Húseigandinn dró tilboð um fyrirhuguð hjúkrunarrými til baka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2021 10:13 Til stóð að reka hjúkrunarrýmin í húsnæðinu við Urðarhvarf 8. Fyrirtækið Heilsuvernd var búið að komast að samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur tímabundinna hjúkrunarrýma í Urðarhvarfi 8. Samningstíminn var fjögur ár með möguleika á framlengingu. Ekkert varð hins vegar af framkvæmdum, þar sem húsnæðið var „dregið til baka“ af húseiganda. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Teits Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Heilsuverndar, við fyrirspurn Vísis. Fengu stjórnendur Heilsuverndar þá skýringu að tilboðið um húsnæðið hefði verið dregið til baka vegna tímalengdar leigusamningsins og þá hefði húseigandinn unnið að því að fá aðra leigutaka í húsnæðið, sem hefðu að lokum orðið fyrir valinu. „Æpandi“ þörf á hjúkrunarrýmum Vísir greindi frá því í morgun að Sjúkratryggingar hefðu ráðist í útboð á húsnæði undir rekstur tímabundins hjúkrunarheimilis. Það var gert í kjölfar þess að samningar við Heilsuverndar gengu ekki upp. Þegar húsnæði finnst verður þjónustan boðin út. Teitur segir stjórnendur Heilsuverndar munu skoða að gera tilboð í þjónustuna þegar þar að kemur, enda sé þörfin á hjúkrunarrýmum „æpandi“. Hann segist þó jafnan vilja minna á að Heilsuvernd hafi boðið fram launsir um árabil en ekkert fjármagn hafi verið til í verkið. Það hefur breyst en rétt fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að fjármagn hefði verið tryggt til reksturs 90 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, bróðurpartur 1,7 milljarðs fjárveitingar. Vilja bjóða upp á sveigjanleg úrræði Til stóð að taka hjúkrunarrýmin í notkun í sumar og átti það meðal annars að létta álagið á Landspítala, þar sem erfitt hefur reynst að útskrifa fólk vegna skorts á úrræðum. „Við búum auðvitað að þessum undirbúningi, þekkingu á slíkum rekstri og erum t.a.m að reka Heilsvernd Hjúkrunarheimili á Akureyri. Þá höfum við lagt upp með sveigjanleg úrræði í dagvistun og umönnun aldraðra sem enn búa í heimahúsi, með frábærum árangri, og viljum gera slíkt hið sama hér í Reykjavík. Efla iðju, sjúkraþjálfun og félagsstarf með stuðningi heilbrigðisstétta og aðstöðu sem var og er meiningin að gera,“ segir Teitur. „Slíkt fyrirkomulag blandað saman við hjúkrunarrými er frábær nýting starfskrafta og húsnæðis, lengir tímann sem hinn aldraði getur verið heima hjá sér og tekið að hluta á því álagi sem er tíðrætt á Landspítala.“ Teitur segist vilja ítreka að stjórnendur Heilsuverndar hafi átt í góðu samstarfi við Sjúkratryggingar og vilji eiga það áfram. Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ekkert varð hins vegar af framkvæmdum, þar sem húsnæðið var „dregið til baka“ af húseiganda. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Teits Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Heilsuverndar, við fyrirspurn Vísis. Fengu stjórnendur Heilsuverndar þá skýringu að tilboðið um húsnæðið hefði verið dregið til baka vegna tímalengdar leigusamningsins og þá hefði húseigandinn unnið að því að fá aðra leigutaka í húsnæðið, sem hefðu að lokum orðið fyrir valinu. „Æpandi“ þörf á hjúkrunarrýmum Vísir greindi frá því í morgun að Sjúkratryggingar hefðu ráðist í útboð á húsnæði undir rekstur tímabundins hjúkrunarheimilis. Það var gert í kjölfar þess að samningar við Heilsuverndar gengu ekki upp. Þegar húsnæði finnst verður þjónustan boðin út. Teitur segir stjórnendur Heilsuverndar munu skoða að gera tilboð í þjónustuna þegar þar að kemur, enda sé þörfin á hjúkrunarrýmum „æpandi“. Hann segist þó jafnan vilja minna á að Heilsuvernd hafi boðið fram launsir um árabil en ekkert fjármagn hafi verið til í verkið. Það hefur breyst en rétt fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að fjármagn hefði verið tryggt til reksturs 90 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, bróðurpartur 1,7 milljarðs fjárveitingar. Vilja bjóða upp á sveigjanleg úrræði Til stóð að taka hjúkrunarrýmin í notkun í sumar og átti það meðal annars að létta álagið á Landspítala, þar sem erfitt hefur reynst að útskrifa fólk vegna skorts á úrræðum. „Við búum auðvitað að þessum undirbúningi, þekkingu á slíkum rekstri og erum t.a.m að reka Heilsvernd Hjúkrunarheimili á Akureyri. Þá höfum við lagt upp með sveigjanleg úrræði í dagvistun og umönnun aldraðra sem enn búa í heimahúsi, með frábærum árangri, og viljum gera slíkt hið sama hér í Reykjavík. Efla iðju, sjúkraþjálfun og félagsstarf með stuðningi heilbrigðisstétta og aðstöðu sem var og er meiningin að gera,“ segir Teitur. „Slíkt fyrirkomulag blandað saman við hjúkrunarrými er frábær nýting starfskrafta og húsnæðis, lengir tímann sem hinn aldraði getur verið heima hjá sér og tekið að hluta á því álagi sem er tíðrætt á Landspítala.“ Teitur segist vilja ítreka að stjórnendur Heilsuverndar hafi átt í góðu samstarfi við Sjúkratryggingar og vilji eiga það áfram.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira