Mistök í breska varnarmálaráðuneytinu setja afganska túlka í hættu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. september 2021 08:40 Talíbanar lofuðu bót og betrun en hafa nú þegar skert frelsi kvenna umtalsvert og þá berast fregnir af hefndaraðgerðum gegn þeim sem unnu með erlenda heraflanum. epa/Stephanie Lecocq Breska varnarmálaráðuneytið hefur beðist afsökunar á mistökum sem urðu til þess að tölvupóstföng fleiri en 250 afganskra túlka voru gerð opinber og líf þeirra þannig sett í hættu. Mistökin áttu sér stað þegar starfsmaður ráðuneytisins sendi tölvupóst á afganska túlka sem störfuðu fyrir Breta í Afganistan og höfðu óskað eftir því að fá að ferðast og flytjast til Bretlands. Þegar pósturinn hafði verið sendur kom í ljós að póstföng allra voru sýnileg öðrum. Ráðuneytið segist hafa sett sig í samband við alla viðkomandi og veitt þeim ráðleggingar um hvernig draga mætti úr mögulegri áhættu vegna mistakanna. Einn þeirra sem fékk tölvupóstinn sagði í samtali við BBC að þau gætu orðið til þess að einhverjir viðtakendanna yrðu teknir af lífi. „Við sögðum þessum afgönsku túlkum að við myndum tryggja öryggi þeirra en í staðinn hafa þessi mistök nú stofnað lífi þeirra í hættu að óþörfu,“ sagði skuggavarnarmálaráðherrann John Healey. Margt af því fólki sem starfaði fyrir erlenda heraflann í Afganistan er nú í felum frá talíbönunum sem hafa tekið yfir stjórn landsins. Samkvæmt Guardian fluttu Bretar 17 þúsund Afgani á brott þegar þeir yfirgáfu landið en margir urðu eftir. Afganistan Bretland Hernaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Mistökin áttu sér stað þegar starfsmaður ráðuneytisins sendi tölvupóst á afganska túlka sem störfuðu fyrir Breta í Afganistan og höfðu óskað eftir því að fá að ferðast og flytjast til Bretlands. Þegar pósturinn hafði verið sendur kom í ljós að póstföng allra voru sýnileg öðrum. Ráðuneytið segist hafa sett sig í samband við alla viðkomandi og veitt þeim ráðleggingar um hvernig draga mætti úr mögulegri áhættu vegna mistakanna. Einn þeirra sem fékk tölvupóstinn sagði í samtali við BBC að þau gætu orðið til þess að einhverjir viðtakendanna yrðu teknir af lífi. „Við sögðum þessum afgönsku túlkum að við myndum tryggja öryggi þeirra en í staðinn hafa þessi mistök nú stofnað lífi þeirra í hættu að óþörfu,“ sagði skuggavarnarmálaráðherrann John Healey. Margt af því fólki sem starfaði fyrir erlenda heraflann í Afganistan er nú í felum frá talíbönunum sem hafa tekið yfir stjórn landsins. Samkvæmt Guardian fluttu Bretar 17 þúsund Afgani á brott þegar þeir yfirgáfu landið en margir urðu eftir.
Afganistan Bretland Hernaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira