Hver er næstur, kannski ég eða þú? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 6. september 2021 21:01 Það markar fólk að vera rifið upp með rótum úr umhverfi sínu vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða vegna félagslegra aðstæðna. Það hefur verið sárt að fylgjast með örlögum flóttafólks síðustu árin vegna stríðsátaka og hörmunga m.a. í Miðausturlöndum og fréttir frá Afganistan vekja mann enn og aftur til umhugsunar um sára neyð fjölmargra sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Íslenskir flóttamenn Fyrr á árinu fékk ég hringingu frá góðum félaga sem sagði mér að mín væri getið í nýjustu Útkallsbókinni, að ég væri „laumufarþegi“ um borð í Gjafari VE sem sigldi frá Vestmannaeyjum um miðja nótt. Eldgos var hafið í Heimaey og íbúum eyjarinnar var gert að yfirgefa hana í skyndi. Móðir mín var einn farþeganna, ófrísk af mér. Foreldrar mínir eru fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og þar bjó öll mín nánasta fjölskylda. Vegna gossins dreifðist hún um land allt. Vel var tekið á móti mínu fólki í Neskaupstað, svo vel að foreldrar mínir komust aldrei lengra þaðan en til Eskifjarðar. Alltaf var ferðinni heitið heim til Vestmannaeyja en það varð þó aldrei. Ég er að sjálfsögðu ekki að líkja stöðu minnar fjölskyldu við stöðu flóttafólks en við Íslendingar ættum að hafa allar forsendur til að sýna stöðu flóttafólks skilning. Fjölskyldusaga mín er eitt dæmi en þau eru auðvitað miklu fleiri meðal Íslendinga. Hvað voru t.d. Vesturfararnir annað en flóttafólk? Sýnum ábyrgð Af þessum ástæðum á ég erfitt með að sýna fólki skilning sem tortryggir flóttafólk og telur það ekki eiga erindi hingað. Að taka vel á móti fólki á flótta getur skipt sköpum fyrir framtíð þess og samfélagsins. Það þarf að vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum og samtímis að horfa til framtíðar; hvernig það geti byggt upp nýtt líf fyrir sig og sína, en einnig tekið þátt í okkar góða samfélagi. Í sumum tilfellum er hægt að vinna að því að komast aftur heim en því miður er það ekki raunhæfur kostur fyrir alla. Mannúðleg móttaka fólks á flótta Samfylkingin hefur sett sér stefnu um þessi mál. Við viljum taka betur á móti fólki af erlendum uppruna, móta nýja stefnu um fólk á flótta með mannúð að leiðarljósi og láta af þrengstu túlkunum á útlendingalögum við meðferð á umsóknum. Flokkurinn vill að hætt verði að vísa burt barnafjölskyldum sem fest hafa hér rætur og senda fólk til óöruggra ríkja. Sýnum ábyrgð sem manneskjur og bjóðum fólk í neyð velkomið. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fjarðabyggð Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það markar fólk að vera rifið upp með rótum úr umhverfi sínu vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða vegna félagslegra aðstæðna. Það hefur verið sárt að fylgjast með örlögum flóttafólks síðustu árin vegna stríðsátaka og hörmunga m.a. í Miðausturlöndum og fréttir frá Afganistan vekja mann enn og aftur til umhugsunar um sára neyð fjölmargra sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Íslenskir flóttamenn Fyrr á árinu fékk ég hringingu frá góðum félaga sem sagði mér að mín væri getið í nýjustu Útkallsbókinni, að ég væri „laumufarþegi“ um borð í Gjafari VE sem sigldi frá Vestmannaeyjum um miðja nótt. Eldgos var hafið í Heimaey og íbúum eyjarinnar var gert að yfirgefa hana í skyndi. Móðir mín var einn farþeganna, ófrísk af mér. Foreldrar mínir eru fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og þar bjó öll mín nánasta fjölskylda. Vegna gossins dreifðist hún um land allt. Vel var tekið á móti mínu fólki í Neskaupstað, svo vel að foreldrar mínir komust aldrei lengra þaðan en til Eskifjarðar. Alltaf var ferðinni heitið heim til Vestmannaeyja en það varð þó aldrei. Ég er að sjálfsögðu ekki að líkja stöðu minnar fjölskyldu við stöðu flóttafólks en við Íslendingar ættum að hafa allar forsendur til að sýna stöðu flóttafólks skilning. Fjölskyldusaga mín er eitt dæmi en þau eru auðvitað miklu fleiri meðal Íslendinga. Hvað voru t.d. Vesturfararnir annað en flóttafólk? Sýnum ábyrgð Af þessum ástæðum á ég erfitt með að sýna fólki skilning sem tortryggir flóttafólk og telur það ekki eiga erindi hingað. Að taka vel á móti fólki á flótta getur skipt sköpum fyrir framtíð þess og samfélagsins. Það þarf að vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum og samtímis að horfa til framtíðar; hvernig það geti byggt upp nýtt líf fyrir sig og sína, en einnig tekið þátt í okkar góða samfélagi. Í sumum tilfellum er hægt að vinna að því að komast aftur heim en því miður er það ekki raunhæfur kostur fyrir alla. Mannúðleg móttaka fólks á flótta Samfylkingin hefur sett sér stefnu um þessi mál. Við viljum taka betur á móti fólki af erlendum uppruna, móta nýja stefnu um fólk á flótta með mannúð að leiðarljósi og láta af þrengstu túlkunum á útlendingalögum við meðferð á umsóknum. Flokkurinn vill að hætt verði að vísa burt barnafjölskyldum sem fest hafa hér rætur og senda fólk til óöruggra ríkja. Sýnum ábyrgð sem manneskjur og bjóðum fólk í neyð velkomið. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun