Öruggari með SafeTravel appinu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 8. september 2021 15:30 Nýtt app var kynnt á dögunum sem ætlað er að stuðla að auknu öryggi á ferðalögum hér á landi, SafeTravel appið. Það einfaldar ákvarðanatöku við akstur á Íslandi og veitir upplýsingar í rauntíma um ástand og færð á vegum landsins, á ensku og íslensku. Sambærilegt app hefur ekki verið til fram að þessu. Upplýsingar um ástand vega í rauntíma Lengi hefur verið þörf á að geta með auðveldum hætti fylgst með ástandi vega á Íslandi, sér í lagi yfir vetrartímann. Áhugi Íslendinga á veðrinu er ekki nýtilkominn og stafar ekki hvað síst af nauðsyn. Við sem hér búum þekkjum það vel að veður getur breyst skyndilega og haft áhrif á færð og ferðalög. En erlendir ferðamenn gera sér ekki endilega grein fyrir hversu hratt veður skipast í lofti. Ljóst er að hvort sem um er að ræða heimamenn eða gestkomandi þá kemur sér vel að hafa aðgengilegar upplýsingar um ástand vega í rauntíma. Hvernig virkar appið? SafeTravel appið birtir notendum kort af Íslandi og gerir þeim kleift að merkja inn væntanlega ferð á vegum landsins. Appið teiknar upp leiðina, sýnir ástand vega og varar við ferðalögum ef ófært er einhvers staðar á leiðinni. Þannig má auðveldlega fylgjast með færð á vegum og fá tilkynningar í símann ef aðstæður breytast. SafeTravel appið veitir þessar upplýsingar í rauntíma og notaðir eru litakóðar til að gefa til kynna ástand vega. Nánar er farið í þýðingu mismunandi litakóða í appinu. Viðvaranir og upplýsingar koma síðan fram eftir því sem við á. Í appinu er einnig að finna sniðugt bílpróf sem gott er að renna yfir til að skerpa á kunnáttunni og kynna sér aðstæður í umferðinni. Einnig er listi yfir íslensk vegaskilti og þýðingu þeirra. Appið er hugsað bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn og er því bæði á ensku og íslensku. Íslenskt hugvit Tilgangurinn með gerð appsins er fyrst og fremst að stuðla að öryggi ferðalanga á Íslandi en í SafeTravel appinu sameinast forvarnir, ferðalög, nýsköpun og tækni. Appið er þróað af Stokki hugbúnaðarhúsi í samstarfi við SafeTravel og Sjóvá sem kostar gerð appsins. Vonir standa til að sem flestir nýti sér SafeTravel appið þegar ferðast er um landið en hægt er að sækja appið endurgjaldslaust í App Store eða Google Play. Markmiðið er að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Nýtt app var kynnt á dögunum sem ætlað er að stuðla að auknu öryggi á ferðalögum hér á landi, SafeTravel appið. Það einfaldar ákvarðanatöku við akstur á Íslandi og veitir upplýsingar í rauntíma um ástand og færð á vegum landsins, á ensku og íslensku. Sambærilegt app hefur ekki verið til fram að þessu. Upplýsingar um ástand vega í rauntíma Lengi hefur verið þörf á að geta með auðveldum hætti fylgst með ástandi vega á Íslandi, sér í lagi yfir vetrartímann. Áhugi Íslendinga á veðrinu er ekki nýtilkominn og stafar ekki hvað síst af nauðsyn. Við sem hér búum þekkjum það vel að veður getur breyst skyndilega og haft áhrif á færð og ferðalög. En erlendir ferðamenn gera sér ekki endilega grein fyrir hversu hratt veður skipast í lofti. Ljóst er að hvort sem um er að ræða heimamenn eða gestkomandi þá kemur sér vel að hafa aðgengilegar upplýsingar um ástand vega í rauntíma. Hvernig virkar appið? SafeTravel appið birtir notendum kort af Íslandi og gerir þeim kleift að merkja inn væntanlega ferð á vegum landsins. Appið teiknar upp leiðina, sýnir ástand vega og varar við ferðalögum ef ófært er einhvers staðar á leiðinni. Þannig má auðveldlega fylgjast með færð á vegum og fá tilkynningar í símann ef aðstæður breytast. SafeTravel appið veitir þessar upplýsingar í rauntíma og notaðir eru litakóðar til að gefa til kynna ástand vega. Nánar er farið í þýðingu mismunandi litakóða í appinu. Viðvaranir og upplýsingar koma síðan fram eftir því sem við á. Í appinu er einnig að finna sniðugt bílpróf sem gott er að renna yfir til að skerpa á kunnáttunni og kynna sér aðstæður í umferðinni. Einnig er listi yfir íslensk vegaskilti og þýðingu þeirra. Appið er hugsað bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn og er því bæði á ensku og íslensku. Íslenskt hugvit Tilgangurinn með gerð appsins er fyrst og fremst að stuðla að öryggi ferðalanga á Íslandi en í SafeTravel appinu sameinast forvarnir, ferðalög, nýsköpun og tækni. Appið er þróað af Stokki hugbúnaðarhúsi í samstarfi við SafeTravel og Sjóvá sem kostar gerð appsins. Vonir standa til að sem flestir nýti sér SafeTravel appið þegar ferðast er um landið en hægt er að sækja appið endurgjaldslaust í App Store eða Google Play. Markmiðið er að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar