Hver er næstur, kannski ég eða þú? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 6. september 2021 21:01 Það markar fólk að vera rifið upp með rótum úr umhverfi sínu vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða vegna félagslegra aðstæðna. Það hefur verið sárt að fylgjast með örlögum flóttafólks síðustu árin vegna stríðsátaka og hörmunga m.a. í Miðausturlöndum og fréttir frá Afganistan vekja mann enn og aftur til umhugsunar um sára neyð fjölmargra sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Íslenskir flóttamenn Fyrr á árinu fékk ég hringingu frá góðum félaga sem sagði mér að mín væri getið í nýjustu Útkallsbókinni, að ég væri „laumufarþegi“ um borð í Gjafari VE sem sigldi frá Vestmannaeyjum um miðja nótt. Eldgos var hafið í Heimaey og íbúum eyjarinnar var gert að yfirgefa hana í skyndi. Móðir mín var einn farþeganna, ófrísk af mér. Foreldrar mínir eru fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og þar bjó öll mín nánasta fjölskylda. Vegna gossins dreifðist hún um land allt. Vel var tekið á móti mínu fólki í Neskaupstað, svo vel að foreldrar mínir komust aldrei lengra þaðan en til Eskifjarðar. Alltaf var ferðinni heitið heim til Vestmannaeyja en það varð þó aldrei. Ég er að sjálfsögðu ekki að líkja stöðu minnar fjölskyldu við stöðu flóttafólks en við Íslendingar ættum að hafa allar forsendur til að sýna stöðu flóttafólks skilning. Fjölskyldusaga mín er eitt dæmi en þau eru auðvitað miklu fleiri meðal Íslendinga. Hvað voru t.d. Vesturfararnir annað en flóttafólk? Sýnum ábyrgð Af þessum ástæðum á ég erfitt með að sýna fólki skilning sem tortryggir flóttafólk og telur það ekki eiga erindi hingað. Að taka vel á móti fólki á flótta getur skipt sköpum fyrir framtíð þess og samfélagsins. Það þarf að vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum og samtímis að horfa til framtíðar; hvernig það geti byggt upp nýtt líf fyrir sig og sína, en einnig tekið þátt í okkar góða samfélagi. Í sumum tilfellum er hægt að vinna að því að komast aftur heim en því miður er það ekki raunhæfur kostur fyrir alla. Mannúðleg móttaka fólks á flótta Samfylkingin hefur sett sér stefnu um þessi mál. Við viljum taka betur á móti fólki af erlendum uppruna, móta nýja stefnu um fólk á flótta með mannúð að leiðarljósi og láta af þrengstu túlkunum á útlendingalögum við meðferð á umsóknum. Flokkurinn vill að hætt verði að vísa burt barnafjölskyldum sem fest hafa hér rætur og senda fólk til óöruggra ríkja. Sýnum ábyrgð sem manneskjur og bjóðum fólk í neyð velkomið. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fjarðabyggð Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það markar fólk að vera rifið upp með rótum úr umhverfi sínu vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða vegna félagslegra aðstæðna. Það hefur verið sárt að fylgjast með örlögum flóttafólks síðustu árin vegna stríðsátaka og hörmunga m.a. í Miðausturlöndum og fréttir frá Afganistan vekja mann enn og aftur til umhugsunar um sára neyð fjölmargra sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Íslenskir flóttamenn Fyrr á árinu fékk ég hringingu frá góðum félaga sem sagði mér að mín væri getið í nýjustu Útkallsbókinni, að ég væri „laumufarþegi“ um borð í Gjafari VE sem sigldi frá Vestmannaeyjum um miðja nótt. Eldgos var hafið í Heimaey og íbúum eyjarinnar var gert að yfirgefa hana í skyndi. Móðir mín var einn farþeganna, ófrísk af mér. Foreldrar mínir eru fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og þar bjó öll mín nánasta fjölskylda. Vegna gossins dreifðist hún um land allt. Vel var tekið á móti mínu fólki í Neskaupstað, svo vel að foreldrar mínir komust aldrei lengra þaðan en til Eskifjarðar. Alltaf var ferðinni heitið heim til Vestmannaeyja en það varð þó aldrei. Ég er að sjálfsögðu ekki að líkja stöðu minnar fjölskyldu við stöðu flóttafólks en við Íslendingar ættum að hafa allar forsendur til að sýna stöðu flóttafólks skilning. Fjölskyldusaga mín er eitt dæmi en þau eru auðvitað miklu fleiri meðal Íslendinga. Hvað voru t.d. Vesturfararnir annað en flóttafólk? Sýnum ábyrgð Af þessum ástæðum á ég erfitt með að sýna fólki skilning sem tortryggir flóttafólk og telur það ekki eiga erindi hingað. Að taka vel á móti fólki á flótta getur skipt sköpum fyrir framtíð þess og samfélagsins. Það þarf að vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum og samtímis að horfa til framtíðar; hvernig það geti byggt upp nýtt líf fyrir sig og sína, en einnig tekið þátt í okkar góða samfélagi. Í sumum tilfellum er hægt að vinna að því að komast aftur heim en því miður er það ekki raunhæfur kostur fyrir alla. Mannúðleg móttaka fólks á flótta Samfylkingin hefur sett sér stefnu um þessi mál. Við viljum taka betur á móti fólki af erlendum uppruna, móta nýja stefnu um fólk á flótta með mannúð að leiðarljósi og láta af þrengstu túlkunum á útlendingalögum við meðferð á umsóknum. Flokkurinn vill að hætt verði að vísa burt barnafjölskyldum sem fest hafa hér rætur og senda fólk til óöruggra ríkja. Sýnum ábyrgð sem manneskjur og bjóðum fólk í neyð velkomið. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun