Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 11:04 Úr Skálafirði á sunnudaginn. AP/Sea Shepherd Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru. Fjölmargir fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um veiðina og reiði dýraverndunarsinna. Þar á meðal eru BBC, Guardian og Washington Post. Færeyingar veiða fjölmarga höfrunga og smáhveli á ári hverju en að þessu sinni er talið að met hafi verið sett í fjölda veiddra dýra. Hingað til hafi metið verið um tólf hundruð dýr í einni veiði og var það sett árið 1940, samkvæmt sérfræðingi sem BBC ræddi við. Færeyingar segja veiðar smáhvela vera sjálfbærar og hluta af menningu þeirra. Að mestu eru veiddir grindhvalir en höfrungarnir sem veiddir voru á sunnudaginn eru af tegundinni leiftur. Ráðamenn í Færeyjum segja að ekki hafi staðið til að veiða svo marga höfrunga. Mistök hafi hins vegar verið gerð, samkvæmt Kringvarpinu og þau hafi ekki orðið ljós fyrr en höfrungarnir voru komnir í strand. Þrátt fyrir það voru engin lög brotin og veiðin var samþykkt af yfirvöldum. Dýraverndunarsamtökin Sea Sheperd hafa dreift myndefni af veiðunum á sunnudaginn á netinu, eins og samtökin hafa ítrekað gert á undanförnum árum. Klippa: Höfrungadráp í Færeyjum Sjá einnig: Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Sea Shepherd-samtökin, sem Paul Watson stofnaði, eru þekktust hér á landi fyrir að sökkva tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 og fyrir skemmdarverk á hvalstöðinni í Hvalfirði. Færeyingar eru meðvitaðir um reiðina. Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra, og Sjúrður Skaale, þingmaður jafnaðarmanna, ræddu málið í KFV í gærkvöldi. Sjúrður sagði veiðarnar koma niður á Færeyjum og orðspori Færeyinga en Jacob sagði mikilvægt að Færeyingar standi vörð um rétt sinn til veiðanna. BBC ræddi við blaðamann KFV sem segir Færeyinga hafa brugðist reiða við fréttum af veiðinni í Skálafirði. Fólki þyki allt of mörg dýr hafa verið drepin. Þá gerði miðillinn könnun þar sem rúmlegur helmingur svarenda sagðist andvígur veiðum sem þessum. Tæpur þriðjungur sagðist hlynntur þeim. Þá sýndi önnur könnun að mikill meirihluti Færeyinga vill halda grindhvalaveiðum áfram. Færeyjar Dýr Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Fjölmargir fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um veiðina og reiði dýraverndunarsinna. Þar á meðal eru BBC, Guardian og Washington Post. Færeyingar veiða fjölmarga höfrunga og smáhveli á ári hverju en að þessu sinni er talið að met hafi verið sett í fjölda veiddra dýra. Hingað til hafi metið verið um tólf hundruð dýr í einni veiði og var það sett árið 1940, samkvæmt sérfræðingi sem BBC ræddi við. Færeyingar segja veiðar smáhvela vera sjálfbærar og hluta af menningu þeirra. Að mestu eru veiddir grindhvalir en höfrungarnir sem veiddir voru á sunnudaginn eru af tegundinni leiftur. Ráðamenn í Færeyjum segja að ekki hafi staðið til að veiða svo marga höfrunga. Mistök hafi hins vegar verið gerð, samkvæmt Kringvarpinu og þau hafi ekki orðið ljós fyrr en höfrungarnir voru komnir í strand. Þrátt fyrir það voru engin lög brotin og veiðin var samþykkt af yfirvöldum. Dýraverndunarsamtökin Sea Sheperd hafa dreift myndefni af veiðunum á sunnudaginn á netinu, eins og samtökin hafa ítrekað gert á undanförnum árum. Klippa: Höfrungadráp í Færeyjum Sjá einnig: Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Sea Shepherd-samtökin, sem Paul Watson stofnaði, eru þekktust hér á landi fyrir að sökkva tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 og fyrir skemmdarverk á hvalstöðinni í Hvalfirði. Færeyingar eru meðvitaðir um reiðina. Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra, og Sjúrður Skaale, þingmaður jafnaðarmanna, ræddu málið í KFV í gærkvöldi. Sjúrður sagði veiðarnar koma niður á Færeyjum og orðspori Færeyinga en Jacob sagði mikilvægt að Færeyingar standi vörð um rétt sinn til veiðanna. BBC ræddi við blaðamann KFV sem segir Færeyinga hafa brugðist reiða við fréttum af veiðinni í Skálafirði. Fólki þyki allt of mörg dýr hafa verið drepin. Þá gerði miðillinn könnun þar sem rúmlegur helmingur svarenda sagðist andvígur veiðum sem þessum. Tæpur þriðjungur sagðist hlynntur þeim. Þá sýndi önnur könnun að mikill meirihluti Færeyinga vill halda grindhvalaveiðum áfram.
Færeyjar Dýr Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira