Á leið inn í jákvæða landið! Rúnar Sigurjónsson skrifar 23. september 2021 11:15 Það eru ánægjuleg tíðindi að flokkurinn minn, Flokkur fólksins, virðist vera að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum og njóta aukinnar athygli kjósenda. Reyndar hefur flokkurinn alltaf farið miklu betur út úr kosningum en kannanir gefa til kynna og ég á ekki von á að þar verði breyting á. Við trúum því að við fáum glæsilega kosningu sem getur sett málefni flokksins svo um munar á dagskrá eftir kosningar til hagsbóta fyrir þá sem glíma við fátækt og óréttlæti á Íslandi. Hafa setið allt of lengi á hakanum En hvers vegna er þetta að gerast? Jú sýnilega er fjöldi fólks að átta sig á megintilgangi flokksins og hvað hann getur og hefur gert fyrir fólkið í landinu. Þetta snýst jú fyrst og síðast um að búa til jákvætt og gott þjóðfélag sem við öll viljum búa í og getum verið stolt af. Þjóðfélag þar sem lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Af einhverjum orsökum hefur íslenskt samfélag verið byggt þannig upp að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar hefur verið settur til hliðar. Þessi stóri hópur hefur ekki fengið að fljóta með í velsæld og hagsæld eins ríkasta lands heims og í raun löngu kominn með rasssæri af því að sitja á hakanum. Efnaminnsta fólkið í landinu hefur verið snuðað um sanngjörn mannréttindi allt of lengi og þetta hefur skapað neikvæðni og úlfúð í okkar fallega samfélagi. Flokkur fólksins berst fyrir því af alefli að við getum öll lifað mannsæmandi lífi, borið í virðingu fyrir hvert öðru og búið saman í sátt og samlyndi um ókomin ár á grundvelli sanngirni. Svo auðvelt að líta undan Staðan er slík að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar hokrar með litla sem enga framfærslu. Þegar búið er að borga nauðþurftir, getur þetta fólk ekki veitt sér eða börnum sínum neitt og neitar sér því um margt sem kalla má lágmarks mannréttindi í auðugu samfélagi. Þetta fólk situr bugað af áhyggjum yfir því að mögulega gæti eitthvað komið upp á sem kallaði á örlítil aukaútgjöld upp á örfá þúsundkalla – þar með væri fjárhagurinn kominn á hliðna. Ég hef aldrei skilið hvers vegna nokkur sómakær stjórnmálamaður getur sætt sig við slíkt ástand samvisku sinar vegna. En það er bara svo auðvelt að líta undan! Hvað er til ráða? En hvernig lögum við þetta. Jú með því að útrýma fátækt og laga kjör hinna tekjulágu og þeirra sem ekki eiga þess kost á að vinna fyrir sér vegna veikinda og fötlunar. Í þessum hópi eru eldri borgarar sem margir hverjir eru einnig orðnir fangar fátæktar eins og öryrkjar. Kröfur Flokks fólksins eru að lágmarksframfærsla hvers einstaklings verði 350.000 krónur á mánuði, skatta og skerðingalaust. Þessari mikilvægu kjarabót má einfaldlega ná fram með tilfærslum í skattakerfinu, við höfum talað fyrir fallandi persónuafslætti til að rétta okkar lágtekjufólki meiri framfærslu Getum við ekki öll tekið undir að með því að sameinast um þessa aðgerð til handa okkar tekjuminnstu þjóðfélagsþegnum? Skapað jákvæðara þjóðfélag þar sem við öll getum veitt okkur eitthvað af gleðistundum. Saman til sigurs! Á laugardaginn eru kosningar og þá veljum við þann flokk sem við treystum best til að stuðla að betra samfélagi hérlendis á næsta kjörtímabil. Þér kjósandi góður stendur til boða að velja flokkinn sem ætlar að vera í forystu um þessi réttlætismál endurbætur. Flokkur fólksins hefur svo sannarlega sett þessi mál á dagskrá og barist fyrir því að þetta verði lagfært. Við erum rétt að byrja og gefum ekkert eftir í baráttunni fyrir velferð fólksins okkar. Við viljum að hér geti allir lifað með reisn. Við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi. Hvert atkvæði telur og þetta er núna í þínum höndum! Gerum þjóðfélagið okkar betra. Gerum þjóðfélagið okkar jákvæðara. Kjósum bjartsýni, bros og framtíð þar sem við öll notið þess að búa í okkar auðuga og fallega landi. Það viljum við í Flokki fólksins. X-F. Höfundur er í 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það eru ánægjuleg tíðindi að flokkurinn minn, Flokkur fólksins, virðist vera að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum og njóta aukinnar athygli kjósenda. Reyndar hefur flokkurinn alltaf farið miklu betur út úr kosningum en kannanir gefa til kynna og ég á ekki von á að þar verði breyting á. Við trúum því að við fáum glæsilega kosningu sem getur sett málefni flokksins svo um munar á dagskrá eftir kosningar til hagsbóta fyrir þá sem glíma við fátækt og óréttlæti á Íslandi. Hafa setið allt of lengi á hakanum En hvers vegna er þetta að gerast? Jú sýnilega er fjöldi fólks að átta sig á megintilgangi flokksins og hvað hann getur og hefur gert fyrir fólkið í landinu. Þetta snýst jú fyrst og síðast um að búa til jákvætt og gott þjóðfélag sem við öll viljum búa í og getum verið stolt af. Þjóðfélag þar sem lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Af einhverjum orsökum hefur íslenskt samfélag verið byggt þannig upp að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar hefur verið settur til hliðar. Þessi stóri hópur hefur ekki fengið að fljóta með í velsæld og hagsæld eins ríkasta lands heims og í raun löngu kominn með rasssæri af því að sitja á hakanum. Efnaminnsta fólkið í landinu hefur verið snuðað um sanngjörn mannréttindi allt of lengi og þetta hefur skapað neikvæðni og úlfúð í okkar fallega samfélagi. Flokkur fólksins berst fyrir því af alefli að við getum öll lifað mannsæmandi lífi, borið í virðingu fyrir hvert öðru og búið saman í sátt og samlyndi um ókomin ár á grundvelli sanngirni. Svo auðvelt að líta undan Staðan er slík að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar hokrar með litla sem enga framfærslu. Þegar búið er að borga nauðþurftir, getur þetta fólk ekki veitt sér eða börnum sínum neitt og neitar sér því um margt sem kalla má lágmarks mannréttindi í auðugu samfélagi. Þetta fólk situr bugað af áhyggjum yfir því að mögulega gæti eitthvað komið upp á sem kallaði á örlítil aukaútgjöld upp á örfá þúsundkalla – þar með væri fjárhagurinn kominn á hliðna. Ég hef aldrei skilið hvers vegna nokkur sómakær stjórnmálamaður getur sætt sig við slíkt ástand samvisku sinar vegna. En það er bara svo auðvelt að líta undan! Hvað er til ráða? En hvernig lögum við þetta. Jú með því að útrýma fátækt og laga kjör hinna tekjulágu og þeirra sem ekki eiga þess kost á að vinna fyrir sér vegna veikinda og fötlunar. Í þessum hópi eru eldri borgarar sem margir hverjir eru einnig orðnir fangar fátæktar eins og öryrkjar. Kröfur Flokks fólksins eru að lágmarksframfærsla hvers einstaklings verði 350.000 krónur á mánuði, skatta og skerðingalaust. Þessari mikilvægu kjarabót má einfaldlega ná fram með tilfærslum í skattakerfinu, við höfum talað fyrir fallandi persónuafslætti til að rétta okkar lágtekjufólki meiri framfærslu Getum við ekki öll tekið undir að með því að sameinast um þessa aðgerð til handa okkar tekjuminnstu þjóðfélagsþegnum? Skapað jákvæðara þjóðfélag þar sem við öll getum veitt okkur eitthvað af gleðistundum. Saman til sigurs! Á laugardaginn eru kosningar og þá veljum við þann flokk sem við treystum best til að stuðla að betra samfélagi hérlendis á næsta kjörtímabil. Þér kjósandi góður stendur til boða að velja flokkinn sem ætlar að vera í forystu um þessi réttlætismál endurbætur. Flokkur fólksins hefur svo sannarlega sett þessi mál á dagskrá og barist fyrir því að þetta verði lagfært. Við erum rétt að byrja og gefum ekkert eftir í baráttunni fyrir velferð fólksins okkar. Við viljum að hér geti allir lifað með reisn. Við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi. Hvert atkvæði telur og þetta er núna í þínum höndum! Gerum þjóðfélagið okkar betra. Gerum þjóðfélagið okkar jákvæðara. Kjósum bjartsýni, bros og framtíð þar sem við öll notið þess að búa í okkar auðuga og fallega landi. Það viljum við í Flokki fólksins. X-F. Höfundur er í 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun