Þegar mér var nóg boðið og fór í framboð Viðar Eggertsson skrifar 18. ágúst 2021 19:00 Haustið 2019 urðu straumhvörf hjá mér. Það er saga að segja frá því hvað stórviðri skall á í mínum huga, þennan annars stillta haustdag, og ég sá að ég varð að gera eitthvað róttækt: Mér hafði verið boðið í áhugaverðan þátt Kastljós RÚV sem var Borgarafundur um málefni eldri borgara, þessa stóra og breiða aldurshóps sem kominn er á þriðja æviskeiðið. Metnaðarfull framkvæmd og þakkarverð. Umræðunni á fundinum var skipt upp í þrjú meginþemu og skipt um fólk í panel eftir þemum.Ég fékk að vera í tveim fyrstu hlutunum sem fjölluðu annars vegar um Hver er staðan nú? og hins vegar Hvað svo…? Þar leitaðist ég við að vekja athygli á þeim kjörum sem fólki á þessu breiða aldursskeiði er búið, þegar kemur að eftirlaunum. Þó það virtist ekki vera vinsælt að koma inn á þau málefni í þessum tveim hlutum, því það efni var aðal umræðuefnið í þriðja og síðasta hluta þessa Borgarafundar. Vanþekking stjórnarþingmannsins Með mér í öðrum hluta þessara tveggja panela var stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum sem virtist lítið þekkja til sögu lífeyrissjóða annars vegar og almannatrygginga hins vegar. Hann hélt fram þeim síðari tíma málatilbúnaði að lífeyrissjóðirnir hefðu verið hugsaðir sem fyrsta stoð í eftirlaunakerfinu, en almannatryggingar önnur stoð. Þarna er málum rækilega snúið á hvolf. Það þekkja allir sem hafa kynnt sér söguna af upphafi lífeyrissjóðanna að þessu var þveröfugt farið. Ég mótmælti að sjálfsögðu harðlega þessari kostulegu söguskýringu hans. „Eftirlaun” betri borgara – „Bætur” launafólks Kannski er þingmanninum vorkunn, því hann er í flokki undir forystu manns sem fer um þessar mundir með ráðuneyti fjármála í ríkisstjórn. Sá formaður og um leið fjármálaráðherra hefur verið óþreytandi að halda því fram bæði í riti og ræðu – þar á meðal úr ræðupúlti Alþingis - að eftirlaun eldri borgara frá almannatryggingum væru 300 þúsund krónur á mánuði. Um 50.000 landsmenn vita það á eigin skinni og buddu að það er ekki rétt. Eftirlaun frá almannatryggingum, sem hafa lítillega hækkað síðan árið 2019, eru nú 266.033 kr. fyrir skatt og skerðingar. Reyndar hefur ráðherrann oftast kallað þessi eftirlaun til almennra þegna landsins hinu háðulega nafni: „Bætur.” Eftirlaun almennings koma úr sama ríkissjóði og eftirlaun þingmanna og ráðherra, þó hefur hvorki hann né aðrir kallað eftirlaun þingmanna og ráðherra: „Bætur,” - af einhverjum ástæðum. Þess er vert að geta að um 20% eftirlaunafólkssem býr eitt og er ógift gefst tækifæri á sérstakri heimilisuppbót - jú rétt, það eru bætur – nú að hámarki 67.2255 kr. fyrir skatt og skerðingar. En bara að því tilskyldu að þessi hópur eftirlaunafólks hafi ekki flúið land til að skrimta skár á eftirlaunum sínum þar sem verðlag er skaplegra en hér í alsældarríkinu. Ef það gerir það þá er það umsvifalaust svipt þessari uppbót. Eldri borgara og öryrkjar skildir eftir utangarðs Hvernig sem veður skipast í launahækkunum á almennum vinnumarkaði og hvaða Lífskjarasamningar eru undirritaðir til lífskjarabóta almúgans í beinum útsendingum helstu miðla landsins, þá sitja tveir hópar samfélagsins eftir í skammarkróknum: Eldri borgarar þessarar þjóðar og öryrkjar. Þeim er gert að bíða til áramóta hverju sinni eftir sinni launahækkun. Þá hefst venjulega undarleg reiknikúnst á vísitöluhækkunum sem endar sem skertari hækkun á launum þessa fólks en aðrir hafa fengið. Því hefur orðið sívaxandi kjaragliðnun milli lægstu launa á landinu annars vegar og greiðslna úr almannatryggingum hins vegar. Að lifa fyrrtur í sápukúlu Því miður var ég ekki í þeim hluta Borgarafundarins í Kastljósi sem fjallaði sérstaklega um launakjör og afkomu eldri borgara. Ég segi því miður, því þá hefði ekki staðið á mér að mótmæla orðum stjórnarþingmannsins fyrrnefnda sem þarna var með í umræðunni og fannst sæma að taka sem dæmi um kjör eldri borgara að fólk hefði milljón [sic!] í greiðslur úr lífeyrissjóði á mánuði og því væri rétt að skerða eftirlaun eldri borgara frá almannatryggingum. Sem sagt: Allt venjulegt eftirlaunafólk á að blæða vegna örfárra sem hafa það mjög gott! Kannski sýnir þetta sápukúluna og fyrringuna sem fólk getur verið haldið sem vílar og dílar með kjör okkar á Alþingi. Því ekki þekki ég neinn sem hefur rétt á slíkum greiðslum - nema þá kannski helst alþingismenn sjálfa? Raunveruleiki eldra fólks Hitt þekki ég aftur á móti vel - af miklum fjölda fólks - sem hefur í kringum 170.000 kr. í greiðslu frá lífeyrissjóði og þegar ríkið hefur beitt skatta- og skerðingahníf sínum á greiðslurnar frá almannatryggingum, 266.033 kr., þá situr fólk eftir með alls um 300.000 kr. til að lifa á. Það er undir framfærsluviðmiði hins opinbera. Í þeirri gruggugu súpu situr lang stærsti hluti eldri borgara þessa lands. Síðaner fjöldi fólks sem ber minna úr býtum... Eftir reynslu mína af málatilbúnaði stjórnarþingmannsins var mér nóg boðið! Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í framboð og berjast fyrir eldra fólk á lélegum eftirlaunum – og hér er ég nú tilbúinn til að berjast fyrir betri kjör. Vertu með mér laugardaginn 25. september og breytum því að venjulegt eftirlaunafólk verði að lifa undir opinberu framfærsluviðmiði. Við þurfum mannúðlegri ríkistjórn. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Viðar Eggertsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Sjá meira
Haustið 2019 urðu straumhvörf hjá mér. Það er saga að segja frá því hvað stórviðri skall á í mínum huga, þennan annars stillta haustdag, og ég sá að ég varð að gera eitthvað róttækt: Mér hafði verið boðið í áhugaverðan þátt Kastljós RÚV sem var Borgarafundur um málefni eldri borgara, þessa stóra og breiða aldurshóps sem kominn er á þriðja æviskeiðið. Metnaðarfull framkvæmd og þakkarverð. Umræðunni á fundinum var skipt upp í þrjú meginþemu og skipt um fólk í panel eftir þemum.Ég fékk að vera í tveim fyrstu hlutunum sem fjölluðu annars vegar um Hver er staðan nú? og hins vegar Hvað svo…? Þar leitaðist ég við að vekja athygli á þeim kjörum sem fólki á þessu breiða aldursskeiði er búið, þegar kemur að eftirlaunum. Þó það virtist ekki vera vinsælt að koma inn á þau málefni í þessum tveim hlutum, því það efni var aðal umræðuefnið í þriðja og síðasta hluta þessa Borgarafundar. Vanþekking stjórnarþingmannsins Með mér í öðrum hluta þessara tveggja panela var stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum sem virtist lítið þekkja til sögu lífeyrissjóða annars vegar og almannatrygginga hins vegar. Hann hélt fram þeim síðari tíma málatilbúnaði að lífeyrissjóðirnir hefðu verið hugsaðir sem fyrsta stoð í eftirlaunakerfinu, en almannatryggingar önnur stoð. Þarna er málum rækilega snúið á hvolf. Það þekkja allir sem hafa kynnt sér söguna af upphafi lífeyrissjóðanna að þessu var þveröfugt farið. Ég mótmælti að sjálfsögðu harðlega þessari kostulegu söguskýringu hans. „Eftirlaun” betri borgara – „Bætur” launafólks Kannski er þingmanninum vorkunn, því hann er í flokki undir forystu manns sem fer um þessar mundir með ráðuneyti fjármála í ríkisstjórn. Sá formaður og um leið fjármálaráðherra hefur verið óþreytandi að halda því fram bæði í riti og ræðu – þar á meðal úr ræðupúlti Alþingis - að eftirlaun eldri borgara frá almannatryggingum væru 300 þúsund krónur á mánuði. Um 50.000 landsmenn vita það á eigin skinni og buddu að það er ekki rétt. Eftirlaun frá almannatryggingum, sem hafa lítillega hækkað síðan árið 2019, eru nú 266.033 kr. fyrir skatt og skerðingar. Reyndar hefur ráðherrann oftast kallað þessi eftirlaun til almennra þegna landsins hinu háðulega nafni: „Bætur.” Eftirlaun almennings koma úr sama ríkissjóði og eftirlaun þingmanna og ráðherra, þó hefur hvorki hann né aðrir kallað eftirlaun þingmanna og ráðherra: „Bætur,” - af einhverjum ástæðum. Þess er vert að geta að um 20% eftirlaunafólkssem býr eitt og er ógift gefst tækifæri á sérstakri heimilisuppbót - jú rétt, það eru bætur – nú að hámarki 67.2255 kr. fyrir skatt og skerðingar. En bara að því tilskyldu að þessi hópur eftirlaunafólks hafi ekki flúið land til að skrimta skár á eftirlaunum sínum þar sem verðlag er skaplegra en hér í alsældarríkinu. Ef það gerir það þá er það umsvifalaust svipt þessari uppbót. Eldri borgara og öryrkjar skildir eftir utangarðs Hvernig sem veður skipast í launahækkunum á almennum vinnumarkaði og hvaða Lífskjarasamningar eru undirritaðir til lífskjarabóta almúgans í beinum útsendingum helstu miðla landsins, þá sitja tveir hópar samfélagsins eftir í skammarkróknum: Eldri borgarar þessarar þjóðar og öryrkjar. Þeim er gert að bíða til áramóta hverju sinni eftir sinni launahækkun. Þá hefst venjulega undarleg reiknikúnst á vísitöluhækkunum sem endar sem skertari hækkun á launum þessa fólks en aðrir hafa fengið. Því hefur orðið sívaxandi kjaragliðnun milli lægstu launa á landinu annars vegar og greiðslna úr almannatryggingum hins vegar. Að lifa fyrrtur í sápukúlu Því miður var ég ekki í þeim hluta Borgarafundarins í Kastljósi sem fjallaði sérstaklega um launakjör og afkomu eldri borgara. Ég segi því miður, því þá hefði ekki staðið á mér að mótmæla orðum stjórnarþingmannsins fyrrnefnda sem þarna var með í umræðunni og fannst sæma að taka sem dæmi um kjör eldri borgara að fólk hefði milljón [sic!] í greiðslur úr lífeyrissjóði á mánuði og því væri rétt að skerða eftirlaun eldri borgara frá almannatryggingum. Sem sagt: Allt venjulegt eftirlaunafólk á að blæða vegna örfárra sem hafa það mjög gott! Kannski sýnir þetta sápukúluna og fyrringuna sem fólk getur verið haldið sem vílar og dílar með kjör okkar á Alþingi. Því ekki þekki ég neinn sem hefur rétt á slíkum greiðslum - nema þá kannski helst alþingismenn sjálfa? Raunveruleiki eldra fólks Hitt þekki ég aftur á móti vel - af miklum fjölda fólks - sem hefur í kringum 170.000 kr. í greiðslu frá lífeyrissjóði og þegar ríkið hefur beitt skatta- og skerðingahníf sínum á greiðslurnar frá almannatryggingum, 266.033 kr., þá situr fólk eftir með alls um 300.000 kr. til að lifa á. Það er undir framfærsluviðmiði hins opinbera. Í þeirri gruggugu súpu situr lang stærsti hluti eldri borgara þessa lands. Síðaner fjöldi fólks sem ber minna úr býtum... Eftir reynslu mína af málatilbúnaði stjórnarþingmannsins var mér nóg boðið! Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í framboð og berjast fyrir eldra fólk á lélegum eftirlaunum – og hér er ég nú tilbúinn til að berjast fyrir betri kjör. Vertu með mér laugardaginn 25. september og breytum því að venjulegt eftirlaunafólk verði að lifa undir opinberu framfærsluviðmiði. Við þurfum mannúðlegri ríkistjórn. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun