Dóta- og dýradagarnir Hildur Sverrisdóttir skrifar 22. ágúst 2021 07:01 Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með þeirri sorgarsögu húsnæðismála sem gamli skólinn minn hefur gengið í gegn um undanfarin misseri. Í þeirri sögu má tína mýmargt til sem augljóslega hefði getað farið miklu betur hjá borgaryfirvöldum en ég vil sérstaklega staldra við ábyrgðarleysið sem flokkarnir í meirihluta hafa orðið uppvísir að. Grafarþögn þeirra allra gagnvart málinu er ærandi. Það er svo sem gömul saga og ný að stjórnmálamenn kjósi að hlaupa í felur og freista þess að storminn lægi án þess að þurfa að kljást við hann. En það verður að viðurkennast að það er sérstaklega áberandi með meirihluta núverandi borgarstjórnar. Það er því umhugsunarefni hvort freistnin í að láta sig hverfa sé meiri þegar um fjölflokka meirihluta er að ræða og ábyrgðin dreifðari. Allir flokkarnir sem stýra borgarstjórn; Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn, gefa sig almennt út fyrir að bera hag fólks fyrir brjósti. En hvernig má þá vera að í þessu máli hafi hag nemenda, foreldra og kennara verið kastað af forgangslistanum með endalausum kauðslegum vinnubrögðum og að ekkert þeirra virðist vilja stinga út nefinu til að bera á því ábyrgð. Pólitísk ábyrgð er einn dýrmætasti öryggisventill stjórnmálanna. Það góða við þann öryggisventil er að þótt stjórnmálafólkið kjósi að forðast hann er það fólkið sjálft sem ákveður með atkvæði sínu hvar ábyrgðin liggur og hverjir standi undir henni. Við göngum til alþingiskosninga eftir mánuð. Flokkarnir sem skipa meirihluta borgarstjórnar telja sig væntanlega þess verðuga að fá góða kosningu í þeim kosningum. Einhverjir tala jafnvel um að Íslandi sé best borgið með ríkisstjórn einmitt þessara flokka og jafnvel fleiri flokka af vinstri vængnum ef til þarf. Það verður að viðurkennast að það lofar ekki sérstaklega góðu þegar þeir standa engan veginn undir máli sem þessu og hrökkva svo í kút og felur. Þó málið sé risastór sorgarsaga vondra vinnubragða var viðfangsefnið nú upphaflega ekki flóknara en rakaskemmdir í einni byggingu. Það er vont að ætla alltaf að mæta eldhress með myndavélar á lofti í stuðið á dótadögunum en láta svo eins og trámatíseruð gæludýrin komi sér ekki við eftir mislukkaðan dýradag. Það á ekki að vera í boði að tala fjálglega um almannahag en axla svo enga ábyrgð þegar hlutirnir fara hrapalega úrskeiðis. Á skólalóðinni í Fossó var einfaldlega talað um að þá væri maður súkkulaði. Höfundur skipar 2. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með þeirri sorgarsögu húsnæðismála sem gamli skólinn minn hefur gengið í gegn um undanfarin misseri. Í þeirri sögu má tína mýmargt til sem augljóslega hefði getað farið miklu betur hjá borgaryfirvöldum en ég vil sérstaklega staldra við ábyrgðarleysið sem flokkarnir í meirihluta hafa orðið uppvísir að. Grafarþögn þeirra allra gagnvart málinu er ærandi. Það er svo sem gömul saga og ný að stjórnmálamenn kjósi að hlaupa í felur og freista þess að storminn lægi án þess að þurfa að kljást við hann. En það verður að viðurkennast að það er sérstaklega áberandi með meirihluta núverandi borgarstjórnar. Það er því umhugsunarefni hvort freistnin í að láta sig hverfa sé meiri þegar um fjölflokka meirihluta er að ræða og ábyrgðin dreifðari. Allir flokkarnir sem stýra borgarstjórn; Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn, gefa sig almennt út fyrir að bera hag fólks fyrir brjósti. En hvernig má þá vera að í þessu máli hafi hag nemenda, foreldra og kennara verið kastað af forgangslistanum með endalausum kauðslegum vinnubrögðum og að ekkert þeirra virðist vilja stinga út nefinu til að bera á því ábyrgð. Pólitísk ábyrgð er einn dýrmætasti öryggisventill stjórnmálanna. Það góða við þann öryggisventil er að þótt stjórnmálafólkið kjósi að forðast hann er það fólkið sjálft sem ákveður með atkvæði sínu hvar ábyrgðin liggur og hverjir standi undir henni. Við göngum til alþingiskosninga eftir mánuð. Flokkarnir sem skipa meirihluta borgarstjórnar telja sig væntanlega þess verðuga að fá góða kosningu í þeim kosningum. Einhverjir tala jafnvel um að Íslandi sé best borgið með ríkisstjórn einmitt þessara flokka og jafnvel fleiri flokka af vinstri vængnum ef til þarf. Það verður að viðurkennast að það lofar ekki sérstaklega góðu þegar þeir standa engan veginn undir máli sem þessu og hrökkva svo í kút og felur. Þó málið sé risastór sorgarsaga vondra vinnubragða var viðfangsefnið nú upphaflega ekki flóknara en rakaskemmdir í einni byggingu. Það er vont að ætla alltaf að mæta eldhress með myndavélar á lofti í stuðið á dótadögunum en láta svo eins og trámatíseruð gæludýrin komi sér ekki við eftir mislukkaðan dýradag. Það á ekki að vera í boði að tala fjálglega um almannahag en axla svo enga ábyrgð þegar hlutirnir fara hrapalega úrskeiðis. Á skólalóðinni í Fossó var einfaldlega talað um að þá væri maður súkkulaði. Höfundur skipar 2. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun