Piers Morgan til Fox Þorgils Jónsson skrifar 16. september 2021 18:20 Rupert Murdoch, stjórnarformaður News Corp, og Piers Morgan voru keikir með væntanlegt samstarf, en Morgan hefur gengið til liðs við News Corp og Fox News Media. Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan gekk í dag til liðs við Rupert Murdoch og félög hans, News Corp og Fox News Media. Morgan mun framleiða efni þvert á miðla News Corp sem mun birtast um allan heim. Meðal annars verður hann með daglega þætti á nýrri sjónvarpsstöð, talkTV frá og með næsta ári, en hann mun einnig skrifa pistla fyrir New York Post og breska götublaðið The Sun. Morgan hefur komið víða við á löngum ferli, sem hófst einmitt hjá Murdoch á Sun og svo hinu sáluga News of the World. Síðan þá hefur hann meðal annars stýrt Daily Mirror og komið fram í hinum ýmsu skemmtiþáttum, þar sem helst má nefna Britain‘s got Talent og bandarísku útgáfuna af sama þætti. Síðustu sex á stýrði hann morgunþættinum Good Morning Britain á ITV, en hætti þar í vor eftir að hafa rokið út í fússi í beinni útsendingu eftir snarpa snerru við samstarfsfélaga. Morgan hefur verið talsvert umdeildur í gegnum árin þar sem hann var meðal annars í hringiðu símhleranahneykslisins sem skók breska fjölmiðlaheiminn í upphafi aldarinnar. Síðan þá hefur hann blandað sér í mörg hitamál, en fá með eins afgerandi hætti og hvað varðar Harry Bretaprins og eiginkonu hans, Meghan Markle. Hann gerði lítið úr frásögn hennar um sjálfsvígshugleiðingar í tengslum við deilur innan konungsfjölskyldunnar, og hlaut fyrir vikið tugir þúsunda kvartana frá áhorfendum. Murdoch lýsti yfir ánægju með að hafa fengið Morgan til liðs við sig – „sjónvarpsmann sem allar stöðvar vilja en engin þorir að ráða.“ Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“ Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar. 6. apríl 2021 07:59 Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 10:13 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Meðal annars verður hann með daglega þætti á nýrri sjónvarpsstöð, talkTV frá og með næsta ári, en hann mun einnig skrifa pistla fyrir New York Post og breska götublaðið The Sun. Morgan hefur komið víða við á löngum ferli, sem hófst einmitt hjá Murdoch á Sun og svo hinu sáluga News of the World. Síðan þá hefur hann meðal annars stýrt Daily Mirror og komið fram í hinum ýmsu skemmtiþáttum, þar sem helst má nefna Britain‘s got Talent og bandarísku útgáfuna af sama þætti. Síðustu sex á stýrði hann morgunþættinum Good Morning Britain á ITV, en hætti þar í vor eftir að hafa rokið út í fússi í beinni útsendingu eftir snarpa snerru við samstarfsfélaga. Morgan hefur verið talsvert umdeildur í gegnum árin þar sem hann var meðal annars í hringiðu símhleranahneykslisins sem skók breska fjölmiðlaheiminn í upphafi aldarinnar. Síðan þá hefur hann blandað sér í mörg hitamál, en fá með eins afgerandi hætti og hvað varðar Harry Bretaprins og eiginkonu hans, Meghan Markle. Hann gerði lítið úr frásögn hennar um sjálfsvígshugleiðingar í tengslum við deilur innan konungsfjölskyldunnar, og hlaut fyrir vikið tugir þúsunda kvartana frá áhorfendum. Murdoch lýsti yfir ánægju með að hafa fengið Morgan til liðs við sig – „sjónvarpsmann sem allar stöðvar vilja en engin þorir að ráða.“
Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“ Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar. 6. apríl 2021 07:59 Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 10:13 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“ Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar. 6. apríl 2021 07:59
Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 10:13