Hún segir að sú hugmyndafræði sem notuð sé innan opinbera kerfisins byggi meðal annars á því að þvinganir séu leyfilegar.
„Hvort sem það séu lyfjagjafir, innlagnir eða hvað sem er, jafnvel refsingar og það eykur á mannlega þjáningu og það er ekki að virka,“ segir Málfríður.
Atvikið sem um ræðir átti sér stað í síðustu viku þegar kona á sextugsaldri lést á geðdeild Landspítalans eftir að hjúkrunarfræðingur er sagður hafa þvingað mat ofan í hana með þeim afleiðingum að hún kafnaði.
Sjá: Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp
Málfríður telur að alltof mikið sé um hvers kyns þvinganir og að ítrekað hafi verið bent á að pottur sé brotinn í geðheilbrigðismálum.
„Þetta er ekkert spurning um peninga. Það þarf ekkert að hrúga meiri peningum inn í stóra kerfið okkar. Það þarf að skipta um hugmyndafræði, ekki hugmyndafræði sem byggir á þessu og að sjúkdómsvæði tilfinningar, sjúkdómsvæða þjáningu. Það tekur tíma að breyta kerfum en það þarf hugrekki til þess að breyta.“