Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 15:01 Giuffre heldur því fram að Andrés prins hafi vitað af því að hún væri sautján ára gömul og fórnarlamb mansals þegar hann misnotaði hana fyrir um tuttugu árum. Prinsinn hefur neitað allri sök. Vísir/EPA Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. Virginia Giuffre stefndi Andrési, hertoga af Jórvík, í Bandaríkjunum en hún sakar hann um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var undir lögaldri. Hún heldur því fram að Andrés hafi vitað að hún væri fórnarlamb mansals Jeffreys Epstein, bandarísks auðkýfings, sem hefur verið sakaður um stórfelld kynferðisbrot og mansal á ungum konum. Epstein svipti sig lífi í bandarísku fangelsi í fyrra. Andrés prins, sem er næstelsti sonur Elísabetar Bretadrottningar, hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Ekki aðeins það heldur segist hann ekki minnast þess að hafa nokkru sinni hitt Giuffre. Deilt hefur verið um það fyrir breskum dómstólum hvort Giuffre geti birt Andrési stefnu sína þar í landi. Lögmenn Andrésar hafa haldið því fram að það hafi verið gert með ólögmætum hætti og því hafi honum enn ekki verið birt stefnan. Mikið er í húfi því teljist stefnan hafa verið birt Andrési verður hann að taka til varna fyrir dómi því annars gæti hann átt á hættu að tapa málinu sjálfkrafa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur dómari í New York sagt að Giuffre geti birt lögmanni Andrésar í Bandaríkjunum stefnuna. Vísaði hann til þess að lögmenn Giuffre hefðu þegar reynt að birta Andrési stefnuna í Bretlandi samkvæmt reglum alþjóðlegs samnings sem bæði Bandaríkin og Bretland eiga aðild að. Dómari á Bretlandi hefur þegar fallist á að hægt sé að birta Andrési stefnuna þar. Hann hefur gefið lögmönnum prinsins frest fram á næsta föstudag til að áfrýja þeirri niðurstöðu. Mál Jeffrey Epstein Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Virginia Giuffre stefndi Andrési, hertoga af Jórvík, í Bandaríkjunum en hún sakar hann um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var undir lögaldri. Hún heldur því fram að Andrés hafi vitað að hún væri fórnarlamb mansals Jeffreys Epstein, bandarísks auðkýfings, sem hefur verið sakaður um stórfelld kynferðisbrot og mansal á ungum konum. Epstein svipti sig lífi í bandarísku fangelsi í fyrra. Andrés prins, sem er næstelsti sonur Elísabetar Bretadrottningar, hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Ekki aðeins það heldur segist hann ekki minnast þess að hafa nokkru sinni hitt Giuffre. Deilt hefur verið um það fyrir breskum dómstólum hvort Giuffre geti birt Andrési stefnu sína þar í landi. Lögmenn Andrésar hafa haldið því fram að það hafi verið gert með ólögmætum hætti og því hafi honum enn ekki verið birt stefnan. Mikið er í húfi því teljist stefnan hafa verið birt Andrési verður hann að taka til varna fyrir dómi því annars gæti hann átt á hættu að tapa málinu sjálfkrafa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur dómari í New York sagt að Giuffre geti birt lögmanni Andrésar í Bandaríkjunum stefnuna. Vísaði hann til þess að lögmenn Giuffre hefðu þegar reynt að birta Andrési stefnuna í Bretlandi samkvæmt reglum alþjóðlegs samnings sem bæði Bandaríkin og Bretland eiga aðild að. Dómari á Bretlandi hefur þegar fallist á að hægt sé að birta Andrési stefnuna þar. Hann hefur gefið lögmönnum prinsins frest fram á næsta föstudag til að áfrýja þeirri niðurstöðu.
Mál Jeffrey Epstein Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira