Sagði ekkert „persónulegt“ við hryðjuverkin í París Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2021 12:52 Teikning af Salah Abdeslam í réttarsal í París í síðustu viku. Réttar er yfir tuttugu manns vegna hryðjuverkanna í París árið 2015, þar af sex að þeim fjarstöddum. AP/Noelle Herrenschmidt Eini eftirlifandi liðsmaður Ríkis íslams úr hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 sagði þau ekki hafa haft neitt persónulegt gegn þeim 130 manns sem þau myrtu. Fyrir dómi í Frakklandi sagði hann hryðjuverkin hafa verið hefnd fyrir loftárásir Frakka í Sýrlandi og Írak. Salah Abdeslam er á meðal tuttugu sakborninga sem svara nú til saka fyrir hryðjuverkaárásina sem var mannskæðasta ofbeldisverk í Frakklandi frá seinna stríði og á meðal verstu hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu. Abdeslam flúði París þegar sjálfsmorðssprengjuvesti hans virkaði ekki 13. nóvember árið 2015. Á sama tíma gerðu níu félagar hans úr Ríki íslams árásir í borginni, vopnaðir sprengjuvestum og skotvopnum. Árásirnar hófust á þjóðarleikvanginum þar sem franska karlalandsliðið í knattspyrnu atti kappi við það þýska. Mesta mannfallið var þó í Bataclan-tónleikahöllinni. Þegar Abdeslam tók til máls í fyrsta skipta skipti við réttarhöldin í morgun var hann klæddur í svart frá toppi til táar og neitaði að taka niður svarta grímu. Sagði hann hryðjuverkin hafa verið svar Ríkis íslams gegn árásum franska hersins á samtökin í Sýrlandi og Írak, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við börðumst við Frakkland, við réðumst á Frakkland, við beindum spjótum okkar að óbreyttum borgurum. Þetta var ekkert persónulegt gegn þeim,“ sagði Abdeslam. Viðurkenndi hann að sú fullyrðing væri sláandi. Henni væri ekki ætlað að strá salti í sárin heldur að sýna þeim sem liðu ólýsanlegan harm einlægni. Neitaði aðild að „illskunni“ í París Á meðal sakborninganna tuttugu eru tveir menn sem Abdeslam fékk til að sækja sig í París og aka með sig til Brussel þar sem hann var síðar handtekinn. Flestir hryðjuverkamannanna voru ýmsist franskir eða belgískir. Sex sakborninganna hafa ekki náðst og er réttað yfir þeim að þeim fjarstöddum. Mohammed Abrini er á meðal sakborninganna í Frakklandi en hann var liðsmaður sama hópsins og Abdeslam. Hann tók þátt í annarri hryðjuverkárás Ríkis íslams á flugvelli og neðanjarðarlestarkerfi Brussel í mars árið 2016 þar sem 32 voru myrtir. Abrini yfirgaf París nóttina sem hryðjuverkin þar voru gerð. „Ég var hvorki leiðtogi né arkítekt þeirrar ilsku sem átti sér stað í Frakklandi. Ég lagði hvorki til skipulagslega né fjárhagslega aðstoð,“ sagði hann við réttarhöldin. Frakkland Tengdar fréttir Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. 8. september 2021 10:51 Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Salah Abdeslam er á meðal tuttugu sakborninga sem svara nú til saka fyrir hryðjuverkaárásina sem var mannskæðasta ofbeldisverk í Frakklandi frá seinna stríði og á meðal verstu hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu. Abdeslam flúði París þegar sjálfsmorðssprengjuvesti hans virkaði ekki 13. nóvember árið 2015. Á sama tíma gerðu níu félagar hans úr Ríki íslams árásir í borginni, vopnaðir sprengjuvestum og skotvopnum. Árásirnar hófust á þjóðarleikvanginum þar sem franska karlalandsliðið í knattspyrnu atti kappi við það þýska. Mesta mannfallið var þó í Bataclan-tónleikahöllinni. Þegar Abdeslam tók til máls í fyrsta skipta skipti við réttarhöldin í morgun var hann klæddur í svart frá toppi til táar og neitaði að taka niður svarta grímu. Sagði hann hryðjuverkin hafa verið svar Ríkis íslams gegn árásum franska hersins á samtökin í Sýrlandi og Írak, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við börðumst við Frakkland, við réðumst á Frakkland, við beindum spjótum okkar að óbreyttum borgurum. Þetta var ekkert persónulegt gegn þeim,“ sagði Abdeslam. Viðurkenndi hann að sú fullyrðing væri sláandi. Henni væri ekki ætlað að strá salti í sárin heldur að sýna þeim sem liðu ólýsanlegan harm einlægni. Neitaði aðild að „illskunni“ í París Á meðal sakborninganna tuttugu eru tveir menn sem Abdeslam fékk til að sækja sig í París og aka með sig til Brussel þar sem hann var síðar handtekinn. Flestir hryðjuverkamannanna voru ýmsist franskir eða belgískir. Sex sakborninganna hafa ekki náðst og er réttað yfir þeim að þeim fjarstöddum. Mohammed Abrini er á meðal sakborninganna í Frakklandi en hann var liðsmaður sama hópsins og Abdeslam. Hann tók þátt í annarri hryðjuverkárás Ríkis íslams á flugvelli og neðanjarðarlestarkerfi Brussel í mars árið 2016 þar sem 32 voru myrtir. Abrini yfirgaf París nóttina sem hryðjuverkin þar voru gerð. „Ég var hvorki leiðtogi né arkítekt þeirrar ilsku sem átti sér stað í Frakklandi. Ég lagði hvorki til skipulagslega né fjárhagslega aðstoð,“ sagði hann við réttarhöldin.
Frakkland Tengdar fréttir Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. 8. september 2021 10:51 Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. 8. september 2021 10:51
Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28