Á leið inn í jákvæða landið! Rúnar Sigurjónsson skrifar 23. september 2021 11:15 Það eru ánægjuleg tíðindi að flokkurinn minn, Flokkur fólksins, virðist vera að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum og njóta aukinnar athygli kjósenda. Reyndar hefur flokkurinn alltaf farið miklu betur út úr kosningum en kannanir gefa til kynna og ég á ekki von á að þar verði breyting á. Við trúum því að við fáum glæsilega kosningu sem getur sett málefni flokksins svo um munar á dagskrá eftir kosningar til hagsbóta fyrir þá sem glíma við fátækt og óréttlæti á Íslandi. Hafa setið allt of lengi á hakanum En hvers vegna er þetta að gerast? Jú sýnilega er fjöldi fólks að átta sig á megintilgangi flokksins og hvað hann getur og hefur gert fyrir fólkið í landinu. Þetta snýst jú fyrst og síðast um að búa til jákvætt og gott þjóðfélag sem við öll viljum búa í og getum verið stolt af. Þjóðfélag þar sem lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Af einhverjum orsökum hefur íslenskt samfélag verið byggt þannig upp að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar hefur verið settur til hliðar. Þessi stóri hópur hefur ekki fengið að fljóta með í velsæld og hagsæld eins ríkasta lands heims og í raun löngu kominn með rasssæri af því að sitja á hakanum. Efnaminnsta fólkið í landinu hefur verið snuðað um sanngjörn mannréttindi allt of lengi og þetta hefur skapað neikvæðni og úlfúð í okkar fallega samfélagi. Flokkur fólksins berst fyrir því af alefli að við getum öll lifað mannsæmandi lífi, borið í virðingu fyrir hvert öðru og búið saman í sátt og samlyndi um ókomin ár á grundvelli sanngirni. Svo auðvelt að líta undan Staðan er slík að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar hokrar með litla sem enga framfærslu. Þegar búið er að borga nauðþurftir, getur þetta fólk ekki veitt sér eða börnum sínum neitt og neitar sér því um margt sem kalla má lágmarks mannréttindi í auðugu samfélagi. Þetta fólk situr bugað af áhyggjum yfir því að mögulega gæti eitthvað komið upp á sem kallaði á örlítil aukaútgjöld upp á örfá þúsundkalla – þar með væri fjárhagurinn kominn á hliðna. Ég hef aldrei skilið hvers vegna nokkur sómakær stjórnmálamaður getur sætt sig við slíkt ástand samvisku sinar vegna. En það er bara svo auðvelt að líta undan! Hvað er til ráða? En hvernig lögum við þetta. Jú með því að útrýma fátækt og laga kjör hinna tekjulágu og þeirra sem ekki eiga þess kost á að vinna fyrir sér vegna veikinda og fötlunar. Í þessum hópi eru eldri borgarar sem margir hverjir eru einnig orðnir fangar fátæktar eins og öryrkjar. Kröfur Flokks fólksins eru að lágmarksframfærsla hvers einstaklings verði 350.000 krónur á mánuði, skatta og skerðingalaust. Þessari mikilvægu kjarabót má einfaldlega ná fram með tilfærslum í skattakerfinu, við höfum talað fyrir fallandi persónuafslætti til að rétta okkar lágtekjufólki meiri framfærslu Getum við ekki öll tekið undir að með því að sameinast um þessa aðgerð til handa okkar tekjuminnstu þjóðfélagsþegnum? Skapað jákvæðara þjóðfélag þar sem við öll getum veitt okkur eitthvað af gleðistundum. Saman til sigurs! Á laugardaginn eru kosningar og þá veljum við þann flokk sem við treystum best til að stuðla að betra samfélagi hérlendis á næsta kjörtímabil. Þér kjósandi góður stendur til boða að velja flokkinn sem ætlar að vera í forystu um þessi réttlætismál endurbætur. Flokkur fólksins hefur svo sannarlega sett þessi mál á dagskrá og barist fyrir því að þetta verði lagfært. Við erum rétt að byrja og gefum ekkert eftir í baráttunni fyrir velferð fólksins okkar. Við viljum að hér geti allir lifað með reisn. Við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi. Hvert atkvæði telur og þetta er núna í þínum höndum! Gerum þjóðfélagið okkar betra. Gerum þjóðfélagið okkar jákvæðara. Kjósum bjartsýni, bros og framtíð þar sem við öll notið þess að búa í okkar auðuga og fallega landi. Það viljum við í Flokki fólksins. X-F. Höfundur er í 