Garðyrkjuskólinn á Reykjum rústir einar Erna Valsdóttir skrifar 22. september 2021 21:31 Garðyrkjuskólinn á Reykjum i Ölfusi hefur verið starfandi allt frá árinu 1939. Í 66 ár var skólinn rekinn sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu. Staðsetning skólans að Reykjum í Ölfus hefur hentað einkar vel rekstri skólans, þar hefur skólinn gott rými, byggingar eru gamlar en nokkuð góðar og hentuðu starfseminni vel og skólinn nýtur heita vatnsins sem kemur úr jörðu í landi Reykja. Reykir henta því mjög vel undir starfsemi skólans, fái hann að blómstra. Árið 2005 var Garðyrkjuskólinn að Reykjum sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Allt frá sameiningu Garðyrkjuskólans við Landbúnaðarháskólann hefur skólastarfinu og byggingum hans farið hnignandi vegna fjársveltis og hefur skólinn haft mjög takmarkað fé til að halda við húsakosti og fara í nýframkvæmdir. Vegna slæms ástands skólans hafa veður og vindar farið illa með skólahúsið og aðstöðu skólans. Skólanum var veitt fjármagn til endurbóta fyrir nokkru og voru gerðar nokkrar endurbætur en framkvæmdir eru þó komnar í bið þar sem framkvæmdaféð nægði ekki fyrir nema hluta þeirra endurbóta sem þörf er á. Einnig hafa komið í ljós gallar í hönnun endurbóta vegna samráðsleysis við kennara skólans sem þekkja best til þarfa skólans. Segja má að skólinn sé lamaður vegna aðstöðu-, skipulags- og kennaraleysis. Ljóst er að núverandi rektor Landbúnaðarháskólans er að takast það ætlunarverk sitt að eyðileggja þennan merka skóla enda hefur starfmönnum skólans farið fækkandi vegna stefnu rektors og starfshátta og stefnir í að fáir eða engir kennarar og starfsmenn verði eftir við skólann á næsta skólaári. Algert skilningsleysi hefur ríkt á eðli og starfi Garðyrkjuskólans í höfuðstöðvunum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og hlotist mikill skaði af. Á síðasta ári tók Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá afdrifaríku ákvörðum að sameina skyldi Garðyrkjuskólann Fjölbrautarskólanum á Selfossi en sú sameining hafði verið til skoðunar um tíma. Þetta var að mestu gert án samráðs við sérfræðinga Garðyrkjuskólans og án þess að aðstaðan á Reykjum fylgdi með í yfirfærslunni. Þessi sameiningarákvörðum hefur leitt í ljós að hún hentar alls ekki garðyrkjumenntun sem er á allt öðrum grunni byggð, bæði kennslu, faglega og aðstöðulega, en annað nám sem kennt er við Fjölbrautarskólann með fullri virðingu fyrir þeim mæta skóla. Má sem dæmi nefna að algjör óvissa ríkti nú í haust um hvort nám við skólann hæfist yfir höfuð og biðu nemendur og kennarar milli vonar og ótta og var ekki ljóst fyrr en fáeinum dögum fyrir skólabyrjun að framhald yrði á kennslu þeirra nemenda sem þegar höfðu hafið nám á fyrri árum vegna manneklu. Þessari óheillaþróun verður að snúa við strax og endurreisa þennan merka skóla sem sjálfstæða stofnun á grunni Garðyrkjuskólans á Reykjum og með þeim mannauði og sérfræðiþekkingu sem felst í núverandi kennurum og starfsmönnum skólans. Með nýjum Garðyrjuskóla verður hægt að hefja aftur til vegs og virðingar þróun og uppbyggingu garðyrkjunámsins og halda áfram að efla þekkingu á sviði ræktunar matvæla, blóma og trjáa hér á landi sem næra okkur og fegra umhverfi okkar. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Garðyrkja Ölfus Skóla - og menntamál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Garðyrkjuskólinn á Reykjum i Ölfusi hefur verið starfandi allt frá árinu 1939. Í 66 ár var skólinn rekinn sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu. Staðsetning skólans að Reykjum í Ölfus hefur hentað einkar vel rekstri skólans, þar hefur skólinn gott rými, byggingar eru gamlar en nokkuð góðar og hentuðu starfseminni vel og skólinn nýtur heita vatnsins sem kemur úr jörðu í landi Reykja. Reykir henta því mjög vel undir starfsemi skólans, fái hann að blómstra. Árið 2005 var Garðyrkjuskólinn að Reykjum sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Allt frá sameiningu Garðyrkjuskólans við Landbúnaðarháskólann hefur skólastarfinu og byggingum hans farið hnignandi vegna fjársveltis og hefur skólinn haft mjög takmarkað fé til að halda við húsakosti og fara í nýframkvæmdir. Vegna slæms ástands skólans hafa veður og vindar farið illa með skólahúsið og aðstöðu skólans. Skólanum var veitt fjármagn til endurbóta fyrir nokkru og voru gerðar nokkrar endurbætur en framkvæmdir eru þó komnar í bið þar sem framkvæmdaféð nægði ekki fyrir nema hluta þeirra endurbóta sem þörf er á. Einnig hafa komið í ljós gallar í hönnun endurbóta vegna samráðsleysis við kennara skólans sem þekkja best til þarfa skólans. Segja má að skólinn sé lamaður vegna aðstöðu-, skipulags- og kennaraleysis. Ljóst er að núverandi rektor Landbúnaðarháskólans er að takast það ætlunarverk sitt að eyðileggja þennan merka skóla enda hefur starfmönnum skólans farið fækkandi vegna stefnu rektors og starfshátta og stefnir í að fáir eða engir kennarar og starfsmenn verði eftir við skólann á næsta skólaári. Algert skilningsleysi hefur ríkt á eðli og starfi Garðyrkjuskólans í höfuðstöðvunum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og hlotist mikill skaði af. Á síðasta ári tók Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá afdrifaríku ákvörðum að sameina skyldi Garðyrkjuskólann Fjölbrautarskólanum á Selfossi en sú sameining hafði verið til skoðunar um tíma. Þetta var að mestu gert án samráðs við sérfræðinga Garðyrkjuskólans og án þess að aðstaðan á Reykjum fylgdi með í yfirfærslunni. Þessi sameiningarákvörðum hefur leitt í ljós að hún hentar alls ekki garðyrkjumenntun sem er á allt öðrum grunni byggð, bæði kennslu, faglega og aðstöðulega, en annað nám sem kennt er við Fjölbrautarskólann með fullri virðingu fyrir þeim mæta skóla. Má sem dæmi nefna að algjör óvissa ríkti nú í haust um hvort nám við skólann hæfist yfir höfuð og biðu nemendur og kennarar milli vonar og ótta og var ekki ljóst fyrr en fáeinum dögum fyrir skólabyrjun að framhald yrði á kennslu þeirra nemenda sem þegar höfðu hafið nám á fyrri árum vegna manneklu. Þessari óheillaþróun verður að snúa við strax og endurreisa þennan merka skóla sem sjálfstæða stofnun á grunni Garðyrkjuskólans á Reykjum og með þeim mannauði og sérfræðiþekkingu sem felst í núverandi kennurum og starfsmönnum skólans. Með nýjum Garðyrjuskóla verður hægt að hefja aftur til vegs og virðingar þróun og uppbyggingu garðyrkjunámsins og halda áfram að efla þekkingu á sviði ræktunar matvæla, blóma og trjáa hér á landi sem næra okkur og fegra umhverfi okkar. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður í komandi kosningum.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun