Skoraði tíu mörk í fyrsta deildarleiknum með íslensku liði í rúmlega 4.500 daga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2021 16:01 Rúnar Kárason lék lengi með landsliðinu og fór með því á nokkur stórmót. vísir/andri marinó Rúnar Kárason lék sinn fyrsta deildarleik fyrir íslenskt lið í rúm tólf ár þegar ÍBV vann Víking, 27-30, í 1. umferð Olís-deildarinnar í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Rúnars með íslensku liði síðan í lokaumferð N1-deildarinnar 5. apríl 2009. Hann skoraði þá sjö mörk í 28-28 jafntefli Fram og Akureyrar fyrir norðan. Síðan eru liðin tólf ár og fimm mánuðir, eða nánar tiltekið 4548 dagar. Fram endaði í 4. sæti deildarinnar og mætti Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Fram vann fyrsta leikinn en Haukar næstu tvo og tryggðu sér sæti í úrslitunum. Rúnar lék sinn síðasta leik fyrir Fram þegar liðið tapaði með níu marka mun fyrir Haukum á Ásvöllum, 30-21, 23. apríl 2009. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum. Meðal samherja hans í Fram á þessum tíma voru Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, Róbert Aron Hostert og Einar Rafn Eiðsson, sem eru enn að, og Andri Berg Haraldsson. Sá síðastnefndi er aðstoðarþjálfari Víkings sem mætti ÍBV í gær. Sonur Andra, Jóhannes Berg, er örvhent skytta í liði Víkings og skoraði fimm mörk í leiknum í gær. Eftir tímabilið 2008-09 fór Rúnar til Füchse Berlin sem var á þeim tíma undir stjórn Dags Sigurðssonar. Rúnar lék í Þýskalandi til 2018 þegar hann gekk í raðir Ribe-Esbjerg í Danmörku. Þar lék hann í þrjú ár áður en hann sneri heim í sumar og samdi við ÍBV. Rúnar lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir ÍBV þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu, 29-28, í síðustu viku. Hann skoraði sex mörk í leiknum. Stórskyttan lék svo fyrsta deildarleikinn fyrir ÍBV í Víkinni í gær. Eyjamenn áttu í vandræðum gegn baráttuglöðum nýliðum Víkinga en náðu að landa sigri. Rúnar átti ekki lítinn þátt í því en hann skoraði níu mörk í tíu skotum í seinni hálfleik. Rúnar endaði með tíu mörk í þrettán skotum og gaf auk þess þrjár stoðsendingar. Næsti leikur Rúnars og félaga er gegn Stjörnunni í Garðabænum á miðvikudaginn. Fyrsti heimaleikur Eyjamanna er svo gegn KA-mönnum sunnudaginn 10. október. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Þetta var fyrsti deildarleikur Rúnars með íslensku liði síðan í lokaumferð N1-deildarinnar 5. apríl 2009. Hann skoraði þá sjö mörk í 28-28 jafntefli Fram og Akureyrar fyrir norðan. Síðan eru liðin tólf ár og fimm mánuðir, eða nánar tiltekið 4548 dagar. Fram endaði í 4. sæti deildarinnar og mætti Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Fram vann fyrsta leikinn en Haukar næstu tvo og tryggðu sér sæti í úrslitunum. Rúnar lék sinn síðasta leik fyrir Fram þegar liðið tapaði með níu marka mun fyrir Haukum á Ásvöllum, 30-21, 23. apríl 2009. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum. Meðal samherja hans í Fram á þessum tíma voru Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, Róbert Aron Hostert og Einar Rafn Eiðsson, sem eru enn að, og Andri Berg Haraldsson. Sá síðastnefndi er aðstoðarþjálfari Víkings sem mætti ÍBV í gær. Sonur Andra, Jóhannes Berg, er örvhent skytta í liði Víkings og skoraði fimm mörk í leiknum í gær. Eftir tímabilið 2008-09 fór Rúnar til Füchse Berlin sem var á þeim tíma undir stjórn Dags Sigurðssonar. Rúnar lék í Þýskalandi til 2018 þegar hann gekk í raðir Ribe-Esbjerg í Danmörku. Þar lék hann í þrjú ár áður en hann sneri heim í sumar og samdi við ÍBV. Rúnar lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir ÍBV þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu, 29-28, í síðustu viku. Hann skoraði sex mörk í leiknum. Stórskyttan lék svo fyrsta deildarleikinn fyrir ÍBV í Víkinni í gær. Eyjamenn áttu í vandræðum gegn baráttuglöðum nýliðum Víkinga en náðu að landa sigri. Rúnar átti ekki lítinn þátt í því en hann skoraði níu mörk í tíu skotum í seinni hálfleik. Rúnar endaði með tíu mörk í þrettán skotum og gaf auk þess þrjár stoðsendingar. Næsti leikur Rúnars og félaga er gegn Stjörnunni í Garðabænum á miðvikudaginn. Fyrsti heimaleikur Eyjamanna er svo gegn KA-mönnum sunnudaginn 10. október.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira