Verið í samskiptum við Facebook vegna umdeildrar kosningaáminningar Eiður Þór Árnason skrifar 26. september 2021 02:40 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Líkt og í fyrri kosningum birti Facebook á kjördag sérstaka kosningaáminningu sem var ætlað hvetja Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn. Kosningameldingar Facebook eru ekki óumdeildar og hafa eftirlitsaðilar í Evrópu óskað eftir upplýsingum um það hvaða notendur fái áminningarnar og hvaða gögn tæknirisinn safni um þá sem smelli á hnappinn. Persónuvernd hefur verið í samskiptum við Facebook í aðdraganda kosninganna og óskað eftir upplýsingum um framkvæmdina. Stofnunin hafði fyrst samband við samfélagsmiðlarisann eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 þegar hún fékk ábendingu um að sumum notendum Facebook hafi birst áminningarhnappur en öðrum ekki. Fékk Persónuvernd þá þau svör að hnappurinn hafi verið stilltur þannig að hann birtist öllum íslenskum Facebook-notendum sem voru komnir með kosningarrétt. Ekki notað í markaðslegum tilgangi Fram kemur á vef Persónuverndar að Facebook hafi staðfest fyrir kosningarnar í ár að eingöngu sé unnið með upplýsingar á borð við tímastimplun og aðrar tæknilegar upplýsingar svo að áminningin birtist á viðeigandi hátt auk lýðfræðilegra upplýsinga. Þá sagði fyrirtækið að engar upplýsingar verði notaðar í markaðssetningartilgangi í tengslum við virkni áminningarinnar. Að lokum var ítrekað að áminningin birtist eingöngu þeim sem staðsettir eru á Íslandi og hafi aldur til að kjósa. Erfitt er að leggja mat á það hversu margir Íslendingar hafi séð meldingu Facebook og hvort hún hafi haft áhrif á kosningahegðun. Getty/Chesnot Upplýsingar um aldur séu fengnar frá notendum við skráningu á Facebook og upplýsingar um staðsetningu séu upplýsingar sem notendur skrái á notendasíður sínar eða upplýsingar sem fengnar séu í gegnum IP-tölur þeirra. Í eldri fyrirspurn Persónuverndar var spurt hvað hafi valdið því að aðeins sumir Facebook-notendur sem heyrðu undir framangreindan hóp sáu hnappinn en aðrir ekki. Voru ýmsar ástæður sagðar geta legið þar að baki, til dæmis að þeir sem ekki hafi séð hnappinn hafi notað eldri gerðir af tölvum eða símtækjum eða óuppfærðar útgáfur af smáforriti Facebook. Þá geti það hafa haft áhrif hafi nettenging verið hæg. Facebook geti haft áhrif á kosningaþátttöku Í áliti Persónuverndar frá árinu 2020 segir að með því að gera kosningahnappinn aðgengilegan íslenskum notendum geti Facebook haft áhrif á kosningaþátttöku á Íslandi og jafnframt fylgst með þeim notendum sem deildu því að þeir hefðu mætt á kjörstað. „Miðað við hvaða forsendur liggja fyrir er erfitt að ráða hvort og þá hvaða áhrif hnappurinn hafði á úrslit alþingiskosninganna 2017, en miðað við þá staðreynd að rúmlega níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum á Íslandi nota miðilinn er ekki óvarlegt að ætla að hnappurinn kunni að hafa haft áhrif.“ Tækni Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Persónuvernd Facebook Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kosningameldingar Facebook eru ekki óumdeildar og hafa eftirlitsaðilar í Evrópu óskað eftir upplýsingum um það hvaða notendur fái áminningarnar og hvaða gögn tæknirisinn safni um þá sem smelli á hnappinn. Persónuvernd hefur verið í samskiptum við Facebook í aðdraganda kosninganna og óskað eftir upplýsingum um framkvæmdina. Stofnunin hafði fyrst samband við samfélagsmiðlarisann eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 þegar hún fékk ábendingu um að sumum notendum Facebook hafi birst áminningarhnappur en öðrum ekki. Fékk Persónuvernd þá þau svör að hnappurinn hafi verið stilltur þannig að hann birtist öllum íslenskum Facebook-notendum sem voru komnir með kosningarrétt. Ekki notað í markaðslegum tilgangi Fram kemur á vef Persónuverndar að Facebook hafi staðfest fyrir kosningarnar í ár að eingöngu sé unnið með upplýsingar á borð við tímastimplun og aðrar tæknilegar upplýsingar svo að áminningin birtist á viðeigandi hátt auk lýðfræðilegra upplýsinga. Þá sagði fyrirtækið að engar upplýsingar verði notaðar í markaðssetningartilgangi í tengslum við virkni áminningarinnar. Að lokum var ítrekað að áminningin birtist eingöngu þeim sem staðsettir eru á Íslandi og hafi aldur til að kjósa. Erfitt er að leggja mat á það hversu margir Íslendingar hafi séð meldingu Facebook og hvort hún hafi haft áhrif á kosningahegðun. Getty/Chesnot Upplýsingar um aldur séu fengnar frá notendum við skráningu á Facebook og upplýsingar um staðsetningu séu upplýsingar sem notendur skrái á notendasíður sínar eða upplýsingar sem fengnar séu í gegnum IP-tölur þeirra. Í eldri fyrirspurn Persónuverndar var spurt hvað hafi valdið því að aðeins sumir Facebook-notendur sem heyrðu undir framangreindan hóp sáu hnappinn en aðrir ekki. Voru ýmsar ástæður sagðar geta legið þar að baki, til dæmis að þeir sem ekki hafi séð hnappinn hafi notað eldri gerðir af tölvum eða símtækjum eða óuppfærðar útgáfur af smáforriti Facebook. Þá geti það hafa haft áhrif hafi nettenging verið hæg. Facebook geti haft áhrif á kosningaþátttöku Í áliti Persónuverndar frá árinu 2020 segir að með því að gera kosningahnappinn aðgengilegan íslenskum notendum geti Facebook haft áhrif á kosningaþátttöku á Íslandi og jafnframt fylgst með þeim notendum sem deildu því að þeir hefðu mætt á kjörstað. „Miðað við hvaða forsendur liggja fyrir er erfitt að ráða hvort og þá hvaða áhrif hnappurinn hafði á úrslit alþingiskosninganna 2017, en miðað við þá staðreynd að rúmlega níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum á Íslandi nota miðilinn er ekki óvarlegt að ætla að hnappurinn kunni að hafa haft áhrif.“
Tækni Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Persónuvernd Facebook Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira