Fékk hænur fyrir að láta gelda sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2021 21:00 Íris bæjarstjóri með nöfnu sína og Ágúst, hænsnabóndi með meiru í Vestmannaeyjum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það fer vel um hænurnar Írisi, Páleyju, Guðbjörgu og Jakobínu í Vestmannaeyjum, sem búa í glæsilegum hænsnakofa og éta rabarbara með bestu lyst. Bæjarstjórinn segist vera stoltur af því að eiga nöfnu í hænsnakofanum. Ágúst Halldórsson er hænsnabóndinn í Vestmannaeyjum með stóru H-i. Hann er með fjórar hænur í flottum hænsnakofa sem hann byggði og góðu útisvæði fyrir hænurnar. Þær hafa rabarbara til að éta og svo fá þær hænsnafóður hjá honum. Það er engin hani í hópnum enda bannað að hafa hana í Vestmannaeyjum. „Þær heita Páley, Guðbjörg Matt, Íris og Jakobína, skírðar í höfuðið á kraftakonum í Eyjum. Það er líka gaman að fylgjast með atferlinu, hænur eiga til að hópa sig saman,“ segir Ágúst. Hann sagði frá sögunni á bak við nöfnin í Facebook-færslu í vor. Hænan Guðbjörg heitir eftir útgerðarkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur. Hænan Jakobína er nefnd í höfuðuð á Jakobínu Guðlaugsdóttur, sem var margfaldur Vestmannaeyjameistari í golfi. Hænan Páley var nefnd til heiðurs Páleyjar Borgþórsdóttur, sem var lögreglustjóri í Vestmannaeyjum en er nú lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hænan Íris er svo nefnd er núverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja, Írisi Róbertsdóttur. „Þetta er svipað eins og í pólitíkinni. Ég sá að Páley og Guðbjörg Matt vildu ekki hafa Írisi fyrst en núna eru þær byrjaðar að vera saman aftur og ég sé að Jakobína er aðeins komin út úr hópnum. Hvort þetta sé eitthvað í sambandi við komandi kosningar, maður veit ekki hvað er í gangi,“ segir Ágúst og glottir út í annað. Íris segist ekki hafa trú á því að hún hafi verið hæna í fyrra lífi, hún hafi miklu frekari verið fálki. Hér eru nöfnurnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú varst búin að suða lengi um að fá hænur? „Já, það var ekki fyrr en konan mín, við eigum þrjú börn saman, hún vildi láta taka mig úr sambandi, þá fékk ég það í gegn, ef ég myndi láta taka mig úr sambandi fengi ég hænur í garðinn. Þannig að nú er ég með hænur og geldur,“ segir Ágúst hlæjandi. Það fer vel um hænurnar við heimili Ágústs og fjölskyldu hans í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar er stolt að eiga nöfnu, sem hænu. „Já, við deilum saman sama háralit og svolítið sama stíl en ég á reyndar eftir að leggja aðeins á mig til að ná þessum hanakambi en annars er ég rosalega ánægð með nöfnu mína. Þetta er skemmtilegt hjá Ágústi, hann vill geta gert grín að okkur, hann tekur myndir og segir að við séu sloppnar úr búrinu hjá honum og svona, hann hefur gaman af því. Við tökum þessu allar létt og höfum jafn gaman af þessu og hann,“ segir Íris Vestmannaeyjar Landbúnaður Dýr Fuglar Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Ágúst Halldórsson er hænsnabóndinn í Vestmannaeyjum með stóru H-i. Hann er með fjórar hænur í flottum hænsnakofa sem hann byggði og góðu útisvæði fyrir hænurnar. Þær hafa rabarbara til að éta og svo fá þær hænsnafóður hjá honum. Það er engin hani í hópnum enda bannað að hafa hana í Vestmannaeyjum. „Þær heita Páley, Guðbjörg Matt, Íris og Jakobína, skírðar í höfuðið á kraftakonum í Eyjum. Það er líka gaman að fylgjast með atferlinu, hænur eiga til að hópa sig saman,“ segir Ágúst. Hann sagði frá sögunni á bak við nöfnin í Facebook-færslu í vor. Hænan Guðbjörg heitir eftir útgerðarkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur. Hænan Jakobína er nefnd í höfuðuð á Jakobínu Guðlaugsdóttur, sem var margfaldur Vestmannaeyjameistari í golfi. Hænan Páley var nefnd til heiðurs Páleyjar Borgþórsdóttur, sem var lögreglustjóri í Vestmannaeyjum en er nú lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hænan Íris er svo nefnd er núverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja, Írisi Róbertsdóttur. „Þetta er svipað eins og í pólitíkinni. Ég sá að Páley og Guðbjörg Matt vildu ekki hafa Írisi fyrst en núna eru þær byrjaðar að vera saman aftur og ég sé að Jakobína er aðeins komin út úr hópnum. Hvort þetta sé eitthvað í sambandi við komandi kosningar, maður veit ekki hvað er í gangi,“ segir Ágúst og glottir út í annað. Íris segist ekki hafa trú á því að hún hafi verið hæna í fyrra lífi, hún hafi miklu frekari verið fálki. Hér eru nöfnurnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú varst búin að suða lengi um að fá hænur? „Já, það var ekki fyrr en konan mín, við eigum þrjú börn saman, hún vildi láta taka mig úr sambandi, þá fékk ég það í gegn, ef ég myndi láta taka mig úr sambandi fengi ég hænur í garðinn. Þannig að nú er ég með hænur og geldur,“ segir Ágúst hlæjandi. Það fer vel um hænurnar við heimili Ágústs og fjölskyldu hans í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar er stolt að eiga nöfnu, sem hænu. „Já, við deilum saman sama háralit og svolítið sama stíl en ég á reyndar eftir að leggja aðeins á mig til að ná þessum hanakambi en annars er ég rosalega ánægð með nöfnu mína. Þetta er skemmtilegt hjá Ágústi, hann vill geta gert grín að okkur, hann tekur myndir og segir að við séu sloppnar úr búrinu hjá honum og svona, hann hefur gaman af því. Við tökum þessu allar létt og höfum jafn gaman af þessu og hann,“ segir Íris
Vestmannaeyjar Landbúnaður Dýr Fuglar Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira