Réttur dýra til lífs og velvildar Sigríður Gísladóttir og Brynhildur Björnsdóttir skrifa 3. september 2021 18:01 Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin. Um tíma þóttu ekki bara gagnleg dýr, heldur líka greind dýr, falleg og skemmtileg hafa meiri rétt til tilveru og virðingar en önnur. Það er nú viðurkennt að dýr hafi ákveðið gildi í sjálfu sér sem er óháð nytsemi dýrsins fyrir manneskjur. Greind dýra eða skemmtilegheit á ekki að ráða þeirri virðingu sem dýri ber að sýna heldur ber okkur að umgangast dýr af virðingu jafnvel þó þau séu meindýr eða á einhvern hátt óæskileg í huga mannfólks. Sífellt fleiri kjósa að neyta ekki dýraafurða af siðferðislegum ástæðum og dýravelferð á þar stóran hlut. Það hefur því skapast mikill þrýstingur á bændur og aðra sem lifa af framleiðslu dýraafurða til að hugsa vel um dýrin sín umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja nægar afurðir. Árið 2013 tóku gildi á Íslandi lög um dýravelferð sem voru bylting á margan hátt. Stjórnsýsla dýravelferðarmála færðist á einn stað og batnaði til muna og dýravelferð fékk mikilvægan sess og athygli og þau endurspegla siðfræði dýravelferðar á nokkuð góðan hátt. Það er þó löngu tímabært að taka lög um dýravelferð til endurskoðunar, enda voru lögin ekki fullkomin og bera of mikið með sér að um erfiðar málamiðlanir hafi verið að ræða. Öll dýr eiga rétt á mannúðlegri aflífun og sérstök reglugerð er til um vernd dýra við aflífun. Þar eru miklar kröfur gerðar til sláturhúsa og bænda um aðferðir sem eru heimilar og kröfur um að fólk hafi ákveðna staðfesta kunnáttu til að aflífa dýr. Það eru þó ekki öll dýr svo heppin að falla undir hatt þeirra reglna. Í lögum um dýravelferð er núna sérstaklega tekið fram að heimilt sé að aflífa villta minka með drekkingu, meðan það er aðferð sem er talin ómannúðleg fyrir öll önnur dýr, þar með talið aliminka, þó þeir séu af sömu tegund og hinir villtu sem má drekkja. Þetta er sennilega stærsti siðferðislegi gallinn við lögin. Drekking er einn versti dauðdagi sem hægt er að ímynda sér og rannsóknir hafa sýnt að dýr sem geta synt og kafað, líkt og minkurinn, séu jafnvel lengur í dauðastríðinu en önnur. Í stefnu Vinstri grænna bæði í neytendamálum og landbúnaðarmálum kemur skýrt fram mikilvægi þess að dýravelferð sé haldið hátt á lofti og sé hluti af þeirri sjálfbæru matvælaframleiðslu sem við viljum stunda. Réttur neytenda til að vera upplýstur um aðbúnað þeirra dýra sem framleiða matvælin og afurðirnar þarf að vera sterkur og varinn. Eins þarf að tryggja að upplýsingar komi fram um aðbúnað dýra á innfluttum dýraafurðum. Þannig gætu íslenskir bændur orðið betur samkeppnishæfir í hinni eilífu baráttu um pláss í hillum neytenda. Tryggja þarf að dýravelferðarlög eigi við um öll dýr og allar athafnir manneskjunnar sem snerta dýr og því ætti að vera forgangsverkefni að setja skýrar reglur um dýragarða og dýrahald í sýningaskyni, hvort sem um villt eða tamin dýr er að ræða. Sjálfbærnihugtakið er leiðarljós Vinstri grænna og bætt siðferði í allri nýtingu og viðhorfum til dýra er hluti af bættri sjálfbærni. Sigríður Gísladóttir er dýralæknir og skipar 3. sæti á lista VG í NorðvesturkjördæmiHöfundur borðar dýraafurðir Brynhildur Björnsdóttir er fjölmiðla- og söngkona og skipar 4. sæti á lista VG í Reykjavík suður Höfundur borðar ekki kjöt af dýrum með fætur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Dýraheilbrigði Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin. Um tíma þóttu ekki bara gagnleg dýr, heldur líka greind dýr, falleg og skemmtileg hafa meiri rétt til tilveru og virðingar en önnur. Það er nú viðurkennt að dýr hafi ákveðið gildi í sjálfu sér sem er óháð nytsemi dýrsins fyrir manneskjur. Greind dýra eða skemmtilegheit á ekki að ráða þeirri virðingu sem dýri ber að sýna heldur ber okkur að umgangast dýr af virðingu jafnvel þó þau séu meindýr eða á einhvern hátt óæskileg í huga mannfólks. Sífellt fleiri kjósa að neyta ekki dýraafurða af siðferðislegum ástæðum og dýravelferð á þar stóran hlut. Það hefur því skapast mikill þrýstingur á bændur og aðra sem lifa af framleiðslu dýraafurða til að hugsa vel um dýrin sín umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja nægar afurðir. Árið 2013 tóku gildi á Íslandi lög um dýravelferð sem voru bylting á margan hátt. Stjórnsýsla dýravelferðarmála færðist á einn stað og batnaði til muna og dýravelferð fékk mikilvægan sess og athygli og þau endurspegla siðfræði dýravelferðar á nokkuð góðan hátt. Það er þó löngu tímabært að taka lög um dýravelferð til endurskoðunar, enda voru lögin ekki fullkomin og bera of mikið með sér að um erfiðar málamiðlanir hafi verið að ræða. Öll dýr eiga rétt á mannúðlegri aflífun og sérstök reglugerð er til um vernd dýra við aflífun. Þar eru miklar kröfur gerðar til sláturhúsa og bænda um aðferðir sem eru heimilar og kröfur um að fólk hafi ákveðna staðfesta kunnáttu til að aflífa dýr. Það eru þó ekki öll dýr svo heppin að falla undir hatt þeirra reglna. Í lögum um dýravelferð er núna sérstaklega tekið fram að heimilt sé að aflífa villta minka með drekkingu, meðan það er aðferð sem er talin ómannúðleg fyrir öll önnur dýr, þar með talið aliminka, þó þeir séu af sömu tegund og hinir villtu sem má drekkja. Þetta er sennilega stærsti siðferðislegi gallinn við lögin. Drekking er einn versti dauðdagi sem hægt er að ímynda sér og rannsóknir hafa sýnt að dýr sem geta synt og kafað, líkt og minkurinn, séu jafnvel lengur í dauðastríðinu en önnur. Í stefnu Vinstri grænna bæði í neytendamálum og landbúnaðarmálum kemur skýrt fram mikilvægi þess að dýravelferð sé haldið hátt á lofti og sé hluti af þeirri sjálfbæru matvælaframleiðslu sem við viljum stunda. Réttur neytenda til að vera upplýstur um aðbúnað þeirra dýra sem framleiða matvælin og afurðirnar þarf að vera sterkur og varinn. Eins þarf að tryggja að upplýsingar komi fram um aðbúnað dýra á innfluttum dýraafurðum. Þannig gætu íslenskir bændur orðið betur samkeppnishæfir í hinni eilífu baráttu um pláss í hillum neytenda. Tryggja þarf að dýravelferðarlög eigi við um öll dýr og allar athafnir manneskjunnar sem snerta dýr og því ætti að vera forgangsverkefni að setja skýrar reglur um dýragarða og dýrahald í sýningaskyni, hvort sem um villt eða tamin dýr er að ræða. Sjálfbærnihugtakið er leiðarljós Vinstri grænna og bætt siðferði í allri nýtingu og viðhorfum til dýra er hluti af bættri sjálfbærni. Sigríður Gísladóttir er dýralæknir og skipar 3. sæti á lista VG í NorðvesturkjördæmiHöfundur borðar dýraafurðir Brynhildur Björnsdóttir er fjölmiðla- og söngkona og skipar 4. sæti á lista VG í Reykjavík suður Höfundur borðar ekki kjöt af dýrum með fætur
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun