Skattalækkanir sem nýtast öllum Birgir Ármannsson skrifar 20. september 2021 09:01 Í kosningabaráttunni heyrast háværar raddir af vinstri vængnum um að hér á landi ríki gríðarlegur ójöfnuður og nauðsynlegt sé að bregðast við með róttækum aðgerðum, ekki síst í skattamálum. Þessi málflutningur byggir á afar veikum grunni, svo ekki sé meira sagt. Mikilvægt er að hafa í huga að í alþjóðlegum samanburði er tekjujöfnuður óvíða meiri en hér á landi. Nýjustu fáanlegar tölur, hvort sem er frá evrópsku hagstofunni eða OECD, setja Ísland í eitt af efstu sætunum þegar horft er til þess hvar tekjur eru jafnastar. Þannig hefur það verið um langt skeið og engar vísbendingar hafa komið fram, sem benda til þess að sú staða hafi breyst. Undanfarin ár hefur Ísland verið í hópi þeirra fimm ríkja, sem búa við hvað mestan jöfnuð á mælikvarða þessara stofnana og kemur t.d. betur út en hin Norðurlöndin. Ágætt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um skattapólitík og verk síðustu ríkisstjórna á því sviði. Á undanförnu kjörtímabilum hefur tekjuskattur einstaklinga verið lækkaður umtalsvert og hafa breytingarnar meðal annars haft það markmið að lækka skatta millitekju- og láglaunafólks. Þetta var eitt af því sem ríkisstjórnin lagði fram til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði 2019, lífskjarasamningunum svonefndu, en stefnumörkunin er þó eldri. Sjálfstæðisflokkurinn lagði sérstaka áherslu á það í kosningabaráttunni 2017 að lækka neðra þrepið í tekjuskattskerfinu til þess að skattalækkanir nýttust helst þeim tekjulægstu og það markmið skilaði sér inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem mynduð var þá um haustið. Þessar skattalækkanir tóku svo gildi í tveimur áföngum í kjölfar lagabreytinga 2019 og þrátt fyrir að endanleg útfærsla hafi þegar upp var staðið orðið flóknari en við sjálfstæðismenn hefðum helst kosið er óumdeilt að markmiðið náðist. Fyrir kosningarnar á laugardaginn höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lagt áherslu á að halda áfram á sömu braut. Við teljum að áframhaldandi skattalækkanir á tekjur alls almennings séu áhrifarík leið til að bæta kjör fólksins í landinu. Við erum líka þeirrar skoðunar að skattalækkanir á atvinnurekstur séu mikilvægar til að skapa fyrirtækjunum svigrúm til að vaxa og dafna. Við vísum til þess árangurs sem við höfum náð á þessu sviði á undanförnum árum en erum sannfærð um að hægt sé að gera betur. Um leið andmælum við fjölbreyttum hugmyndum ýmissa stjórnmálaflokka um skattahækkanir, sem eru vísasta leiðin til að draga úr slagkrafti efnahagslífsins og hamla þeim vexti, sem við þurfum á að halda til að tryggja Íslendingum betri lífskjör á komandi árum. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Birgir Ármannsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni heyrast háværar raddir af vinstri vængnum um að hér á landi ríki gríðarlegur ójöfnuður og nauðsynlegt sé að bregðast við með róttækum aðgerðum, ekki síst í skattamálum. Þessi málflutningur byggir á afar veikum grunni, svo ekki sé meira sagt. Mikilvægt er að hafa í huga að í alþjóðlegum samanburði er tekjujöfnuður óvíða meiri en hér á landi. Nýjustu fáanlegar tölur, hvort sem er frá evrópsku hagstofunni eða OECD, setja Ísland í eitt af efstu sætunum þegar horft er til þess hvar tekjur eru jafnastar. Þannig hefur það verið um langt skeið og engar vísbendingar hafa komið fram, sem benda til þess að sú staða hafi breyst. Undanfarin ár hefur Ísland verið í hópi þeirra fimm ríkja, sem búa við hvað mestan jöfnuð á mælikvarða þessara stofnana og kemur t.d. betur út en hin Norðurlöndin. Ágætt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um skattapólitík og verk síðustu ríkisstjórna á því sviði. Á undanförnu kjörtímabilum hefur tekjuskattur einstaklinga verið lækkaður umtalsvert og hafa breytingarnar meðal annars haft það markmið að lækka skatta millitekju- og láglaunafólks. Þetta var eitt af því sem ríkisstjórnin lagði fram til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði 2019, lífskjarasamningunum svonefndu, en stefnumörkunin er þó eldri. Sjálfstæðisflokkurinn lagði sérstaka áherslu á það í kosningabaráttunni 2017 að lækka neðra þrepið í tekjuskattskerfinu til þess að skattalækkanir nýttust helst þeim tekjulægstu og það markmið skilaði sér inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem mynduð var þá um haustið. Þessar skattalækkanir tóku svo gildi í tveimur áföngum í kjölfar lagabreytinga 2019 og þrátt fyrir að endanleg útfærsla hafi þegar upp var staðið orðið flóknari en við sjálfstæðismenn hefðum helst kosið er óumdeilt að markmiðið náðist. Fyrir kosningarnar á laugardaginn höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lagt áherslu á að halda áfram á sömu braut. Við teljum að áframhaldandi skattalækkanir á tekjur alls almennings séu áhrifarík leið til að bæta kjör fólksins í landinu. Við erum líka þeirrar skoðunar að skattalækkanir á atvinnurekstur séu mikilvægar til að skapa fyrirtækjunum svigrúm til að vaxa og dafna. Við vísum til þess árangurs sem við höfum náð á þessu sviði á undanförnum árum en erum sannfærð um að hægt sé að gera betur. Um leið andmælum við fjölbreyttum hugmyndum ýmissa stjórnmálaflokka um skattahækkanir, sem eru vísasta leiðin til að draga úr slagkrafti efnahagslífsins og hamla þeim vexti, sem við þurfum á að halda til að tryggja Íslendingum betri lífskjör á komandi árum. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun