Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 12:53 Gögn frá Bretlandi benda til þess að fullbólusettir geti borið mér sér jafnmikið af kórónuveirunni og óbólusettir jafnvel þó að bóluefnið verji þá fyrir alvarlegum veikindum eða dauða. Vísir/EPA Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla hafa ekki verið ritrýndar en þær benda þó til þess að virkni bóluefnanna tveggja gegn smiti minnki níutíu dögum eftir seinni skammt. Virkni Pfizer fór úr 85% í 75% en AstraZeneca úr 68% í 61%, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessi áhrif voru meiri hjá fólki 35 ára eða eldra en hjá yngra fólki. Þá virðast þeir sem smitast þrátt fyrir að hafa verið fullbólusettir geta verið með jafnmikið af veirunni og óbólusettir. Það bendir til þess að fullbólusett fólk smitist frekar af delta-afbrigðinu en fyrri afbrigðum og að meiri líkur séu á að þeir geti smitað aðra. Þetta gerði það erfiðara að ná svonefndu hjarðónæmi í samfélaginu með bólusetningu einni saman. Meiri hætta fyrir óbólusetta Sarah Walker, prófessor í heilbrigðistölfræði við Oxford sem leiddi rannsóknina, segir að bæði bóluefnini standi sig afar vel í gegn delta-afbrigðinu. Hún leggur áherslu á að ekki sé enn ljóst hversu líklegt er að bólusett fólk sem veikist af Covid-19 smiti út frá sér í viðtali við The Guardian. Sé það rétt að bólusettir geti borið mikið magn veirunnar í sér gæti það þýtt að þeir sem eru óbólusettir séu berskjaldaðri fyrir delta-afbrigðinu en vonir stóðu til. Meðhöfundur hennar frá Oxford-háskóla, Koen Pouwels, segir að bóluefni séu líklega best til þess fallin að verja fólk fyrir alvarlegum veikindum en aðeins síður gegn smiti. Ísland er á meðal ríkja sem hafa gripið til þess ráðs að gefa fullbólusettum einstaklingum örvunarskammt til að auka virkni bólusetningarinnar. Önnur lönd hafa lagt áherslu á að endurbólusetja viðkvæma hópa fram að þessu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), sem hvatti vestræn ríki til þess að bíða með endurbólusetningu, gagnrýnir þau ríki sem gefa örvunarskammta á sama tíma og íbúar þróunarríkja séu enn óbólusettir gegn veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla hafa ekki verið ritrýndar en þær benda þó til þess að virkni bóluefnanna tveggja gegn smiti minnki níutíu dögum eftir seinni skammt. Virkni Pfizer fór úr 85% í 75% en AstraZeneca úr 68% í 61%, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessi áhrif voru meiri hjá fólki 35 ára eða eldra en hjá yngra fólki. Þá virðast þeir sem smitast þrátt fyrir að hafa verið fullbólusettir geta verið með jafnmikið af veirunni og óbólusettir. Það bendir til þess að fullbólusett fólk smitist frekar af delta-afbrigðinu en fyrri afbrigðum og að meiri líkur séu á að þeir geti smitað aðra. Þetta gerði það erfiðara að ná svonefndu hjarðónæmi í samfélaginu með bólusetningu einni saman. Meiri hætta fyrir óbólusetta Sarah Walker, prófessor í heilbrigðistölfræði við Oxford sem leiddi rannsóknina, segir að bæði bóluefnini standi sig afar vel í gegn delta-afbrigðinu. Hún leggur áherslu á að ekki sé enn ljóst hversu líklegt er að bólusett fólk sem veikist af Covid-19 smiti út frá sér í viðtali við The Guardian. Sé það rétt að bólusettir geti borið mikið magn veirunnar í sér gæti það þýtt að þeir sem eru óbólusettir séu berskjaldaðri fyrir delta-afbrigðinu en vonir stóðu til. Meðhöfundur hennar frá Oxford-háskóla, Koen Pouwels, segir að bóluefni séu líklega best til þess fallin að verja fólk fyrir alvarlegum veikindum en aðeins síður gegn smiti. Ísland er á meðal ríkja sem hafa gripið til þess ráðs að gefa fullbólusettum einstaklingum örvunarskammt til að auka virkni bólusetningarinnar. Önnur lönd hafa lagt áherslu á að endurbólusetja viðkvæma hópa fram að þessu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), sem hvatti vestræn ríki til þess að bíða með endurbólusetningu, gagnrýnir þau ríki sem gefa örvunarskammta á sama tíma og íbúar þróunarríkja séu enn óbólusettir gegn veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira