Birna sleit krossband í þriðja sinn: „Engin endalok fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 14:36 Birna Berg Haraldsdóttir ætlar sér að snúa aftur af krafti á næsta ári en veit vel að í því felst gríðarleg áskorun. vísir/vilhelm „Ég fann strax hvað hafði gerst og það fóru alls konar hugsanir í gegnum hausinn,“ segir Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, sem sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum. Birna sleit krossband í hægra hné í stórsigri með ÍBV gegn Gróttu í Coca Cola-bikarnum á föstudagskvöld. Hún hefur áður unnið sig upp úr krossbandsslitum, á báðum hnjám, og veit því vel að nú tekur við langt og strangt endurhæfingarferli. Hún missir af leiktíðinni sem er rétt að hefjast en stefnir nú á næstu leiktíð. „Ég verð alveg að viðurkenna það að yfir helgina hefur þetta verið þannig að eina mínútuna var ég mjög peppuð og fannst ég geta þetta, en næstu var ég kannski hágrenjandi að hugsa um hvort þetta væri þess virði og hvort líkaminn minn væri tilbúinn í þetta. En þetta eru engin endalok fyrir mig og ég myndi aldrei sætta mig við að enda ferilinn svona. Enda ætlaði ég mér að koma heim úr atvinnumennsku og vinna titla með ÍBV. Þetta býr til smá krókaleið að því marki,“ segir Birna sem sneri heim til Íslands úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð. Hugðust búa til sirkusmark og áttu svo að fara út af Þessi 28 ára gamla stórskytta segir sérstaklega svekkjandi að hugsa til þess hvernig hún meiddist í leiknum á föstudag: „Siggi [Sigurður Bragason, þjálfari] tók leikhlé og sagði að við ættum tvær mínútur eftir og svo ætlaði hann að skipta þeim yngri inn á. Við ákváðum þá að búa til sirkusmark og ég hoppa einhvern veginn upp, en Sunnu [Jónsdóttur, liðsfélaga] er hrint á mig og hún lendir á hnénu. Þetta er algjört óhapp og bara ótrúlega svekkjandi en ég þarf að sætta mig við þetta.“ Birna Berg segir lífið tómlegt án handbolta og ætlar sér að snúa aftur á völlinn þrátt fyrir þriðju krossbandsslitin.vísir/vilhelm „Mér finnst þetta rosalega erfitt en ég reyni að hugsa jákvætt. Það eru margir að reyna að hughreysta mann með því að benda á að þetta sé ekki það hræðilegasta sem gæti gerst. En ég er bara handboltakona, ekkert annað, og ef að það er tekið frá manni þá finnst manni lífið vera svo tómlegt. Ég veit að það gæti hljómað dramatískt en handboltinn hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu og ég er bara ekkert tilbúin að enda þetta svona. Mér finnst ég eiga nóg eftir og ætlaði mér stóra hluti í vetur. Það gerir þetta svo svekkjandi,“ segir Birna. Sjaldan liðið eins vel og fyrir þetta tímabil Birna meiddist illa í ökkla í byrjun maí og gat því ekki beitt sér með ÍBV í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Hún varði sumrinu í að vinna sig upp úr því með hjálp styrktarþjálfara: „Ég get þakkað honum mikið fyrir að ég er sterk í fótunum í dag og er vel undirbúin fyrir það sem ég er að fara að ganga í gegnum. Það er alla vega jákvætt. En áður en að krossbandið fór hafði mér sjaldan liðið eins vel. Ég var svo létt á mér, hafði gengið vel í æfingaleikjunum og fann svo mikla tilhlökkun fyrir tímabilinu eftir þetta síðasta tímabil, með endalausum hléum og Covid-pásum. Þá var maður með úrslitakeppnina sem gulrót og svo var hún tekin af manni þegar ég meiddist,“ segir Birna sem vonast til að komast í aðgerð í lok mánaðarins. „Þetta er erfitt en ég er sterk andlega og ef einhver getur tekist á við þetta þá er það ég. Ég hef gert þetta áður og veit alveg hvað ég er að fara út í.“ Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Birna sleit krossband í hægra hné í stórsigri með ÍBV gegn Gróttu í Coca Cola-bikarnum á föstudagskvöld. Hún hefur áður unnið sig upp úr krossbandsslitum, á báðum hnjám, og veit því vel að nú tekur við langt og strangt endurhæfingarferli. Hún missir af leiktíðinni sem er rétt að hefjast en stefnir nú á næstu leiktíð. „Ég verð alveg að viðurkenna það að yfir helgina hefur þetta verið þannig að eina mínútuna var ég mjög peppuð og fannst ég geta þetta, en næstu var ég kannski hágrenjandi að hugsa um hvort þetta væri þess virði og hvort líkaminn minn væri tilbúinn í þetta. En þetta eru engin endalok fyrir mig og ég myndi aldrei sætta mig við að enda ferilinn svona. Enda ætlaði ég mér að koma heim úr atvinnumennsku og vinna titla með ÍBV. Þetta býr til smá krókaleið að því marki,“ segir Birna sem sneri heim til Íslands úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð. Hugðust búa til sirkusmark og áttu svo að fara út af Þessi 28 ára gamla stórskytta segir sérstaklega svekkjandi að hugsa til þess hvernig hún meiddist í leiknum á föstudag: „Siggi [Sigurður Bragason, þjálfari] tók leikhlé og sagði að við ættum tvær mínútur eftir og svo ætlaði hann að skipta þeim yngri inn á. Við ákváðum þá að búa til sirkusmark og ég hoppa einhvern veginn upp, en Sunnu [Jónsdóttur, liðsfélaga] er hrint á mig og hún lendir á hnénu. Þetta er algjört óhapp og bara ótrúlega svekkjandi en ég þarf að sætta mig við þetta.“ Birna Berg segir lífið tómlegt án handbolta og ætlar sér að snúa aftur á völlinn þrátt fyrir þriðju krossbandsslitin.vísir/vilhelm „Mér finnst þetta rosalega erfitt en ég reyni að hugsa jákvætt. Það eru margir að reyna að hughreysta mann með því að benda á að þetta sé ekki það hræðilegasta sem gæti gerst. En ég er bara handboltakona, ekkert annað, og ef að það er tekið frá manni þá finnst manni lífið vera svo tómlegt. Ég veit að það gæti hljómað dramatískt en handboltinn hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu og ég er bara ekkert tilbúin að enda þetta svona. Mér finnst ég eiga nóg eftir og ætlaði mér stóra hluti í vetur. Það gerir þetta svo svekkjandi,“ segir Birna. Sjaldan liðið eins vel og fyrir þetta tímabil Birna meiddist illa í ökkla í byrjun maí og gat því ekki beitt sér með ÍBV í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Hún varði sumrinu í að vinna sig upp úr því með hjálp styrktarþjálfara: „Ég get þakkað honum mikið fyrir að ég er sterk í fótunum í dag og er vel undirbúin fyrir það sem ég er að fara að ganga í gegnum. Það er alla vega jákvætt. En áður en að krossbandið fór hafði mér sjaldan liðið eins vel. Ég var svo létt á mér, hafði gengið vel í æfingaleikjunum og fann svo mikla tilhlökkun fyrir tímabilinu eftir þetta síðasta tímabil, með endalausum hléum og Covid-pásum. Þá var maður með úrslitakeppnina sem gulrót og svo var hún tekin af manni þegar ég meiddist,“ segir Birna sem vonast til að komast í aðgerð í lok mánaðarins. „Þetta er erfitt en ég er sterk andlega og ef einhver getur tekist á við þetta þá er það ég. Ég hef gert þetta áður og veit alveg hvað ég er að fara út í.“
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira