Réttur dýra til lífs og velvildar Sigríður Gísladóttir og Brynhildur Björnsdóttir skrifa 3. september 2021 18:01 Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin. Um tíma þóttu ekki bara gagnleg dýr, heldur líka greind dýr, falleg og skemmtileg hafa meiri rétt til tilveru og virðingar en önnur. Það er nú viðurkennt að dýr hafi ákveðið gildi í sjálfu sér sem er óháð nytsemi dýrsins fyrir manneskjur. Greind dýra eða skemmtilegheit á ekki að ráða þeirri virðingu sem dýri ber að sýna heldur ber okkur að umgangast dýr af virðingu jafnvel þó þau séu meindýr eða á einhvern hátt óæskileg í huga mannfólks. Sífellt fleiri kjósa að neyta ekki dýraafurða af siðferðislegum ástæðum og dýravelferð á þar stóran hlut. Það hefur því skapast mikill þrýstingur á bændur og aðra sem lifa af framleiðslu dýraafurða til að hugsa vel um dýrin sín umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja nægar afurðir. Árið 2013 tóku gildi á Íslandi lög um dýravelferð sem voru bylting á margan hátt. Stjórnsýsla dýravelferðarmála færðist á einn stað og batnaði til muna og dýravelferð fékk mikilvægan sess og athygli og þau endurspegla siðfræði dýravelferðar á nokkuð góðan hátt. Það er þó löngu tímabært að taka lög um dýravelferð til endurskoðunar, enda voru lögin ekki fullkomin og bera of mikið með sér að um erfiðar málamiðlanir hafi verið að ræða. Öll dýr eiga rétt á mannúðlegri aflífun og sérstök reglugerð er til um vernd dýra við aflífun. Þar eru miklar kröfur gerðar til sláturhúsa og bænda um aðferðir sem eru heimilar og kröfur um að fólk hafi ákveðna staðfesta kunnáttu til að aflífa dýr. Það eru þó ekki öll dýr svo heppin að falla undir hatt þeirra reglna. Í lögum um dýravelferð er núna sérstaklega tekið fram að heimilt sé að aflífa villta minka með drekkingu, meðan það er aðferð sem er talin ómannúðleg fyrir öll önnur dýr, þar með talið aliminka, þó þeir séu af sömu tegund og hinir villtu sem má drekkja. Þetta er sennilega stærsti siðferðislegi gallinn við lögin. Drekking er einn versti dauðdagi sem hægt er að ímynda sér og rannsóknir hafa sýnt að dýr sem geta synt og kafað, líkt og minkurinn, séu jafnvel lengur í dauðastríðinu en önnur. Í stefnu Vinstri grænna bæði í neytendamálum og landbúnaðarmálum kemur skýrt fram mikilvægi þess að dýravelferð sé haldið hátt á lofti og sé hluti af þeirri sjálfbæru matvælaframleiðslu sem við viljum stunda. Réttur neytenda til að vera upplýstur um aðbúnað þeirra dýra sem framleiða matvælin og afurðirnar þarf að vera sterkur og varinn. Eins þarf að tryggja að upplýsingar komi fram um aðbúnað dýra á innfluttum dýraafurðum. Þannig gætu íslenskir bændur orðið betur samkeppnishæfir í hinni eilífu baráttu um pláss í hillum neytenda. Tryggja þarf að dýravelferðarlög eigi við um öll dýr og allar athafnir manneskjunnar sem snerta dýr og því ætti að vera forgangsverkefni að setja skýrar reglur um dýragarða og dýrahald í sýningaskyni, hvort sem um villt eða tamin dýr er að ræða. Sjálfbærnihugtakið er leiðarljós Vinstri grænna og bætt siðferði í allri nýtingu og viðhorfum til dýra er hluti af bættri sjálfbærni. Sigríður Gísladóttir er dýralæknir og skipar 3. sæti á lista VG í NorðvesturkjördæmiHöfundur borðar dýraafurðir Brynhildur Björnsdóttir er fjölmiðla- og söngkona og skipar 4. sæti á lista VG í Reykjavík suður Höfundur borðar ekki kjöt af dýrum með fætur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Dýraheilbrigði Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Sjá meira
Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin. Um tíma þóttu ekki bara gagnleg dýr, heldur líka greind dýr, falleg og skemmtileg hafa meiri rétt til tilveru og virðingar en önnur. Það er nú viðurkennt að dýr hafi ákveðið gildi í sjálfu sér sem er óháð nytsemi dýrsins fyrir manneskjur. Greind dýra eða skemmtilegheit á ekki að ráða þeirri virðingu sem dýri ber að sýna heldur ber okkur að umgangast dýr af virðingu jafnvel þó þau séu meindýr eða á einhvern hátt óæskileg í huga mannfólks. Sífellt fleiri kjósa að neyta ekki dýraafurða af siðferðislegum ástæðum og dýravelferð á þar stóran hlut. Það hefur því skapast mikill þrýstingur á bændur og aðra sem lifa af framleiðslu dýraafurða til að hugsa vel um dýrin sín umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja nægar afurðir. Árið 2013 tóku gildi á Íslandi lög um dýravelferð sem voru bylting á margan hátt. Stjórnsýsla dýravelferðarmála færðist á einn stað og batnaði til muna og dýravelferð fékk mikilvægan sess og athygli og þau endurspegla siðfræði dýravelferðar á nokkuð góðan hátt. Það er þó löngu tímabært að taka lög um dýravelferð til endurskoðunar, enda voru lögin ekki fullkomin og bera of mikið með sér að um erfiðar málamiðlanir hafi verið að ræða. Öll dýr eiga rétt á mannúðlegri aflífun og sérstök reglugerð er til um vernd dýra við aflífun. Þar eru miklar kröfur gerðar til sláturhúsa og bænda um aðferðir sem eru heimilar og kröfur um að fólk hafi ákveðna staðfesta kunnáttu til að aflífa dýr. Það eru þó ekki öll dýr svo heppin að falla undir hatt þeirra reglna. Í lögum um dýravelferð er núna sérstaklega tekið fram að heimilt sé að aflífa villta minka með drekkingu, meðan það er aðferð sem er talin ómannúðleg fyrir öll önnur dýr, þar með talið aliminka, þó þeir séu af sömu tegund og hinir villtu sem má drekkja. Þetta er sennilega stærsti siðferðislegi gallinn við lögin. Drekking er einn versti dauðdagi sem hægt er að ímynda sér og rannsóknir hafa sýnt að dýr sem geta synt og kafað, líkt og minkurinn, séu jafnvel lengur í dauðastríðinu en önnur. Í stefnu Vinstri grænna bæði í neytendamálum og landbúnaðarmálum kemur skýrt fram mikilvægi þess að dýravelferð sé haldið hátt á lofti og sé hluti af þeirri sjálfbæru matvælaframleiðslu sem við viljum stunda. Réttur neytenda til að vera upplýstur um aðbúnað þeirra dýra sem framleiða matvælin og afurðirnar þarf að vera sterkur og varinn. Eins þarf að tryggja að upplýsingar komi fram um aðbúnað dýra á innfluttum dýraafurðum. Þannig gætu íslenskir bændur orðið betur samkeppnishæfir í hinni eilífu baráttu um pláss í hillum neytenda. Tryggja þarf að dýravelferðarlög eigi við um öll dýr og allar athafnir manneskjunnar sem snerta dýr og því ætti að vera forgangsverkefni að setja skýrar reglur um dýragarða og dýrahald í sýningaskyni, hvort sem um villt eða tamin dýr er að ræða. Sjálfbærnihugtakið er leiðarljós Vinstri grænna og bætt siðferði í allri nýtingu og viðhorfum til dýra er hluti af bættri sjálfbærni. Sigríður Gísladóttir er dýralæknir og skipar 3. sæti á lista VG í NorðvesturkjördæmiHöfundur borðar dýraafurðir Brynhildur Björnsdóttir er fjölmiðla- og söngkona og skipar 4. sæti á lista VG í Reykjavík suður Höfundur borðar ekki kjöt af dýrum með fætur
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun