Fékk hænur fyrir að láta gelda sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2021 21:00 Íris bæjarstjóri með nöfnu sína og Ágúst, hænsnabóndi með meiru í Vestmannaeyjum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það fer vel um hænurnar Írisi, Páleyju, Guðbjörgu og Jakobínu í Vestmannaeyjum, sem búa í glæsilegum hænsnakofa og éta rabarbara með bestu lyst. Bæjarstjórinn segist vera stoltur af því að eiga nöfnu í hænsnakofanum. Ágúst Halldórsson er hænsnabóndinn í Vestmannaeyjum með stóru H-i. Hann er með fjórar hænur í flottum hænsnakofa sem hann byggði og góðu útisvæði fyrir hænurnar. Þær hafa rabarbara til að éta og svo fá þær hænsnafóður hjá honum. Það er engin hani í hópnum enda bannað að hafa hana í Vestmannaeyjum. „Þær heita Páley, Guðbjörg Matt, Íris og Jakobína, skírðar í höfuðið á kraftakonum í Eyjum. Það er líka gaman að fylgjast með atferlinu, hænur eiga til að hópa sig saman,“ segir Ágúst. Hann sagði frá sögunni á bak við nöfnin í Facebook-færslu í vor. Hænan Guðbjörg heitir eftir útgerðarkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur. Hænan Jakobína er nefnd í höfuðuð á Jakobínu Guðlaugsdóttur, sem var margfaldur Vestmannaeyjameistari í golfi. Hænan Páley var nefnd til heiðurs Páleyjar Borgþórsdóttur, sem var lögreglustjóri í Vestmannaeyjum en er nú lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hænan Íris er svo nefnd er núverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja, Írisi Róbertsdóttur. „Þetta er svipað eins og í pólitíkinni. Ég sá að Páley og Guðbjörg Matt vildu ekki hafa Írisi fyrst en núna eru þær byrjaðar að vera saman aftur og ég sé að Jakobína er aðeins komin út úr hópnum. Hvort þetta sé eitthvað í sambandi við komandi kosningar, maður veit ekki hvað er í gangi,“ segir Ágúst og glottir út í annað. Íris segist ekki hafa trú á því að hún hafi verið hæna í fyrra lífi, hún hafi miklu frekari verið fálki. Hér eru nöfnurnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú varst búin að suða lengi um að fá hænur? „Já, það var ekki fyrr en konan mín, við eigum þrjú börn saman, hún vildi láta taka mig úr sambandi, þá fékk ég það í gegn, ef ég myndi láta taka mig úr sambandi fengi ég hænur í garðinn. Þannig að nú er ég með hænur og geldur,“ segir Ágúst hlæjandi. Það fer vel um hænurnar við heimili Ágústs og fjölskyldu hans í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar er stolt að eiga nöfnu, sem hænu. „Já, við deilum saman sama háralit og svolítið sama stíl en ég á reyndar eftir að leggja aðeins á mig til að ná þessum hanakambi en annars er ég rosalega ánægð með nöfnu mína. Þetta er skemmtilegt hjá Ágústi, hann vill geta gert grín að okkur, hann tekur myndir og segir að við séu sloppnar úr búrinu hjá honum og svona, hann hefur gaman af því. Við tökum þessu allar létt og höfum jafn gaman af þessu og hann,“ segir Íris Vestmannaeyjar Landbúnaður Dýr Fuglar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ágúst Halldórsson er hænsnabóndinn í Vestmannaeyjum með stóru H-i. Hann er með fjórar hænur í flottum hænsnakofa sem hann byggði og góðu útisvæði fyrir hænurnar. Þær hafa rabarbara til að éta og svo fá þær hænsnafóður hjá honum. Það er engin hani í hópnum enda bannað að hafa hana í Vestmannaeyjum. „Þær heita Páley, Guðbjörg Matt, Íris og Jakobína, skírðar í höfuðið á kraftakonum í Eyjum. Það er líka gaman að fylgjast með atferlinu, hænur eiga til að hópa sig saman,“ segir Ágúst. Hann sagði frá sögunni á bak við nöfnin í Facebook-færslu í vor. Hænan Guðbjörg heitir eftir útgerðarkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur. Hænan Jakobína er nefnd í höfuðuð á Jakobínu Guðlaugsdóttur, sem var margfaldur Vestmannaeyjameistari í golfi. Hænan Páley var nefnd til heiðurs Páleyjar Borgþórsdóttur, sem var lögreglustjóri í Vestmannaeyjum en er nú lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hænan Íris er svo nefnd er núverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja, Írisi Róbertsdóttur. „Þetta er svipað eins og í pólitíkinni. Ég sá að Páley og Guðbjörg Matt vildu ekki hafa Írisi fyrst en núna eru þær byrjaðar að vera saman aftur og ég sé að Jakobína er aðeins komin út úr hópnum. Hvort þetta sé eitthvað í sambandi við komandi kosningar, maður veit ekki hvað er í gangi,“ segir Ágúst og glottir út í annað. Íris segist ekki hafa trú á því að hún hafi verið hæna í fyrra lífi, hún hafi miklu frekari verið fálki. Hér eru nöfnurnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú varst búin að suða lengi um að fá hænur? „Já, það var ekki fyrr en konan mín, við eigum þrjú börn saman, hún vildi láta taka mig úr sambandi, þá fékk ég það í gegn, ef ég myndi láta taka mig úr sambandi fengi ég hænur í garðinn. Þannig að nú er ég með hænur og geldur,“ segir Ágúst hlæjandi. Það fer vel um hænurnar við heimili Ágústs og fjölskyldu hans í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar er stolt að eiga nöfnu, sem hænu. „Já, við deilum saman sama háralit og svolítið sama stíl en ég á reyndar eftir að leggja aðeins á mig til að ná þessum hanakambi en annars er ég rosalega ánægð með nöfnu mína. Þetta er skemmtilegt hjá Ágústi, hann vill geta gert grín að okkur, hann tekur myndir og segir að við séu sloppnar úr búrinu hjá honum og svona, hann hefur gaman af því. Við tökum þessu allar létt og höfum jafn gaman af þessu og hann,“ segir Íris
Vestmannaeyjar Landbúnaður Dýr Fuglar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira