Heilbrigðismál eru kosningamál Erna Bjarnadóttir skrifar 23. ágúst 2021 12:01 Þegar litið er um öxl má sannarlega sjá þess stað að heilbrigðismál eru kosningamál, nú jafnt sem fyrr. Á liðnu kjörtímabili hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hlut frjálsra félagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna í heilbrigðisþjónustu þjónustu en þess í stað eru verkefnin færð til ríkisstofnana í vaxandi mæli. Er þar skemmst að minnast flutningi á skimunum fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem enn sér ekki fyrir endann á afleiðingunum. Einnig má nefna áform um að loka Domus og að senda sjúklinga frekar til útlanda í liðskiptaaðgerðir en nýta innlenda þjónustu. Hér verður því miður ekki séð að öryggi og líðan sjúklinga sé höfð í fyrirrúmi heldur pólitísk sýn um að alla þessa þjónustu eigi að veita af ríkinu í stað þess að gera þjónustusamninga við einkaaðila til að skjóta fleiri stoðum undir heilbrigðisþjónustuna. Óskammfeilni forystumanna ríkisstjórnarinnar náði hins vegar nýjum hæðum þegar forsætisráðherra og fjármálaráðherra tóku að vitna í niðurstöður samtals við forstjóra LSH þess efnis að mönnun sé eina vandamál gjörgæslu Landspítalans en ekki skortur á fjármagni. Í færslu á fésbókinni þann 22. ágúst fer Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félags sjúkrahúslækna vandlega yfir raunverulega stöðu gjörgæslunnar á LSH. Á undanförnum árum hefur ítrekað verið varað við stöðunni þar en þvert á móti og eftir nokkrar COVID bylgjur var tekin ákvörðun um að fækka úr 13 gjörgæsluplássum niður í 10 fyrir sumarið 2021. Með þessu var Ísland komið í botnsæti Evrópuþjóða hvað varðar fjölda gjörgæsluplássa á íbúa. Ástæðan mun vera þær sparnaðarkröfur sem gerðar eru á Landspítalanum. Á sama tíma hlýðum við á viðtöl við Björn Zoega forstjóra Carolinska sjúkrahússins í Svíþjóð og fyrrum forstjóra LSH. Hann hefur þvert á móti unnið markvisst að fjölgun gjörgæsluplássa þar, síðan COVID faraldurinn hófst. Theódór Skúli segist ítrekað hafa varið við hættunni af þessari fækkun gjörgæsluplássa í skugga heimsfaraldurs, opnun landamæra og fjölgun ferðamanna. En þvert á móti, þá skyldi sparað með öllum ráðum. Læknar voru beðnir um að lækka starfshlutfall, ekki átti að greiða læknum aukagreiðslu fyrir að taka vakt vegna forfalla, loka skurðstofum, stöðva dýrari inngrip og fækka gjörgæsluplássum. Hann segir síðan orðrétt: „Við áttum einfaldlega að hætta að lækna og hjúkra til að spara !“ Vandinn er felst ekki í að ekki fáist fólk til starfa. Síðasta vetur sóttu t.d. mun fleiri hjúkrunarfræðingar um vinnu á gjörgæsludeildunum, en fengu þar sem takmakaður fjöldi staða var í boði. Þá var þrengt mjög að greiðslum fyrir aukið álag fyrir að fresta fríum. Forystufólk ríkisstjórnarinnar mætti líka rifja upp ítrekaða og langdregna kjarabaráttu heilbrigðisstétta með tilheyrandi verkföllum, lagasetningum og kjaradómum. Skemmst er að minnast þess að hjúkrunarfræðingar voru samningslausir við upphaf COVID faraldursins. Óboðlegt er að tala nú til þessa hóps eins og hann sé varla til eða fáist ekki til starfa þegar mikið liggur við. Öll viljum við vera metin að verðleikum og mikilvægi starfa okkar. Því þarf að hlusta á starfsfólk í framlínu heilbrigðiskerfisins. Það þekkir best hvar eldurinn brennur heitast. Snúum okkur að því að byggja upp heilbrigðiskerfi þar með talið Landspítala sem við öll getum verið stolt af og er eftirsóknarverður vinnustaður. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Landspítalinn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þegar litið er um öxl má sannarlega sjá þess stað að heilbrigðismál eru kosningamál, nú jafnt sem fyrr. Á liðnu kjörtímabili hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hlut frjálsra félagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna í heilbrigðisþjónustu þjónustu en þess í stað eru verkefnin færð til ríkisstofnana í vaxandi mæli. Er þar skemmst að minnast flutningi á skimunum fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem enn sér ekki fyrir endann á afleiðingunum. Einnig má nefna áform um að loka Domus og að senda sjúklinga frekar til útlanda í liðskiptaaðgerðir en nýta innlenda þjónustu. Hér verður því miður ekki séð að öryggi og líðan sjúklinga sé höfð í fyrirrúmi heldur pólitísk sýn um að alla þessa þjónustu eigi að veita af ríkinu í stað þess að gera þjónustusamninga við einkaaðila til að skjóta fleiri stoðum undir heilbrigðisþjónustuna. Óskammfeilni forystumanna ríkisstjórnarinnar náði hins vegar nýjum hæðum þegar forsætisráðherra og fjármálaráðherra tóku að vitna í niðurstöður samtals við forstjóra LSH þess efnis að mönnun sé eina vandamál gjörgæslu Landspítalans en ekki skortur á fjármagni. Í færslu á fésbókinni þann 22. ágúst fer Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félags sjúkrahúslækna vandlega yfir raunverulega stöðu gjörgæslunnar á LSH. Á undanförnum árum hefur ítrekað verið varað við stöðunni þar en þvert á móti og eftir nokkrar COVID bylgjur var tekin ákvörðun um að fækka úr 13 gjörgæsluplássum niður í 10 fyrir sumarið 2021. Með þessu var Ísland komið í botnsæti Evrópuþjóða hvað varðar fjölda gjörgæsluplássa á íbúa. Ástæðan mun vera þær sparnaðarkröfur sem gerðar eru á Landspítalanum. Á sama tíma hlýðum við á viðtöl við Björn Zoega forstjóra Carolinska sjúkrahússins í Svíþjóð og fyrrum forstjóra LSH. Hann hefur þvert á móti unnið markvisst að fjölgun gjörgæsluplássa þar, síðan COVID faraldurinn hófst. Theódór Skúli segist ítrekað hafa varið við hættunni af þessari fækkun gjörgæsluplássa í skugga heimsfaraldurs, opnun landamæra og fjölgun ferðamanna. En þvert á móti, þá skyldi sparað með öllum ráðum. Læknar voru beðnir um að lækka starfshlutfall, ekki átti að greiða læknum aukagreiðslu fyrir að taka vakt vegna forfalla, loka skurðstofum, stöðva dýrari inngrip og fækka gjörgæsluplássum. Hann segir síðan orðrétt: „Við áttum einfaldlega að hætta að lækna og hjúkra til að spara !“ Vandinn er felst ekki í að ekki fáist fólk til starfa. Síðasta vetur sóttu t.d. mun fleiri hjúkrunarfræðingar um vinnu á gjörgæsludeildunum, en fengu þar sem takmakaður fjöldi staða var í boði. Þá var þrengt mjög að greiðslum fyrir aukið álag fyrir að fresta fríum. Forystufólk ríkisstjórnarinnar mætti líka rifja upp ítrekaða og langdregna kjarabaráttu heilbrigðisstétta með tilheyrandi verkföllum, lagasetningum og kjaradómum. Skemmst er að minnast þess að hjúkrunarfræðingar voru samningslausir við upphaf COVID faraldursins. Óboðlegt er að tala nú til þessa hóps eins og hann sé varla til eða fáist ekki til starfa þegar mikið liggur við. Öll viljum við vera metin að verðleikum og mikilvægi starfa okkar. Því þarf að hlusta á starfsfólk í framlínu heilbrigðiskerfisins. Það þekkir best hvar eldurinn brennur heitast. Snúum okkur að því að byggja upp heilbrigðiskerfi þar með talið Landspítala sem við öll getum verið stolt af og er eftirsóknarverður vinnustaður. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun