Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 24. september 2021 12:01 Ég er 24 ára og hef kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan ég fékk kosningarrétt og af hverju geri ég það? Þegar ég varð átján ára stóð ég frammi fyrir því að kjósa í fyrsta sinn. Ég settist niður og gerði excel skjal með því sem mér fannst jákvætt og neikvætt við stefnu flokkanna, sem þá voru í framboði, og komst þá að því mér til mikillar ánægju að ég var Sjálfstæðiskona. Ég vil að konur séu jafnar körlum og geti sótt fram til jafns við þá, hvort sem er í atvinnulífi eða annars staðar. Ég hef því sett X við D síðan og aldrei séð eftir því. Þegar ég horfi til minnar framtíðar þá vil ég búa í samfélagi þar sem hver og einn á jafna möguleika til að koma sér áfram í lífinu. Þá sérstaklega að menn geta framkvæmt sínar hugmyndir og skapað verðmæti. Þá verðum við að hafa sterkt menntakerfi sem fylgir þörfum atvinnulífsins en stendur ekki í stað í áratugi. Með því að skapa verðmæti sköpum við störf, og eftir atvikum meirir útflutningsverðmæti. Með þessu aukum við tekjum ríkissjóðs og getum þannig styrkt velferðarkerfið. Starf stjórnmálamanna er ekki að hafa vit fyrir fólkinu í landinu. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að gera lífið hjá fólkinu auðveldara og haga stjórnsýslunni eftir því. Ef niðurstaða kosninga verður sú að vinstri stjórn tekur við stjórnartaumunum þá munu verða skattahækkanir, báknið stækkar og forræðishyggjan tekur við. Kosningaloforð vinstri flokkanna fela í sér gífurleg útgjöld. Lítið er búið að hugsa til enda hvernig á að fjármagna þau en það verður bara gert með því að sækja í buddu landsmanna. En eiga ekki hin ríku að borga? Nei, í reynd ekki. Kosningaloforð eins og stóreignaskattur mun leiða til þess að fjármagn fer úr landi sem annars hefði farið í nýsköpun, menningu og verðmætasköpun hér heima. Það er staðreynd. Ungt fólk á að láta sig málin varða og hugsa hlutina til enda, Hvaða möguleika viljum við hafa næstu árin? Hvernig viltu sjá framtíðina? Viltu hafa það frelsi að nýta tækifærin sem eru endalaus hérna á landi eða viltu skattahækkanir, forræðishyggju og aukin ríkisumsvif? Þitt er valið. Taktu upplýsta ákvörðun og mættu á kjörstað. Ég mæli með X við D. Höfundur er laganemi og frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég er 24 ára og hef kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan ég fékk kosningarrétt og af hverju geri ég það? Þegar ég varð átján ára stóð ég frammi fyrir því að kjósa í fyrsta sinn. Ég settist niður og gerði excel skjal með því sem mér fannst jákvætt og neikvætt við stefnu flokkanna, sem þá voru í framboði, og komst þá að því mér til mikillar ánægju að ég var Sjálfstæðiskona. Ég vil að konur séu jafnar körlum og geti sótt fram til jafns við þá, hvort sem er í atvinnulífi eða annars staðar. Ég hef því sett X við D síðan og aldrei séð eftir því. Þegar ég horfi til minnar framtíðar þá vil ég búa í samfélagi þar sem hver og einn á jafna möguleika til að koma sér áfram í lífinu. Þá sérstaklega að menn geta framkvæmt sínar hugmyndir og skapað verðmæti. Þá verðum við að hafa sterkt menntakerfi sem fylgir þörfum atvinnulífsins en stendur ekki í stað í áratugi. Með því að skapa verðmæti sköpum við störf, og eftir atvikum meirir útflutningsverðmæti. Með þessu aukum við tekjum ríkissjóðs og getum þannig styrkt velferðarkerfið. Starf stjórnmálamanna er ekki að hafa vit fyrir fólkinu í landinu. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að gera lífið hjá fólkinu auðveldara og haga stjórnsýslunni eftir því. Ef niðurstaða kosninga verður sú að vinstri stjórn tekur við stjórnartaumunum þá munu verða skattahækkanir, báknið stækkar og forræðishyggjan tekur við. Kosningaloforð vinstri flokkanna fela í sér gífurleg útgjöld. Lítið er búið að hugsa til enda hvernig á að fjármagna þau en það verður bara gert með því að sækja í buddu landsmanna. En eiga ekki hin ríku að borga? Nei, í reynd ekki. Kosningaloforð eins og stóreignaskattur mun leiða til þess að fjármagn fer úr landi sem annars hefði farið í nýsköpun, menningu og verðmætasköpun hér heima. Það er staðreynd. Ungt fólk á að láta sig málin varða og hugsa hlutina til enda, Hvaða möguleika viljum við hafa næstu árin? Hvernig viltu sjá framtíðina? Viltu hafa það frelsi að nýta tækifærin sem eru endalaus hérna á landi eða viltu skattahækkanir, forræðishyggju og aukin ríkisumsvif? Þitt er valið. Taktu upplýsta ákvörðun og mættu á kjörstað. Ég mæli með X við D. Höfundur er laganemi og frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar