinn, en í dag er ég talinn sérvitur en ég hef ekkert breyst,“ segir Tommi og hækkar í Eagles.

Þú átt tvo af þremur bílum. Það mætti segja að þú værir Saab-kóngurinn?
„Já þessi bíll er fjórhjóladrifinn, hann er með topplúgu.“
Já og almennt bara geggjaður.
Nú ert þú kominn á þing. Sem mikill Saab-maður, ætlar þú að beita þér fyrir bifreiðunum á þingi?
„Ég ætla að minnast á Saab-inn um leið og ég get en það þarf að vera rétta mómentið.“