Fjármálastjóri Huawei fær að fara aftur heim til Kína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 20:18 Vel gæti verið að Meng fái að hitta fjölskyldu sína fljótlega, eftir þriggja ára fangelsisvist. Getty/Mert Alper Dervis Fjármálastjóri kínverska tæknirisans Huawei mun fá að snúa aftur til Kína eftir þrjú ár á bak við lás og slá í Kanada. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti þetta í dag en gegn lausninni mun fjármálastjórinn þurfa að viðurkenna brotin sem hann er sakaður um. Meng Wanzhou, fjármálastjóri Hueawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, hefur verið í haldi í Kanada frá því að hún var handtekin þar árið 2018, að beiðni bandarískra stjórnvalda. Málið vakti mikla athygli og hafði gríðarleg áhrif á þegar stirð samskipti stjórnvalda í Kína og Washington. New York Times greinir frá. Í byrjun árs 2019 lagði bandaríska dómsmálaráðuneytið fram þrettán ákærur á hendur kínverska samskiptafyrirtækinu og Meng, sem er æðsti fjárreiðumaður þess. Meðal þess sem ákærurnar sneru að eru fjársvik, þjófnaður á tækni í eigu bandaríska fyrirtækisins T-Mobile og hindrun framgangs réttvísinnar. Meng mætti, í gegn um fjarfund, fyrir alríkisdómstól í Brooklyn í Bandaríkjunum í dag þar sem samningaviðræður fóru fram. Samkvæmt samkomulaginu munu alríkissaksóknarar láta ákærur niður falla gegn því að hún viðurkenni sök. Saksóknarar sögðu fyrir dómi í dag að samkvæmt samkomulaginu muni dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna draga til baka beiðni til kanadískra stjórnvalda að Meng verði framseld til Bandaríkjanna. Það muni flýta fyrir lausn hennar, gefið að hún standi við sinn hluta samkomulagsins. Ákærur gegn henni verði felldar niður 1. desember 2022. Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Vilja að hætt sé við framsal Lögmenn Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, biðluðu í gær til Davids Lametti, dómsmálaráðherra Kanada, um að meðferð á framsalsbeiðni Bandaríkjanna á hendur Meng yrði hætt. Þetta sagði í fréttatilkynningu lögmannanna. 25. júní 2019 08:00 CIA sakar Huawei um njósnir Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sakað Huawei um að þyggja fjármagn frá undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína. 21. apríl 2019 10:27 Huawei neitaði alfarið sök fyrir dómi James Cole, lögmaður kínverska tæknirisans Huawei, sagði fyrirtækið alfarið saklaust þegar þrettán liða ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins fór fyrir alríkisdómstól í New York í gær. 15. mars 2019 10:45 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Meng Wanzhou, fjármálastjóri Hueawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, hefur verið í haldi í Kanada frá því að hún var handtekin þar árið 2018, að beiðni bandarískra stjórnvalda. Málið vakti mikla athygli og hafði gríðarleg áhrif á þegar stirð samskipti stjórnvalda í Kína og Washington. New York Times greinir frá. Í byrjun árs 2019 lagði bandaríska dómsmálaráðuneytið fram þrettán ákærur á hendur kínverska samskiptafyrirtækinu og Meng, sem er æðsti fjárreiðumaður þess. Meðal þess sem ákærurnar sneru að eru fjársvik, þjófnaður á tækni í eigu bandaríska fyrirtækisins T-Mobile og hindrun framgangs réttvísinnar. Meng mætti, í gegn um fjarfund, fyrir alríkisdómstól í Brooklyn í Bandaríkjunum í dag þar sem samningaviðræður fóru fram. Samkvæmt samkomulaginu munu alríkissaksóknarar láta ákærur niður falla gegn því að hún viðurkenni sök. Saksóknarar sögðu fyrir dómi í dag að samkvæmt samkomulaginu muni dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna draga til baka beiðni til kanadískra stjórnvalda að Meng verði framseld til Bandaríkjanna. Það muni flýta fyrir lausn hennar, gefið að hún standi við sinn hluta samkomulagsins. Ákærur gegn henni verði felldar niður 1. desember 2022.
Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Vilja að hætt sé við framsal Lögmenn Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, biðluðu í gær til Davids Lametti, dómsmálaráðherra Kanada, um að meðferð á framsalsbeiðni Bandaríkjanna á hendur Meng yrði hætt. Þetta sagði í fréttatilkynningu lögmannanna. 25. júní 2019 08:00 CIA sakar Huawei um njósnir Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sakað Huawei um að þyggja fjármagn frá undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína. 21. apríl 2019 10:27 Huawei neitaði alfarið sök fyrir dómi James Cole, lögmaður kínverska tæknirisans Huawei, sagði fyrirtækið alfarið saklaust þegar þrettán liða ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins fór fyrir alríkisdómstól í New York í gær. 15. mars 2019 10:45 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Vilja að hætt sé við framsal Lögmenn Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, biðluðu í gær til Davids Lametti, dómsmálaráðherra Kanada, um að meðferð á framsalsbeiðni Bandaríkjanna á hendur Meng yrði hætt. Þetta sagði í fréttatilkynningu lögmannanna. 25. júní 2019 08:00
CIA sakar Huawei um njósnir Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sakað Huawei um að þyggja fjármagn frá undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína. 21. apríl 2019 10:27
Huawei neitaði alfarið sök fyrir dómi James Cole, lögmaður kínverska tæknirisans Huawei, sagði fyrirtækið alfarið saklaust þegar þrettán liða ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins fór fyrir alríkisdómstól í New York í gær. 15. mars 2019 10:45