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það eru ánægjuleg tíðindi að flokkurinn minn, Flokkur fólksins, virðist vera að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum og njóta aukinnar athygli kjósenda. Reyndar hefur flokkurinn alltaf farið miklu betur út úr kosningum en kannanir gefa til kynna og ég á ekki von á að þar verði breyting á. Við trúum því að við fáum glæsilega kosningu sem getur sett málefni flokksins svo um munar á dagskrá eftir kosningar til hagsbóta fyrir þá sem glíma við fátækt og óréttlæti á Íslandi. Hafa setið allt of lengi á hakanum En hvers vegna er þetta að gerast? Jú sýnilega er fjöldi fólks að átta sig á megintilgangi flokksins og hvað hann getur og hefur gert fyrir fólkið í landinu. Þetta snýst jú fyrst og síðast um að búa til jákvætt og gott þjóðfélag sem við öll viljum búa í og getum verið stolt af. Þjóðfélag þar sem lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Af einhverjum orsökum hefur íslenskt samfélag verið byggt þannig upp að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar hefur verið settur til hliðar. Þessi stóri hópur hefur ekki fengið að fljóta með í velsæld og hagsæld eins ríkasta lands heims og í raun löngu kominn með rasssæri af því að sitja á hakanum. Efnaminnsta fólkið í landinu hefur verið snuðað um sanngjörn mannréttindi allt of lengi og þetta hefur skapað neikvæðni og úlfúð í okkar fallega samfélagi. Flokkur fólksins berst fyrir því af alefli að við getum öll lifað mannsæmandi lífi, borið í virðingu fyrir hvert öðru og búið saman í sátt og samlyndi um ókomin ár á grundvelli sanngirni. Svo auðvelt að líta undan Staðan er slík að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar hokrar með litla sem enga framfærslu. Þegar búið er að borga nauðþurftir, getur þetta fólk ekki veitt sér eða börnum sínum neitt og neitar sér því um margt sem kalla má lágmarks mannréttindi í auðugu samfélagi. Þetta fólk situr bugað af áhyggjum yfir því að mögulega gæti eitthvað komið upp á sem kallaði á örlítil aukaútgjöld upp á örfá þúsundkalla – þar með væri fjárhagurinn kominn á hliðna. Ég hef aldrei skilið hvers vegna nokkur sómakær stjórnmálamaður getur sætt sig við slíkt ástand samvisku sinar vegna. En það er bara svo auðvelt að líta undan! Hvað er til ráða? En hvernig lögum við þetta. Jú með því að útrýma fátækt og laga kjör hinna tekjulágu og þeirra sem ekki eiga þess kost á að vinna fyrir sér vegna veikinda og fötlunar. Í þessum hópi eru eldri borgarar sem margir hverjir eru einnig orðnir fangar fátæktar eins og öryrkjar. Kröfur Flokks fólksins eru að lágmarksframfærsla hvers einstaklings verði 350.000 krónur á mánuði, skatta og skerðingalaust. Þessari mikilvægu kjarabót má einfaldlega ná fram með tilfærslum í skattakerfinu, við höfum talað fyrir fallandi persónuafslætti til að rétta okkar lágtekjufólki meiri framfærslu Getum við ekki öll tekið undir að með því að sameinast um þessa aðgerð til handa okkar tekjuminnstu þjóðfélagsþegnum? Skapað jákvæðara þjóðfélag þar sem við öll getum veitt okkur eitthvað af gleðistundum. Saman til sigurs! Á laugardaginn eru kosningar og þá veljum við þann flokk sem við treystum best til að stuðla að betra samfélagi hérlendis á næsta kjörtímabil. Þér kjósandi góður stendur til boða að velja flokkinn sem ætlar að vera í forystu um þessi réttlætismál endurbætur. Flokkur fólksins hefur svo sannarlega sett þessi mál á dagskrá og barist fyrir því að þetta verði lagfært. Við erum rétt að byrja og gefum ekkert eftir í baráttunni fyrir velferð fólksins okkar. Við viljum að hér geti allir lifað með reisn. Við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi. Hvert atkvæði telur og þetta er núna í þínum höndum! Gerum þjóðfélagið okkar betra. Gerum þjóðfélagið okkar jákvæðara. Kjósum bjartsýni, bros og framtíð þar sem við öll notið þess að búa í okkar auðuga og fallega landi. Það viljum við í Flokki fólksins. X-F. Höfundur er í 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun