Fjölmiðlamógúll mildar loftslagsafneitun Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 23:41 Loftslagsaðgerðasinni með grímu sem á að líkjast Rupert Murdoch mótmælir fyrir utan skrifstofur útgáfufélagsins The Herald and Weekly Times, eins fyrirtækja News Corp, í Melbourne í mars. Vísir/EPA Fjölmiðlar Ruperts Murdoch í heimalandinu Ástralíu er nú sagðir leggja drög að ritstjórnargreinum sem tala fyrir kolefnishlutleysi. Þeir hafa fram að þessu verið þekktir fyrir afneitun og að þyrla upp moðreyk um loftslagsmál. Stjórnendur News Corp, móðurfyrirtækis fjölmiðla eins og Sky News-sjónvarpsstöðvarinnar, boða umfjallanir og leiðara í dagblöðum og sjónvarpi um hvernig Ástralíu getur náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 líkt og margar aðrar þjóðir stefna að til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. Áströlsk stjórnvöld hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum og miðlar Murdoch hafa um árabil reynt að þvæla umræðuna til þess að véfengja alvarleika loftslagsbreytinga og ábyrgð manna á þeim. New York Times lýsir Sky News-sjónvarpsstöðinni sem öfgafyllsta miðli News Corp. Stöðinni var meðal annars bannað að deila efni á samfélagsmiðlinum Youtube í viku fyrir að brjóta notendaskilmála hans um upplýsingafals um kórónuveirufaraldurinn í síðasta mánuði. Fyrir tveimur árum lýsti þáttastjórnandi á stöðinni loftslagsbreytingum sem „sviksamlegum og hættulegum sértrúarsöfnuði“ þar sem annarlegir hagsmunir byggju að baki. Dagblöð News Corp hafa svo reglulega birt vafasamar greinar sem eru á mörk frétta og skoðanapistla. Ætli News Corp raunverulega að vinda kvæði sínu í kross í loftslagsmálum gæti það liðkað fyrir stefnubreytingu hjá ríkisstjórn íhaldsmanna sem hefur fram að þessu þráast við að setja Ástralíu metnaðarfull markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Það gæti einnig sett þrýsting á fjölmiðla Murdoch annars staðar eins og Fox News í Bandaríkjunum og bresku dagblöðum hans sem hafa lengi hamast gegn loftslagsvísindum og aðgerðum. Rupert Murdoch hefur verið einn umsvifamesti fjölmiðlaútgefandi í heiminum um áratugaskeið. Margir fjölmiðlar hans hafa rekið harðan áróður gegn loftslagsaðgerðum.Vísir/EPA Brella til að endurhæfa ímynd „loftslagsvarmennis“ Ekki eru allir bjartsýnir á að News Corp hafi séð að sér. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segist fullur efasemda. „Þar til Rupert Murdoch og News Corp taka í tauminn á varðhundum sínum á Fox News og The Wall Street Journal, sem halda áfram að halda á lofti upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar daglega, ætti að líta á þessi innantómu loforð sem örvæntingarfulla brellu sem er ætlað að endurhæfa opinbera ímynd leiðandi loftslagsvarmennis,“ segir Mann. Aðrir vara við hættunni á að News Corp ætli aðeins að færa sig úr harðri loftslagsafneitun yfir í að tala fyrir því að loftslagsaðgerðum verði frestað með marklausum langtímamarkmiðum og falslausnum. Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra sem varð oft fyrir barðinu á News Corp og var settur af á sínum tíma vegna ágreinings innan Frjálslynda flokksins um loftslagsmál, segir að nokkurra vikna umfjöllun frá News Corp eyði ekki langri sögu loftslagsafneitunar í miðlum þess. Fjölmiðlarisinn verði að hætta að berja á málsvörum loftslagsaðgerða á sama tíma og hann haldi hlífiskildi yfir íhaldssömum þingmönnum sem standi í vegi þeirra. „Þessi hægrisinnaði popúliski loftslagsafneitunararmur bandalagssins hefur mikil áhrif og er grunnur fjölmiðla News Corp. Þar lifa þeir og þrífast. Ef það verður breyting þar gæti það skipt sköpum,“ segir Turnbull. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Turnbull ræða News Corp og loftslagsmál í umræðuþætti í Ástralíu í fyrra. Loftslagsmál Ástralía Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Stjórnendur News Corp, móðurfyrirtækis fjölmiðla eins og Sky News-sjónvarpsstöðvarinnar, boða umfjallanir og leiðara í dagblöðum og sjónvarpi um hvernig Ástralíu getur náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 líkt og margar aðrar þjóðir stefna að til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. Áströlsk stjórnvöld hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum og miðlar Murdoch hafa um árabil reynt að þvæla umræðuna til þess að véfengja alvarleika loftslagsbreytinga og ábyrgð manna á þeim. New York Times lýsir Sky News-sjónvarpsstöðinni sem öfgafyllsta miðli News Corp. Stöðinni var meðal annars bannað að deila efni á samfélagsmiðlinum Youtube í viku fyrir að brjóta notendaskilmála hans um upplýsingafals um kórónuveirufaraldurinn í síðasta mánuði. Fyrir tveimur árum lýsti þáttastjórnandi á stöðinni loftslagsbreytingum sem „sviksamlegum og hættulegum sértrúarsöfnuði“ þar sem annarlegir hagsmunir byggju að baki. Dagblöð News Corp hafa svo reglulega birt vafasamar greinar sem eru á mörk frétta og skoðanapistla. Ætli News Corp raunverulega að vinda kvæði sínu í kross í loftslagsmálum gæti það liðkað fyrir stefnubreytingu hjá ríkisstjórn íhaldsmanna sem hefur fram að þessu þráast við að setja Ástralíu metnaðarfull markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Það gæti einnig sett þrýsting á fjölmiðla Murdoch annars staðar eins og Fox News í Bandaríkjunum og bresku dagblöðum hans sem hafa lengi hamast gegn loftslagsvísindum og aðgerðum. Rupert Murdoch hefur verið einn umsvifamesti fjölmiðlaútgefandi í heiminum um áratugaskeið. Margir fjölmiðlar hans hafa rekið harðan áróður gegn loftslagsaðgerðum.Vísir/EPA Brella til að endurhæfa ímynd „loftslagsvarmennis“ Ekki eru allir bjartsýnir á að News Corp hafi séð að sér. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segist fullur efasemda. „Þar til Rupert Murdoch og News Corp taka í tauminn á varðhundum sínum á Fox News og The Wall Street Journal, sem halda áfram að halda á lofti upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar daglega, ætti að líta á þessi innantómu loforð sem örvæntingarfulla brellu sem er ætlað að endurhæfa opinbera ímynd leiðandi loftslagsvarmennis,“ segir Mann. Aðrir vara við hættunni á að News Corp ætli aðeins að færa sig úr harðri loftslagsafneitun yfir í að tala fyrir því að loftslagsaðgerðum verði frestað með marklausum langtímamarkmiðum og falslausnum. Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra sem varð oft fyrir barðinu á News Corp og var settur af á sínum tíma vegna ágreinings innan Frjálslynda flokksins um loftslagsmál, segir að nokkurra vikna umfjöllun frá News Corp eyði ekki langri sögu loftslagsafneitunar í miðlum þess. Fjölmiðlarisinn verði að hætta að berja á málsvörum loftslagsaðgerða á sama tíma og hann haldi hlífiskildi yfir íhaldssömum þingmönnum sem standi í vegi þeirra. „Þessi hægrisinnaði popúliski loftslagsafneitunararmur bandalagssins hefur mikil áhrif og er grunnur fjölmiðla News Corp. Þar lifa þeir og þrífast. Ef það verður breyting þar gæti það skipt sköpum,“ segir Turnbull. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Turnbull ræða News Corp og loftslagsmál í umræðuþætti í Ástralíu í fyrra.
Loftslagsmál Ástralía Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10
Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10
Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34