Aukum jöfnuð í samfélaginu Guðmundur Ragnarsson skrifar 16. september 2021 08:01 Til að koma á auknum jöfnuði í samfélagið þurfum við að koma á efnahagslegum stöðugleika sem er varanlegur til framtíðar. Efnahagslegur óstöðuleiki er ein helsta ástæða þess að félagsleg úrræði og kerfi hafa ekki náð að byggjast upp og festa sig í sessi hjá okkur til að tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu. Þetta er eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að fara í til að tryggja stöðu þeirra sem lökustu hafa kjörin og um leið er kominn grunnur fyrir vinnumarkaðsmódel sem tryggt getur meiri frið á vinnumarkaði. Stjórnmálin verða að vera tilbúin að axla ábyrgð á þeim félagslega stöðugleika sem vinnumarkaðurinn er alltaf að kalla eftir og vill fá sem öryggisventil við gerð kjarasamninga. Þegar því markmiði er náð er kominn grundvöllur fyrir því að koma á samfélagssáttmála þvert á pólitíska flokka til að tryggja tilvist svona kerfis sem allir ætla að standa með og halda vörð um. Að allir geti alið börnin sín upp í öruggu húsnæði og framfleytt sér og sínum með sjálfsvirðinguna í lagi eru mannréttindi sem við verðum að tryggja. Allir þeir sáttmálar og samningar um félagslegar lausnir sem gerðir hafa verið við gerð kjarasamninga hafa ítrekað ekki gengið eftir eða lausnirnar ekki virkað. Það byggir enginn upp félagslegan stöðugleika með plástralækningum við gerð kjarasamninga í verkföllum. Komum á félagslegu kerfi sem virkar Þetta verður að vera gert heildstætt, með framtíðarsýn og byggt upp á traustum grunni. Við getum sótt fyrirmyndirnar til annarra þjóða sem hafa byggt upp svona kerfi, það er okkar að velja það besta. Hugsanlega eigum við fyrir þessu ef skipt verður um gjaldmiðil, kostnaðurinn vegna krónunnar er mikill, ótrúlegar upphæðir í milljörðum hafa verið nefndar hvað hún kostar okkur. Þeim fjármunum yrði betur varið í að auka jöfnuð í samfélaginu en í þá botnlausu hít að halda krónunni lifandi. Grunnurinn að félagslegum stöðugleika er öflugt atvinnulíf og friður á vinnumarkaði. Við séum meðvituð um hvað er til skiptanna við gerð kjarasamninga og þeir sem betur hafa það verða að leggja sitt af mörkum til að fjármagna verkefnið með réttlátara skattkerfi. Það vilja allir meiri jöfnuð í samfélagið. Þurfum nýjan drifkraft í stjórnmálin Það þarf nýtt afl til forystu inn í íslensk stjórnmál til að gera breytingar, afl sem er tilbúið er að fara nýjar leiðir, hefur hugmyndafræðina og kjarkinn til að koma þessu á. Eru gömlu flokkarnir ekki fullreyndir jafnvel þó þeir beri fyrir sig félagshyggju og jöfnuð? Flokkarnir hafa einangrað sig frá almenningi í landinu og eru ekki að svara þeim kröfum sem kallað er eftir varðandi breytingar á flestum sviðum. Það þarf að hlusta á kröfur frá samtökum launamanna, en þær þurfa líka að vera raunsæjar og ábyrgar. Til að byggja upp aukinn jöfnuð í þessu litla samfélagi okkar þá verður að koma á félagslegum stöðugleika þannig að allir fái að njóta þess sem þetta auðuga land býður upp á, en ekki bara sumir. Aukum jöfnuð í samfélaginu og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Til að koma á auknum jöfnuði í samfélagið þurfum við að koma á efnahagslegum stöðugleika sem er varanlegur til framtíðar. Efnahagslegur óstöðuleiki er ein helsta ástæða þess að félagsleg úrræði og kerfi hafa ekki náð að byggjast upp og festa sig í sessi hjá okkur til að tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu. Þetta er eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að fara í til að tryggja stöðu þeirra sem lökustu hafa kjörin og um leið er kominn grunnur fyrir vinnumarkaðsmódel sem tryggt getur meiri frið á vinnumarkaði. Stjórnmálin verða að vera tilbúin að axla ábyrgð á þeim félagslega stöðugleika sem vinnumarkaðurinn er alltaf að kalla eftir og vill fá sem öryggisventil við gerð kjarasamninga. Þegar því markmiði er náð er kominn grundvöllur fyrir því að koma á samfélagssáttmála þvert á pólitíska flokka til að tryggja tilvist svona kerfis sem allir ætla að standa með og halda vörð um. Að allir geti alið börnin sín upp í öruggu húsnæði og framfleytt sér og sínum með sjálfsvirðinguna í lagi eru mannréttindi sem við verðum að tryggja. Allir þeir sáttmálar og samningar um félagslegar lausnir sem gerðir hafa verið við gerð kjarasamninga hafa ítrekað ekki gengið eftir eða lausnirnar ekki virkað. Það byggir enginn upp félagslegan stöðugleika með plástralækningum við gerð kjarasamninga í verkföllum. Komum á félagslegu kerfi sem virkar Þetta verður að vera gert heildstætt, með framtíðarsýn og byggt upp á traustum grunni. Við getum sótt fyrirmyndirnar til annarra þjóða sem hafa byggt upp svona kerfi, það er okkar að velja það besta. Hugsanlega eigum við fyrir þessu ef skipt verður um gjaldmiðil, kostnaðurinn vegna krónunnar er mikill, ótrúlegar upphæðir í milljörðum hafa verið nefndar hvað hún kostar okkur. Þeim fjármunum yrði betur varið í að auka jöfnuð í samfélaginu en í þá botnlausu hít að halda krónunni lifandi. Grunnurinn að félagslegum stöðugleika er öflugt atvinnulíf og friður á vinnumarkaði. Við séum meðvituð um hvað er til skiptanna við gerð kjarasamninga og þeir sem betur hafa það verða að leggja sitt af mörkum til að fjármagna verkefnið með réttlátara skattkerfi. Það vilja allir meiri jöfnuð í samfélagið. Þurfum nýjan drifkraft í stjórnmálin Það þarf nýtt afl til forystu inn í íslensk stjórnmál til að gera breytingar, afl sem er tilbúið er að fara nýjar leiðir, hefur hugmyndafræðina og kjarkinn til að koma þessu á. Eru gömlu flokkarnir ekki fullreyndir jafnvel þó þeir beri fyrir sig félagshyggju og jöfnuð? Flokkarnir hafa einangrað sig frá almenningi í landinu og eru ekki að svara þeim kröfum sem kallað er eftir varðandi breytingar á flestum sviðum. Það þarf að hlusta á kröfur frá samtökum launamanna, en þær þurfa líka að vera raunsæjar og ábyrgar. Til að byggja upp aukinn jöfnuð í þessu litla samfélagi okkar þá verður að koma á félagslegum stöðugleika þannig að allir fái að njóta þess sem þetta auðuga land býður upp á, en ekki bara sumir. Aukum jöfnuð í samfélaginu og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður .
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar