Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 24. september 2021 12:01 Ég er 24 ára og hef kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan ég fékk kosningarrétt og af hverju geri ég það? Þegar ég varð átján ára stóð ég frammi fyrir því að kjósa í fyrsta sinn. Ég settist niður og gerði excel skjal með því sem mér fannst jákvætt og neikvætt við stefnu flokkanna, sem þá voru í framboði, og komst þá að því mér til mikillar ánægju að ég var Sjálfstæðiskona. Ég vil að konur séu jafnar körlum og geti sótt fram til jafns við þá, hvort sem er í atvinnulífi eða annars staðar. Ég hef því sett X við D síðan og aldrei séð eftir því. Þegar ég horfi til minnar framtíðar þá vil ég búa í samfélagi þar sem hver og einn á jafna möguleika til að koma sér áfram í lífinu. Þá sérstaklega að menn geta framkvæmt sínar hugmyndir og skapað verðmæti. Þá verðum við að hafa sterkt menntakerfi sem fylgir þörfum atvinnulífsins en stendur ekki í stað í áratugi. Með því að skapa verðmæti sköpum við störf, og eftir atvikum meirir útflutningsverðmæti. Með þessu aukum við tekjum ríkissjóðs og getum þannig styrkt velferðarkerfið. Starf stjórnmálamanna er ekki að hafa vit fyrir fólkinu í landinu. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að gera lífið hjá fólkinu auðveldara og haga stjórnsýslunni eftir því. Ef niðurstaða kosninga verður sú að vinstri stjórn tekur við stjórnartaumunum þá munu verða skattahækkanir, báknið stækkar og forræðishyggjan tekur við. Kosningaloforð vinstri flokkanna fela í sér gífurleg útgjöld. Lítið er búið að hugsa til enda hvernig á að fjármagna þau en það verður bara gert með því að sækja í buddu landsmanna. En eiga ekki hin ríku að borga? Nei, í reynd ekki. Kosningaloforð eins og stóreignaskattur mun leiða til þess að fjármagn fer úr landi sem annars hefði farið í nýsköpun, menningu og verðmætasköpun hér heima. Það er staðreynd. Ungt fólk á að láta sig málin varða og hugsa hlutina til enda, Hvaða möguleika viljum við hafa næstu árin? Hvernig viltu sjá framtíðina? Viltu hafa það frelsi að nýta tækifærin sem eru endalaus hérna á landi eða viltu skattahækkanir, forræðishyggju og aukin ríkisumsvif? Þitt er valið. Taktu upplýsta ákvörðun og mættu á kjörstað. Ég mæli með X við D. Höfundur er laganemi og frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er 24 ára og hef kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan ég fékk kosningarrétt og af hverju geri ég það? Þegar ég varð átján ára stóð ég frammi fyrir því að kjósa í fyrsta sinn. Ég settist niður og gerði excel skjal með því sem mér fannst jákvætt og neikvætt við stefnu flokkanna, sem þá voru í framboði, og komst þá að því mér til mikillar ánægju að ég var Sjálfstæðiskona. Ég vil að konur séu jafnar körlum og geti sótt fram til jafns við þá, hvort sem er í atvinnulífi eða annars staðar. Ég hef því sett X við D síðan og aldrei séð eftir því. Þegar ég horfi til minnar framtíðar þá vil ég búa í samfélagi þar sem hver og einn á jafna möguleika til að koma sér áfram í lífinu. Þá sérstaklega að menn geta framkvæmt sínar hugmyndir og skapað verðmæti. Þá verðum við að hafa sterkt menntakerfi sem fylgir þörfum atvinnulífsins en stendur ekki í stað í áratugi. Með því að skapa verðmæti sköpum við störf, og eftir atvikum meirir útflutningsverðmæti. Með þessu aukum við tekjum ríkissjóðs og getum þannig styrkt velferðarkerfið. Starf stjórnmálamanna er ekki að hafa vit fyrir fólkinu í landinu. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að gera lífið hjá fólkinu auðveldara og haga stjórnsýslunni eftir því. Ef niðurstaða kosninga verður sú að vinstri stjórn tekur við stjórnartaumunum þá munu verða skattahækkanir, báknið stækkar og forræðishyggjan tekur við. Kosningaloforð vinstri flokkanna fela í sér gífurleg útgjöld. Lítið er búið að hugsa til enda hvernig á að fjármagna þau en það verður bara gert með því að sækja í buddu landsmanna. En eiga ekki hin ríku að borga? Nei, í reynd ekki. Kosningaloforð eins og stóreignaskattur mun leiða til þess að fjármagn fer úr landi sem annars hefði farið í nýsköpun, menningu og verðmætasköpun hér heima. Það er staðreynd. Ungt fólk á að láta sig málin varða og hugsa hlutina til enda, Hvaða möguleika viljum við hafa næstu árin? Hvernig viltu sjá framtíðina? Viltu hafa það frelsi að nýta tækifærin sem eru endalaus hérna á landi eða viltu skattahækkanir, forræðishyggju og aukin ríkisumsvif? Þitt er valið. Taktu upplýsta ákvörðun og mættu á kjörstað. Ég mæli með X við D. Höfundur er laganemi og frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun