Píratar vilja sterkari fjölmiðla Halldór Auðar Svansson skrifar 3. september 2021 11:30 Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott. Hæst höfum við komist í 8. sæti, árið 2014. Samtökin nefna þætti eins og versnandi samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla og árásir Samherja á fjölmiðlamenn – en fyrst og fremst harðnandi rekstrarumhverfi fjölmiðlafyrirtækja allt frá bankahruninu 2008. Þennan þráð tók Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, upp í þættinum Svona er þetta á Rás 1 í vikunni þar sem hún kallaði eftir samfélagssáttmála um fjölmiðla. Nefndi hún nauðsyn ríkisstyrkja til fjölmiðla sem og skattlagningu erlendra tæknirisa í þágu slíkra styrkja. Þetta er frábært tilefni til að minna á það að í kosningastefnu Pírata er fjallað sérstaklega um úrbætur í þágu sterkari fjölmiðla en það viljum við gera út frá heildarstefnumótun sem tekur tillit til allra þátta í fjárhagslegu og lagalegu umhverfi fjölmiðla. Til hvers á að styrkja fjölmiðla? Heildstæða stefnumótun teljum við nauðsynlega forsendu alvöru breytinga, þar sem bútasaumslausnir síðustu ára hafa óhóflega hyglað stærri fjölmiðlum. Útfærslan á þeim styrkjum sem greiddir hafa verið til fjölmiðla er alls ekki nógu góð enda markmiðin allt of óljós og forsendurnar ógagnsæjar. Sem dæmi um hvernig þetta birtist má nefna þingræðu Páls Magnússonar þar sem hann gerir tilraun til að aðgreina svokallaða „frumframleiðslufjölmiðla“ frá öðrum fjölmiðlum í því skyni að réttlæta það að stærstu fjölmiðlarnir fái mest. Í sjálfu sér er það alveg gott og blessað að þingmenn hafi alls konar hugmyndir um mismunandi fjölmiðla en það eina sem skiptir í raun máli í þessu samhengi er vilji löggjafans eins og hann birtist í löggjöf og sá vilji þarf að vera skýr. Í stað þess að spjalla bara um forsendurnar í gegnum þingræður þarf að setjast niður og vinna þá vinnu að ákveða almennilega út frá hvaða reglum styrkirnir eru veittir og hvaða markmiðum á að ná fram með þeim. Látum netrisana borga Í stefnunni er líka samhljómur með formanni Blaðamannafélagsins þegar kemur að skattlagningu netrisa og um það þarf eiginlega ekki að hafa fleiri orð en þau sem í stefnunni eru: „Stærstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að skattleggja netrisa, sem taka til sín sífellt meira auglýsingafé á ári hverju. Ísland á að feta í sömu fótspor og fjármagna þannig stuðning til íslenskra fjölmiðla.“ Það er alþjóðleg áskorun að auglýsingafé er að sogast úr staðbundnum fjölmiðlum til alþjóðlegra netrisa. Leiðin til að taka á þessu er að skattar séu greiddir í viðkomandi landi og þeir nýttir til að jafna stöðu innlendra fjölmiðla gagnvart þeim. RÚV af auglýsingamarkaði Borið hefur á því í umræðunni og jafnvel lagafrumvarpstilburðum einstaka stjórnarþingmanna að ríkisstyrkir til fjölmiðla þurfi að haldast í hendur við þá aðgerð að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Í framkvæmd hefur þetta alls ekki skilað sér hjá sitjandi ríkisstjórn og alls óvíst er hvort þar sé samstaða um þessa aðgerð, þrátt fyrir að búið sé að innleiða ríkisstyrki. Í kosningastefnunni tökum við Píratar afgerandi afstöðu – við viljum beita okkur fyrir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði og við viljum líka afnema nefskattinn, sem leggst hlutfallslega þyngst á þau sem minnsta hafa, og fjármagna RÚV þess í stað með hefðbundnum sköttum. Hér eru mikil tækifæri í því að skilgreina gaumgæfilega hlutverk RÚV í fjölmiðlaumhverfi nútímans og láta það haldast í hendur við heildarendurskoðun á umhverfi einkarekinna fjölmiðla. Markmiðið skýrt – sterkari fjölmiðlar – og með það í huga er bara að vinda sér í alvöru yfirgripsmiklar aðgerðir sem ná þessu markmiði fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Fjölmiðlar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott. Hæst höfum við komist í 8. sæti, árið 2014. Samtökin nefna þætti eins og versnandi samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla og árásir Samherja á fjölmiðlamenn – en fyrst og fremst harðnandi rekstrarumhverfi fjölmiðlafyrirtækja allt frá bankahruninu 2008. Þennan þráð tók Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, upp í þættinum Svona er þetta á Rás 1 í vikunni þar sem hún kallaði eftir samfélagssáttmála um fjölmiðla. Nefndi hún nauðsyn ríkisstyrkja til fjölmiðla sem og skattlagningu erlendra tæknirisa í þágu slíkra styrkja. Þetta er frábært tilefni til að minna á það að í kosningastefnu Pírata er fjallað sérstaklega um úrbætur í þágu sterkari fjölmiðla en það viljum við gera út frá heildarstefnumótun sem tekur tillit til allra þátta í fjárhagslegu og lagalegu umhverfi fjölmiðla. Til hvers á að styrkja fjölmiðla? Heildstæða stefnumótun teljum við nauðsynlega forsendu alvöru breytinga, þar sem bútasaumslausnir síðustu ára hafa óhóflega hyglað stærri fjölmiðlum. Útfærslan á þeim styrkjum sem greiddir hafa verið til fjölmiðla er alls ekki nógu góð enda markmiðin allt of óljós og forsendurnar ógagnsæjar. Sem dæmi um hvernig þetta birtist má nefna þingræðu Páls Magnússonar þar sem hann gerir tilraun til að aðgreina svokallaða „frumframleiðslufjölmiðla“ frá öðrum fjölmiðlum í því skyni að réttlæta það að stærstu fjölmiðlarnir fái mest. Í sjálfu sér er það alveg gott og blessað að þingmenn hafi alls konar hugmyndir um mismunandi fjölmiðla en það eina sem skiptir í raun máli í þessu samhengi er vilji löggjafans eins og hann birtist í löggjöf og sá vilji þarf að vera skýr. Í stað þess að spjalla bara um forsendurnar í gegnum þingræður þarf að setjast niður og vinna þá vinnu að ákveða almennilega út frá hvaða reglum styrkirnir eru veittir og hvaða markmiðum á að ná fram með þeim. Látum netrisana borga Í stefnunni er líka samhljómur með formanni Blaðamannafélagsins þegar kemur að skattlagningu netrisa og um það þarf eiginlega ekki að hafa fleiri orð en þau sem í stefnunni eru: „Stærstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að skattleggja netrisa, sem taka til sín sífellt meira auglýsingafé á ári hverju. Ísland á að feta í sömu fótspor og fjármagna þannig stuðning til íslenskra fjölmiðla.“ Það er alþjóðleg áskorun að auglýsingafé er að sogast úr staðbundnum fjölmiðlum til alþjóðlegra netrisa. Leiðin til að taka á þessu er að skattar séu greiddir í viðkomandi landi og þeir nýttir til að jafna stöðu innlendra fjölmiðla gagnvart þeim. RÚV af auglýsingamarkaði Borið hefur á því í umræðunni og jafnvel lagafrumvarpstilburðum einstaka stjórnarþingmanna að ríkisstyrkir til fjölmiðla þurfi að haldast í hendur við þá aðgerð að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Í framkvæmd hefur þetta alls ekki skilað sér hjá sitjandi ríkisstjórn og alls óvíst er hvort þar sé samstaða um þessa aðgerð, þrátt fyrir að búið sé að innleiða ríkisstyrki. Í kosningastefnunni tökum við Píratar afgerandi afstöðu – við viljum beita okkur fyrir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði og við viljum líka afnema nefskattinn, sem leggst hlutfallslega þyngst á þau sem minnsta hafa, og fjármagna RÚV þess í stað með hefðbundnum sköttum. Hér eru mikil tækifæri í því að skilgreina gaumgæfilega hlutverk RÚV í fjölmiðlaumhverfi nútímans og láta það haldast í hendur við heildarendurskoðun á umhverfi einkarekinna fjölmiðla. Markmiðið skýrt – sterkari fjölmiðlar – og með það í huga er bara að vinda sér í alvöru yfirgripsmiklar aðgerðir sem ná þessu markmiði fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun