Hver er næstur, kannski ég eða þú? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 6. september 2021 21:01 Það markar fólk að vera rifið upp með rótum úr umhverfi sínu vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða vegna félagslegra aðstæðna. Það hefur verið sárt að fylgjast með örlögum flóttafólks síðustu árin vegna stríðsátaka og hörmunga m.a. í Miðausturlöndum og fréttir frá Afganistan vekja mann enn og aftur til umhugsunar um sára neyð fjölmargra sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Íslenskir flóttamenn Fyrr á árinu fékk ég hringingu frá góðum félaga sem sagði mér að mín væri getið í nýjustu Útkallsbókinni, að ég væri „laumufarþegi“ um borð í Gjafari VE sem sigldi frá Vestmannaeyjum um miðja nótt. Eldgos var hafið í Heimaey og íbúum eyjarinnar var gert að yfirgefa hana í skyndi. Móðir mín var einn farþeganna, ófrísk af mér. Foreldrar mínir eru fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og þar bjó öll mín nánasta fjölskylda. Vegna gossins dreifðist hún um land allt. Vel var tekið á móti mínu fólki í Neskaupstað, svo vel að foreldrar mínir komust aldrei lengra þaðan en til Eskifjarðar. Alltaf var ferðinni heitið heim til Vestmannaeyja en það varð þó aldrei. Ég er að sjálfsögðu ekki að líkja stöðu minnar fjölskyldu við stöðu flóttafólks en við Íslendingar ættum að hafa allar forsendur til að sýna stöðu flóttafólks skilning. Fjölskyldusaga mín er eitt dæmi en þau eru auðvitað miklu fleiri meðal Íslendinga. Hvað voru t.d. Vesturfararnir annað en flóttafólk? Sýnum ábyrgð Af þessum ástæðum á ég erfitt með að sýna fólki skilning sem tortryggir flóttafólk og telur það ekki eiga erindi hingað. Að taka vel á móti fólki á flótta getur skipt sköpum fyrir framtíð þess og samfélagsins. Það þarf að vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum og samtímis að horfa til framtíðar; hvernig það geti byggt upp nýtt líf fyrir sig og sína, en einnig tekið þátt í okkar góða samfélagi. Í sumum tilfellum er hægt að vinna að því að komast aftur heim en því miður er það ekki raunhæfur kostur fyrir alla. Mannúðleg móttaka fólks á flótta Samfylkingin hefur sett sér stefnu um þessi mál. Við viljum taka betur á móti fólki af erlendum uppruna, móta nýja stefnu um fólk á flótta með mannúð að leiðarljósi og láta af þrengstu túlkunum á útlendingalögum við meðferð á umsóknum. Flokkurinn vill að hætt verði að vísa burt barnafjölskyldum sem fest hafa hér rætur og senda fólk til óöruggra ríkja. Sýnum ábyrgð sem manneskjur og bjóðum fólk í neyð velkomið. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fjarðabyggð Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það markar fólk að vera rifið upp með rótum úr umhverfi sínu vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða vegna félagslegra aðstæðna. Það hefur verið sárt að fylgjast með örlögum flóttafólks síðustu árin vegna stríðsátaka og hörmunga m.a. í Miðausturlöndum og fréttir frá Afganistan vekja mann enn og aftur til umhugsunar um sára neyð fjölmargra sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Íslenskir flóttamenn Fyrr á árinu fékk ég hringingu frá góðum félaga sem sagði mér að mín væri getið í nýjustu Útkallsbókinni, að ég væri „laumufarþegi“ um borð í Gjafari VE sem sigldi frá Vestmannaeyjum um miðja nótt. Eldgos var hafið í Heimaey og íbúum eyjarinnar var gert að yfirgefa hana í skyndi. Móðir mín var einn farþeganna, ófrísk af mér. Foreldrar mínir eru fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og þar bjó öll mín nánasta fjölskylda. Vegna gossins dreifðist hún um land allt. Vel var tekið á móti mínu fólki í Neskaupstað, svo vel að foreldrar mínir komust aldrei lengra þaðan en til Eskifjarðar. Alltaf var ferðinni heitið heim til Vestmannaeyja en það varð þó aldrei. Ég er að sjálfsögðu ekki að líkja stöðu minnar fjölskyldu við stöðu flóttafólks en við Íslendingar ættum að hafa allar forsendur til að sýna stöðu flóttafólks skilning. Fjölskyldusaga mín er eitt dæmi en þau eru auðvitað miklu fleiri meðal Íslendinga. Hvað voru t.d. Vesturfararnir annað en flóttafólk? Sýnum ábyrgð Af þessum ástæðum á ég erfitt með að sýna fólki skilning sem tortryggir flóttafólk og telur það ekki eiga erindi hingað. Að taka vel á móti fólki á flótta getur skipt sköpum fyrir framtíð þess og samfélagsins. Það þarf að vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum og samtímis að horfa til framtíðar; hvernig það geti byggt upp nýtt líf fyrir sig og sína, en einnig tekið þátt í okkar góða samfélagi. Í sumum tilfellum er hægt að vinna að því að komast aftur heim en því miður er það ekki raunhæfur kostur fyrir alla. Mannúðleg móttaka fólks á flótta Samfylkingin hefur sett sér stefnu um þessi mál. Við viljum taka betur á móti fólki af erlendum uppruna, móta nýja stefnu um fólk á flótta með mannúð að leiðarljósi og láta af þrengstu túlkunum á útlendingalögum við meðferð á umsóknum. Flokkurinn vill að hætt verði að vísa burt barnafjölskyldum sem fest hafa hér rætur og senda fólk til óöruggra ríkja. Sýnum ábyrgð sem manneskjur og bjóðum fólk í neyð velkomið. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun