Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2021 11:29 Kreml með utanríkisráðuneyti Rússlands í bakgrunni. EPA/SERGEI CHIRIKOV Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT. Forsvarsmenn YouTube tilkynntu í gær að rásum rússneskra ríkismiðla hefði verið lokað vegna ítrekaðra brota á skilmálum myndbandaveitunnar um falskar upplýsingar um Covid-19. Í frétt Retuers segir að RT hafi fyrst verið meinað tímabundið að deila myndböndum á YouTube en starfsmenn miðilsins hafi reynt að nota aðrar rásir til að komast hjá banninu og því hafi rásunum verið lokað. Sjá einnig: Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Rússar hafa lýst ákvörðun forsvarsmanna YouTube sem „upplýsingahernaði“ gegn Rússlandi. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands, sem ríkismiðillinn TASS vitnar í, segir að nauðsynlegt sé að refsa þýskum fjölmiðlum fyrir ákvörðun forsvarsmanna YouTube, sem er eins og áður segir bandarískt fyrirtæki. Þýskir fjölmiðlar hafi skipt sér af innanríkismálefnum Rússlands og yfirvöld í Þýskalandi hafi ekki orðið við beiðni Rússa um að virða alþjóðlegar skyldur og fjölmiðla- og málfrelsi. Í frétt Moscow Times er meðal annars haft eftir Dmitrí Peskov, talsmanni Vladimírs Pútín, forseta, að yfirvöld Rússlands hefðu enga þolinmæði gagnvart ritskoðun. Vel kæmi til greina að reyna að þvinga YouTube til að fylgja rússneskum lögum. Yfirvöld í Rússlandi hafa undanfarna mánuði látið loka fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi á grundvelli nýrra laga um öfgasamtök. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Utanríkisráðuneytið segir að YouTube hafi lokað áðurnefndum rásum RT, því miðillinn hafi ekki dansað eftir tóni ráðamanna í Þýskalandi. Rússar hafa seint kröfu til YouTube og krafist þess að rásirnar verði opnaðar aftur. Annars gæti verið lokað á aðgang að YouTube í Rússlandi. Þjóðverjar segja aðgerðir YouTube ekki koma þýskum fjölmiðlum eða Þýskalandi við. Rússland Þýskaland Fjölmiðlar Google Tengdar fréttir Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. 28. september 2021 16:18 Pútín með nægan stuðning í Dúmunni til að breyta stjórnarskrá Sameinað Rússland, flokkur Pútíns Rússlandsforseta, hlaut 324 af 450 þingsætum í Dúmunni í nýafstöðnum kosningum þar í landi. Þetta var staðfest af kjörstjórn í dag og er 19 sætum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Engu að síður tryggja þessi úrslit Pútín sterka stöðu. 21. september 2021 19:09 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59 Litlar líkur á breytingum þegar Rússar ganga að kjörborðinu Rússar ganga að kjörborðinu í dag þar sem kosið verður um 450 sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Allar líkur eru á að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland muni þar vinna sigur, þó að flokkurinn hafi aldrei mælst minni í könnunum. 17. september 2021 08:33 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Facebook lokar áróðurssíðum gegn vestrænum bóluefnum Stjórnendur Facebook segja að hundruð reikinga eða notenda með tengsl við Rússlandi hafi verið fjarlægðir vegna herferðar þeirra gegn tilteknum bóluefnum og falsfrétta um þau. 11. ágúst 2021 06:45 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Forsvarsmenn YouTube tilkynntu í gær að rásum rússneskra ríkismiðla hefði verið lokað vegna ítrekaðra brota á skilmálum myndbandaveitunnar um falskar upplýsingar um Covid-19. Í frétt Retuers segir að RT hafi fyrst verið meinað tímabundið að deila myndböndum á YouTube en starfsmenn miðilsins hafi reynt að nota aðrar rásir til að komast hjá banninu og því hafi rásunum verið lokað. Sjá einnig: Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Rússar hafa lýst ákvörðun forsvarsmanna YouTube sem „upplýsingahernaði“ gegn Rússlandi. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands, sem ríkismiðillinn TASS vitnar í, segir að nauðsynlegt sé að refsa þýskum fjölmiðlum fyrir ákvörðun forsvarsmanna YouTube, sem er eins og áður segir bandarískt fyrirtæki. Þýskir fjölmiðlar hafi skipt sér af innanríkismálefnum Rússlands og yfirvöld í Þýskalandi hafi ekki orðið við beiðni Rússa um að virða alþjóðlegar skyldur og fjölmiðla- og málfrelsi. Í frétt Moscow Times er meðal annars haft eftir Dmitrí Peskov, talsmanni Vladimírs Pútín, forseta, að yfirvöld Rússlands hefðu enga þolinmæði gagnvart ritskoðun. Vel kæmi til greina að reyna að þvinga YouTube til að fylgja rússneskum lögum. Yfirvöld í Rússlandi hafa undanfarna mánuði látið loka fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi á grundvelli nýrra laga um öfgasamtök. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Utanríkisráðuneytið segir að YouTube hafi lokað áðurnefndum rásum RT, því miðillinn hafi ekki dansað eftir tóni ráðamanna í Þýskalandi. Rússar hafa seint kröfu til YouTube og krafist þess að rásirnar verði opnaðar aftur. Annars gæti verið lokað á aðgang að YouTube í Rússlandi. Þjóðverjar segja aðgerðir YouTube ekki koma þýskum fjölmiðlum eða Þýskalandi við.
Rússland Þýskaland Fjölmiðlar Google Tengdar fréttir Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. 28. september 2021 16:18 Pútín með nægan stuðning í Dúmunni til að breyta stjórnarskrá Sameinað Rússland, flokkur Pútíns Rússlandsforseta, hlaut 324 af 450 þingsætum í Dúmunni í nýafstöðnum kosningum þar í landi. Þetta var staðfest af kjörstjórn í dag og er 19 sætum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Engu að síður tryggja þessi úrslit Pútín sterka stöðu. 21. september 2021 19:09 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59 Litlar líkur á breytingum þegar Rússar ganga að kjörborðinu Rússar ganga að kjörborðinu í dag þar sem kosið verður um 450 sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Allar líkur eru á að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland muni þar vinna sigur, þó að flokkurinn hafi aldrei mælst minni í könnunum. 17. september 2021 08:33 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Facebook lokar áróðurssíðum gegn vestrænum bóluefnum Stjórnendur Facebook segja að hundruð reikinga eða notenda með tengsl við Rússlandi hafi verið fjarlægðir vegna herferðar þeirra gegn tilteknum bóluefnum og falsfrétta um þau. 11. ágúst 2021 06:45 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. 28. september 2021 16:18
Pútín með nægan stuðning í Dúmunni til að breyta stjórnarskrá Sameinað Rússland, flokkur Pútíns Rússlandsforseta, hlaut 324 af 450 þingsætum í Dúmunni í nýafstöðnum kosningum þar í landi. Þetta var staðfest af kjörstjórn í dag og er 19 sætum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Engu að síður tryggja þessi úrslit Pútín sterka stöðu. 21. september 2021 19:09
Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59
Litlar líkur á breytingum þegar Rússar ganga að kjörborðinu Rússar ganga að kjörborðinu í dag þar sem kosið verður um 450 sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Allar líkur eru á að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland muni þar vinna sigur, þó að flokkurinn hafi aldrei mælst minni í könnunum. 17. september 2021 08:33
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34
Facebook lokar áróðurssíðum gegn vestrænum bóluefnum Stjórnendur Facebook segja að hundruð reikinga eða notenda með tengsl við Rússlandi hafi verið fjarlægðir vegna herferðar þeirra gegn tilteknum bóluefnum og falsfrétta um þau. 11. ágúst 2021 06:45
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40