Skuggahliðar barnsfæðinga Málfríður Þórðardóttir skrifar 17. september 2021 10:01 Á hverju ári hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gert 17. september að aljóþjóðadegi sjúklingaöryggis. Í ár hefur dagurinn verið tileinkaður öryggi fæðandi kvenna og nýbura um allan heim. Í augum flestra er barnsfæðing jákvæður atburður í lífi fólks. Verðandi foreldrar bíða fullir eftirvæntingar eftir afkvæminu og leggja allt sitt kapp á að undirbúa sig fyrir hið nýja hlutverk að verða foreldri. Fréttir af fæðingu heilbrigðs barns vekja að jafnaði upp góðar tilfinningar og hamingjuóskum rignir yfir foreldrana og aðra ættingja. Í öllum þessum gleðiflaumi gleymist stundum að huga að heilsu og líðan nýbakaðrar móður sem hefur gengið í gegnum miklar líkamlegar þrautir á meðgöngu og í fæðingu. Fæðingarskaði Á meðgöngu og í fæðingu eiga sér stað nauðsynlegar lífeðlilsfræðilegar breytingar svo að barnsfæðing um leggöng sé möguleg. Í langflestum tilvikum gengur meðganga og fæðing áfallalaust fyrir sig og móðir og barn komast heil frá því. Það er þó því miður ekki alltaf svo og ár hvert verða konur á Íslandi fyrir einhverskonar skaða í fæðingu og í nokkrum tilvikum er um mjög alvarlegan skaða að ræða. Fæðingarskaði er almennt hugtak yfir margskonar skaða á kynfærum, þvagfærum og endaþarmi kvenna. Í flestum tilvikum er skaðinn ljós strax eftir fæðingu en það er vel þekkt að fæðingarskaði geri ekki alveg strax vart við sig og stundum geta liðið mörg ár þar til skaðinn er greindur af lækni. Í alvarlegustu tilvikunum er um mikinn og langvarandi þvag- og hægðarleka að ræða. Að bera harm sinn í hljóði Margar konur sem hafa orðið fyrir alvarlegum fæðingarskaða leita sér seint eða aldrei hjálpar af ótta við skömm yfir eigin ástandi. Þær konur sem í þessu lenda glíma oft og tíðum við lífsgæðaskerðingu, líkamlega, andlega og félagslega. Konur einangra sig, stundum vegna þvag- eða hægðaleka, og hafa skert sjálfstraust sem getur leitt til þunglyndis. Þær missa áhuga á kynlífi sem eðlilega truflar samlíf pars. Í einhverjum tilvikum getur konan fengið óbeit á barninu sem truflar eða skemmir tengslamyndun milli þeirra. Í enn alvarlegri tilvikum getur skaðinn leitt til þess að leggja þurfi ristilstóma þar sem stundum er ómögulegt að lagfæra vöðvana sem hafa orðið fyrir skaða. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks Strax á meðgöngu ber heilbrigðisstarfsfólk ábyrgð á því að greina og fyrirbyggja vandamál sem geta valdið fæðingarskaða og vart þarf að nefna að beita skal ávallt og ætið viðurkenndum fæðingaraðferðum sem valda hvorki móður né barni skaða. Ef kona verður fyrir ófyrirséðum skaða í fæðingu er gríðarlega mikilvægt að greina hann strax svo hægt sé að lagfæra og koma í veg fyrir meira tjón og frekari vanlíðan. Eftirfylgni þarf að vera góð og konan þarf að vera vel upplýst um einkenni skaða og afleiðingar hans. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks getur líka verið fólgin í því að spyrja konur hispurslaust út í þvag- og hægðaleka því flestar konur eiga erfitt með að tjá sig um vandamálið við aðra, jafnvel sína allra nánustu. Sjúklingaöryggi og öryggismenning Íslenska heilbrigðiskerfið er að öllu jöfnu mjög öflugt. Í því starfar vel menntað fólk og metnaður er mikill. Einhverjir gætu velt fyrir sér hvort fæðingarskaði eigi sér stað í svo háþróuðu heilbrigðiskerfi eins og hér og talið að slíkt ætti sér frekar stað í vanþróuðum ríkjum þar sem þekking og tækni er skemmra á veg komin. Raunin er önnur, því miður. Þó alvarlegir fæðingarskaðar séu ekki tíðir þá þekkjast þeir samt sem áður en sögur af þeim fara ekki hátt, hvorki innan heilbrigðiskerfisins né hjá almenningi því konur bera gjarnan harm sinn í hljóði. Vitundarvakning meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks Tilgangurinn með greininn er að vekja athygli á þessum sársaukafulla skaða sem um aldir hefur ríkt þögn um meðal almennings og ekki síður meðal heilbrigðisstarfsfólks. Upplýsa þarf almenning, bæði konur og karlmenn, ekki bara til þess að konur sæki sér hjálpar heldur einnig til þess að almenningur skilji og geri sér betur grein fyrir því að kona getur eignast heilbrigt barn og verið alsæl með það en á sama tíma verið að kljást við alvarlegan fæðingarskaða sem ógnar bæði líkamlegri og andlegri heilsu hennar og í einhverjum tilvikum barnsins. Vitundarvakning um fæðingarskaða meðal alls heilbrigðisstarfsfólks er gríðarlega mikilvæg. Heilbrigðisstarfsmenn verða að geta borið upp spurningar til kvenna án þess að það sýni einhverja feimni eða óöryggi. Þeir verða líka að leggja sig alla fram til að auka öryggi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fyrirbyggja skaða, draga úr skaða og reyna að auka lífsgæði þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu tjóni. Það er von mín að aukin umræða um þessar skuggahliðar barnsfæðinga verði til þess að auka sjúklingaöryggi. Öryggismenning verður ekki bara til inni á lokaðri skrifstofu þar sem nokkrir stjórnendur heilbrigðisstofnana taka ákvarðanir um gæðastarf og staðla. Öryggismenning verður til hjá einstaklingunum sjálfum þegar þeir eru vel upplýstir og umræðan er opin. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og stómaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Á hverju ári hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gert 17. september að aljóþjóðadegi sjúklingaöryggis. Í ár hefur dagurinn verið tileinkaður öryggi fæðandi kvenna og nýbura um allan heim. Í augum flestra er barnsfæðing jákvæður atburður í lífi fólks. Verðandi foreldrar bíða fullir eftirvæntingar eftir afkvæminu og leggja allt sitt kapp á að undirbúa sig fyrir hið nýja hlutverk að verða foreldri. Fréttir af fæðingu heilbrigðs barns vekja að jafnaði upp góðar tilfinningar og hamingjuóskum rignir yfir foreldrana og aðra ættingja. Í öllum þessum gleðiflaumi gleymist stundum að huga að heilsu og líðan nýbakaðrar móður sem hefur gengið í gegnum miklar líkamlegar þrautir á meðgöngu og í fæðingu. Fæðingarskaði Á meðgöngu og í fæðingu eiga sér stað nauðsynlegar lífeðlilsfræðilegar breytingar svo að barnsfæðing um leggöng sé möguleg. Í langflestum tilvikum gengur meðganga og fæðing áfallalaust fyrir sig og móðir og barn komast heil frá því. Það er þó því miður ekki alltaf svo og ár hvert verða konur á Íslandi fyrir einhverskonar skaða í fæðingu og í nokkrum tilvikum er um mjög alvarlegan skaða að ræða. Fæðingarskaði er almennt hugtak yfir margskonar skaða á kynfærum, þvagfærum og endaþarmi kvenna. Í flestum tilvikum er skaðinn ljós strax eftir fæðingu en það er vel þekkt að fæðingarskaði geri ekki alveg strax vart við sig og stundum geta liðið mörg ár þar til skaðinn er greindur af lækni. Í alvarlegustu tilvikunum er um mikinn og langvarandi þvag- og hægðarleka að ræða. Að bera harm sinn í hljóði Margar konur sem hafa orðið fyrir alvarlegum fæðingarskaða leita sér seint eða aldrei hjálpar af ótta við skömm yfir eigin ástandi. Þær konur sem í þessu lenda glíma oft og tíðum við lífsgæðaskerðingu, líkamlega, andlega og félagslega. Konur einangra sig, stundum vegna þvag- eða hægðaleka, og hafa skert sjálfstraust sem getur leitt til þunglyndis. Þær missa áhuga á kynlífi sem eðlilega truflar samlíf pars. Í einhverjum tilvikum getur konan fengið óbeit á barninu sem truflar eða skemmir tengslamyndun milli þeirra. Í enn alvarlegri tilvikum getur skaðinn leitt til þess að leggja þurfi ristilstóma þar sem stundum er ómögulegt að lagfæra vöðvana sem hafa orðið fyrir skaða. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks Strax á meðgöngu ber heilbrigðisstarfsfólk ábyrgð á því að greina og fyrirbyggja vandamál sem geta valdið fæðingarskaða og vart þarf að nefna að beita skal ávallt og ætið viðurkenndum fæðingaraðferðum sem valda hvorki móður né barni skaða. Ef kona verður fyrir ófyrirséðum skaða í fæðingu er gríðarlega mikilvægt að greina hann strax svo hægt sé að lagfæra og koma í veg fyrir meira tjón og frekari vanlíðan. Eftirfylgni þarf að vera góð og konan þarf að vera vel upplýst um einkenni skaða og afleiðingar hans. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks getur líka verið fólgin í því að spyrja konur hispurslaust út í þvag- og hægðaleka því flestar konur eiga erfitt með að tjá sig um vandamálið við aðra, jafnvel sína allra nánustu. Sjúklingaöryggi og öryggismenning Íslenska heilbrigðiskerfið er að öllu jöfnu mjög öflugt. Í því starfar vel menntað fólk og metnaður er mikill. Einhverjir gætu velt fyrir sér hvort fæðingarskaði eigi sér stað í svo háþróuðu heilbrigðiskerfi eins og hér og talið að slíkt ætti sér frekar stað í vanþróuðum ríkjum þar sem þekking og tækni er skemmra á veg komin. Raunin er önnur, því miður. Þó alvarlegir fæðingarskaðar séu ekki tíðir þá þekkjast þeir samt sem áður en sögur af þeim fara ekki hátt, hvorki innan heilbrigðiskerfisins né hjá almenningi því konur bera gjarnan harm sinn í hljóði. Vitundarvakning meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks Tilgangurinn með greininn er að vekja athygli á þessum sársaukafulla skaða sem um aldir hefur ríkt þögn um meðal almennings og ekki síður meðal heilbrigðisstarfsfólks. Upplýsa þarf almenning, bæði konur og karlmenn, ekki bara til þess að konur sæki sér hjálpar heldur einnig til þess að almenningur skilji og geri sér betur grein fyrir því að kona getur eignast heilbrigt barn og verið alsæl með það en á sama tíma verið að kljást við alvarlegan fæðingarskaða sem ógnar bæði líkamlegri og andlegri heilsu hennar og í einhverjum tilvikum barnsins. Vitundarvakning um fæðingarskaða meðal alls heilbrigðisstarfsfólks er gríðarlega mikilvæg. Heilbrigðisstarfsmenn verða að geta borið upp spurningar til kvenna án þess að það sýni einhverja feimni eða óöryggi. Þeir verða líka að leggja sig alla fram til að auka öryggi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fyrirbyggja skaða, draga úr skaða og reyna að auka lífsgæði þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu tjóni. Það er von mín að aukin umræða um þessar skuggahliðar barnsfæðinga verði til þess að auka sjúklingaöryggi. Öryggismenning verður ekki bara til inni á lokaðri skrifstofu þar sem nokkrir stjórnendur heilbrigðisstofnana taka ákvarðanir um gæðastarf og staðla. Öryggismenning verður til hjá einstaklingunum sjálfum þegar þeir eru vel upplýstir og umræðan er opin. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og stómaþegi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun