Frelsi eða fátækt Oddný G. Harðardóttir skrifar 17. september 2021 14:30 „Heimurinn væri öruggari og farsælli ef fleiri bandamenn væru eins og Norðurlöndin“ sagði Barack Obama forseti Bandaríkjanna eftir fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna vorið 2016. Í Bandaríkjunum er það kallað að „ameríski draumurinn“ hafi ræst, þegar fátækt fólk brýtur af sér hlekki fátæktar og tryggir sér og sínum góða afkomu, menntun og bætta stöðu í samfélaginu. Sá draumur er mun líklegri til að rætast á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum.Norræna módelið sem Obama vildi líta til féll ekki af himnum ofan. Það byggir á jöfnuði, samhjálp og félagslegu öryggi og hefur skotið norrænu ríkjunum á topp allra lista yfir ríki þar sem best er að búa. Grunn norræna módelsins og stoðirnar sem undir því standa byggðu jafnaðarmenn í samstarfi við sterka verkalýðshreyfingu og stéttarfélög og hafa staðist ágang frjálshyggjunnar. Stoðirnar þrjár, góð hagstjórn, velferð fyrir alla og skipulagður vinnumarkaður, standa saman eins og fætur undir þrífættum stól: ef ein stoðin brotnar fellur allt. Á Íslandi, einu ríkasta ríki heims, þrífst fátækt. Þúsundir barna búa hér við sárafátækt eins og greiningar hafa því miður ítrekað sýnt. Öryrkjar og eldra fólk með litlar tekjur eru föst í fátæktargildru. Þau eiga allt sitt undir stjórnvöldum, að greiðslurnar sem þau fá frá hinu opinbera dugi fyrir mannsæmandi lífi. Svo er ekki nú um stundir. Við þeim blasir fátækt og í kjölfarið minnka möguleikarnir sem fólk hefur í lífinu – fátæktin er í sjálfu sér frelsisskerðing. Þetta þarf ekki að vera svona en er það vegna rangra pólitískra ákvarðana. Hættan á að verða atvinnulaus eða lenda í veikindum og örorku vegna starfsins er mest meðal verkafólks og lágtekjuhópa. Til þess að allir njóti frelsis er ekki nóg að opna einum og einum einstaklingi leið til að brjótast út úr fátækt. Það þarf að sjá til þess að enginn þurfi að búa við fátækt. Til þess að útrýma henni þarf einbeittan pólitískan vilja og aðgerðir sem beinast gegn því sem skapar fátæktina. Samfylkingin horfir til norræna módelsins og vinnur af heilum hug að því að jafna leikinn. Með óskertum barnabótum að meðallaunum og lífeyri sem aldrei verður lægri en lágmarkslaun ásamt því að draga verulega úr skerðingum lífeyrissjóðsgreiðslna og launatekna, bætum við kjör barnafjölskyldna, eldra fólks og öryrkja. Við í Samfylkingunni stöndum fyrir mannúð, jafnrétti og samhjálp af því að við getum ekki annað, af því að það er það sem jafnaðarmenn gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Heimurinn væri öruggari og farsælli ef fleiri bandamenn væru eins og Norðurlöndin“ sagði Barack Obama forseti Bandaríkjanna eftir fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna vorið 2016. Í Bandaríkjunum er það kallað að „ameríski draumurinn“ hafi ræst, þegar fátækt fólk brýtur af sér hlekki fátæktar og tryggir sér og sínum góða afkomu, menntun og bætta stöðu í samfélaginu. Sá draumur er mun líklegri til að rætast á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum.Norræna módelið sem Obama vildi líta til féll ekki af himnum ofan. Það byggir á jöfnuði, samhjálp og félagslegu öryggi og hefur skotið norrænu ríkjunum á topp allra lista yfir ríki þar sem best er að búa. Grunn norræna módelsins og stoðirnar sem undir því standa byggðu jafnaðarmenn í samstarfi við sterka verkalýðshreyfingu og stéttarfélög og hafa staðist ágang frjálshyggjunnar. Stoðirnar þrjár, góð hagstjórn, velferð fyrir alla og skipulagður vinnumarkaður, standa saman eins og fætur undir þrífættum stól: ef ein stoðin brotnar fellur allt. Á Íslandi, einu ríkasta ríki heims, þrífst fátækt. Þúsundir barna búa hér við sárafátækt eins og greiningar hafa því miður ítrekað sýnt. Öryrkjar og eldra fólk með litlar tekjur eru föst í fátæktargildru. Þau eiga allt sitt undir stjórnvöldum, að greiðslurnar sem þau fá frá hinu opinbera dugi fyrir mannsæmandi lífi. Svo er ekki nú um stundir. Við þeim blasir fátækt og í kjölfarið minnka möguleikarnir sem fólk hefur í lífinu – fátæktin er í sjálfu sér frelsisskerðing. Þetta þarf ekki að vera svona en er það vegna rangra pólitískra ákvarðana. Hættan á að verða atvinnulaus eða lenda í veikindum og örorku vegna starfsins er mest meðal verkafólks og lágtekjuhópa. Til þess að allir njóti frelsis er ekki nóg að opna einum og einum einstaklingi leið til að brjótast út úr fátækt. Það þarf að sjá til þess að enginn þurfi að búa við fátækt. Til þess að útrýma henni þarf einbeittan pólitískan vilja og aðgerðir sem beinast gegn því sem skapar fátæktina. Samfylkingin horfir til norræna módelsins og vinnur af heilum hug að því að jafna leikinn. Með óskertum barnabótum að meðallaunum og lífeyri sem aldrei verður lægri en lágmarkslaun ásamt því að draga verulega úr skerðingum lífeyrissjóðsgreiðslna og launatekna, bætum við kjör barnafjölskyldna, eldra fólks og öryrkja. Við í Samfylkingunni stöndum fyrir mannúð, jafnrétti og samhjálp af því að við getum ekki annað, af því að það er það sem jafnaðarmenn gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun