Blómstrandi atvinnulíf á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2021 13:13 Valdimar Hafsteinsson, formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er jafnframt forstjóri Kjörís í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Atvinnuástand á Suðurlandi hefur sjaldan eða aldrei verið eins gott og um þessar mundir. Víða vantar þó fólk til starfa eins og í ferðaþjónustu og við byggingaframkvæmdir. Það er ótrúlega mikið um að vera á Suðurlandi þegar atvinnumál eru annars vegar því alls staðar er verið að framkvæma einhver verk og mikið er að gera í ferðaþjónustunni. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki eins og í Sveitarfélaginu Árborg, í Hveragerði, Ölfusi og víða í Rangárvallasýslu svo einhverjir staðir séu nefndir. Valdimar Hafsteinsson, forstjóri Kjörís í Hveragerði er formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er mjög ánægður að sjá hvernig atvinnulífið blómstrar en það er þó einn hængur á, það vantar starfsfólk víða. „Já, við höfum orðið vör við það og kannski sérstaklega í ferðamennskunni, það hefur borið á því að þeir kvarta yfir því að það vanti fólk í vinnu og kannski ekki allir að skila sér, sem þeir vilja af atvinnuleysisskránni, það er kannski helst þar sem skóinn kreppir,“ segir Valdimar. Atorka var með súpufund í vikunni með Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra þar sem farið var það helsta, sem er að gerast í atvinnumálum á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju þakkar þú það að atvinnulífið gengur svona vel? „Íslendingar hafa það nokkuð gott og kaupmáttur er ágætur og fólk er að eyða sínum peningum heima núna, Íslendingarnir og svo eru við að fá þetta aukalega, sem þarf stundum en það eru ferðamenn. Þeir hafa verið að koma í sumar og fram á haustið og vonandi náum við að halda því á skynsamlegum nótum áfram.“ Valdimar segir mikinn kraft í byggingaframkvæmdum og vegagerð víða á Suðurlandi, sem skapi fjölmörg störf. Þá sé meira og minna alls staðar verið að byggja íbúðarhúsnæði. En af hverju er Suðurland svona vinsælt, sem bússetukostur? „Byggðin er blómleg og fólkið gott og ég held að það spili örlítið inn í að húsnæðisverð er lægra hérna en á höfuðborgarsvæðinu, örlítið enn þá, þó að bilið minnki með tímanum." Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Árborg Hveragerði Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Það er ótrúlega mikið um að vera á Suðurlandi þegar atvinnumál eru annars vegar því alls staðar er verið að framkvæma einhver verk og mikið er að gera í ferðaþjónustunni. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki eins og í Sveitarfélaginu Árborg, í Hveragerði, Ölfusi og víða í Rangárvallasýslu svo einhverjir staðir séu nefndir. Valdimar Hafsteinsson, forstjóri Kjörís í Hveragerði er formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er mjög ánægður að sjá hvernig atvinnulífið blómstrar en það er þó einn hængur á, það vantar starfsfólk víða. „Já, við höfum orðið vör við það og kannski sérstaklega í ferðamennskunni, það hefur borið á því að þeir kvarta yfir því að það vanti fólk í vinnu og kannski ekki allir að skila sér, sem þeir vilja af atvinnuleysisskránni, það er kannski helst þar sem skóinn kreppir,“ segir Valdimar. Atorka var með súpufund í vikunni með Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra þar sem farið var það helsta, sem er að gerast í atvinnumálum á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju þakkar þú það að atvinnulífið gengur svona vel? „Íslendingar hafa það nokkuð gott og kaupmáttur er ágætur og fólk er að eyða sínum peningum heima núna, Íslendingarnir og svo eru við að fá þetta aukalega, sem þarf stundum en það eru ferðamenn. Þeir hafa verið að koma í sumar og fram á haustið og vonandi náum við að halda því á skynsamlegum nótum áfram.“ Valdimar segir mikinn kraft í byggingaframkvæmdum og vegagerð víða á Suðurlandi, sem skapi fjölmörg störf. Þá sé meira og minna alls staðar verið að byggja íbúðarhúsnæði. En af hverju er Suðurland svona vinsælt, sem bússetukostur? „Byggðin er blómleg og fólkið gott og ég held að það spili örlítið inn í að húsnæðisverð er lægra hérna en á höfuðborgarsvæðinu, örlítið enn þá, þó að bilið minnki með tímanum."
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Árborg Hveragerði Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira