Alvöru McKinsey Halldór Auðar Svansson skrifar 15. ágúst 2021 12:01 Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er með áhugavert kosningaupplegg um yfirstandandi Covid-bylgju. Hann segir það óásættanlegt að Landspítalinn ráði ekki við álagið vegna hennar og að það sé alveg bölvað að það þurfi að standa í sóttvarnaaðgerðum út af því. Þar vísar hann í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann nýlega fyrir heilbrigðisráðuneytið, en hún á víst að sýna fram á að framleiðni í heilbrigðiskerfinu hafi ekki aukist í samræmi við aukið fjármagn og að lausnin sé hreint ekki enn aukið fjármagn. Hér er greinilega meiningin að selja kjósendum þá hugmynd að fjármálaráðherrann hafi skilað sínu, auknum framlögum, en að kenna megi einhverju allt öðru en honum um að þessi framlög hafi ekki nýst nægilega vel. Í kaupbæti fylgir sú hugmynd að bara ef framlögin myndu nýtast betur þá mætti kannski komast hjá því að beita almenning sóttvarnaaðgerðum. Kosningauppleggið er þannig að ráðherrann sem skilaði sínu neyðist til að beita sóttvarnaaðgerðum af því að einhverjir aðrir en hann eru bara ekki að standa sig. Það má segja æði margt um þetta upplegg ráðherrans, stóryrði eins og ómerkilegheit, ábyrgðarleysi og óskhyggja koma upp í hugann, en kannski er réttast að halda sig bara við einfalda áréttingu á því hvað stendur í alvörunni í umræddri skýrslu McKinsey. Ég ætla að forðast að sinni þann súra pytt að rýna í hvort heilbrigðiskerfið „eigi“ að geta ráðið við Covid-bylgjuna án almennra sóttvarnaaðgerða. Það er einfaldara verkefni að skoða bara hvað segir í skýrslunni og það er líka hægt að setja í almennara samhengi en það aukaálag á kerfið sem Covid er að valda. Umræðan er jú um heilbrigðiskerfið í heild sinni. Staðreyndin er nefnilega sú að í þessari skýrslu er ekki skoðað sérstaklega hvernig aukin fjárframlög hafa verið að nýtast og hvergi er fullyrt að það sé sérstakt áhyggjuefni að framleiðni hafi ekki aukist til samræmis við fjármagn. Vissulega er komið inn á að framleiðni í ákveðnum þáttum kerfisins hafi minnkað og að fjárframlög hafi aukist en það er mjög ódýr brella að fullyrða út frá þessu að framlögin gætu verið að skila sér betur. Það eru ýmsar aðrar skýringar sem ekki er hægt að útiloka – ein er sú að framlögin séu einfaldlega enn ekki nægilega mikil til að sporna almennilega við vandamálum sem eru að valda minnkaðri framleiðni. Að þó að þau séu að aukast þá sé álag á ákveðna þætti kerfisins að aukast enn hraðar. Það eru raunar vísbendingar í skýrslunni sjálfri sem renna stoðum undir þessa kenningu. Framleiðni í skurðaðgerðum er til að mynda betri en á viðmiðunarsjúkrahúsum á Skáni en í skýrslunni segir að framleiðni skorti þegar kemur að flöskuhálsum á borð við: Óvanalega hátt hlutfall fólks sem leitar til Landspítalans vegna einfaldari vandamála. Þetta megi leysa með því að efla heilsugæslu. Óvanalega langan legutíma. Þetta megi leysa með því að fjölga úrræðum á hjúkrunarheimilum. Aðra alveg frekar sterka vísbendingu er að finna í samanburði á heildarútgjöldum til heilbrigðismála á mann milli Íslands og annarra Norðurlanda, þar sem fram kemur að þrátt fyrir aukningu undanfarin ár þá stendur Ísland þeim enn að baki. Samantekið þá er ekki erfitt að lesa úr þessu að spítalarnir sjálfir séu með ágæta framleiðni en að skortur á fjármögnun í þeim hlutum kerfisins sem gætu verið að létta álaginu af þeim sé að valda óskilvirkni. Að lausnirnar felist þannig ekki í því láta tannhjól íslenska kerfisins bara snúast enn hraðar, heldur í því að bæta fleirum við - þá óhjákvæmilega með auknum tilkostnaði. Svona svipað og samanburðarlöndin eru að gera þetta. Fjármálaráðherrann bara getur ekki vikið sér svo auðveldlega undan þeirri spurningu hvort aukin framlög myndu ekki skila sér í betra kerfi, eiginlega síst af öllu með því að vísa í McKinsey. Alvöru McKinsey segir nefnilega annað en hann heldur fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Halldór Auðar Svansson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er með áhugavert kosningaupplegg um yfirstandandi Covid-bylgju. Hann segir það óásættanlegt að Landspítalinn ráði ekki við álagið vegna hennar og að það sé alveg bölvað að það þurfi að standa í sóttvarnaaðgerðum út af því. Þar vísar hann í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann nýlega fyrir heilbrigðisráðuneytið, en hún á víst að sýna fram á að framleiðni í heilbrigðiskerfinu hafi ekki aukist í samræmi við aukið fjármagn og að lausnin sé hreint ekki enn aukið fjármagn. Hér er greinilega meiningin að selja kjósendum þá hugmynd að fjármálaráðherrann hafi skilað sínu, auknum framlögum, en að kenna megi einhverju allt öðru en honum um að þessi framlög hafi ekki nýst nægilega vel. Í kaupbæti fylgir sú hugmynd að bara ef framlögin myndu nýtast betur þá mætti kannski komast hjá því að beita almenning sóttvarnaaðgerðum. Kosningauppleggið er þannig að ráðherrann sem skilaði sínu neyðist til að beita sóttvarnaaðgerðum af því að einhverjir aðrir en hann eru bara ekki að standa sig. Það má segja æði margt um þetta upplegg ráðherrans, stóryrði eins og ómerkilegheit, ábyrgðarleysi og óskhyggja koma upp í hugann, en kannski er réttast að halda sig bara við einfalda áréttingu á því hvað stendur í alvörunni í umræddri skýrslu McKinsey. Ég ætla að forðast að sinni þann súra pytt að rýna í hvort heilbrigðiskerfið „eigi“ að geta ráðið við Covid-bylgjuna án almennra sóttvarnaaðgerða. Það er einfaldara verkefni að skoða bara hvað segir í skýrslunni og það er líka hægt að setja í almennara samhengi en það aukaálag á kerfið sem Covid er að valda. Umræðan er jú um heilbrigðiskerfið í heild sinni. Staðreyndin er nefnilega sú að í þessari skýrslu er ekki skoðað sérstaklega hvernig aukin fjárframlög hafa verið að nýtast og hvergi er fullyrt að það sé sérstakt áhyggjuefni að framleiðni hafi ekki aukist til samræmis við fjármagn. Vissulega er komið inn á að framleiðni í ákveðnum þáttum kerfisins hafi minnkað og að fjárframlög hafi aukist en það er mjög ódýr brella að fullyrða út frá þessu að framlögin gætu verið að skila sér betur. Það eru ýmsar aðrar skýringar sem ekki er hægt að útiloka – ein er sú að framlögin séu einfaldlega enn ekki nægilega mikil til að sporna almennilega við vandamálum sem eru að valda minnkaðri framleiðni. Að þó að þau séu að aukast þá sé álag á ákveðna þætti kerfisins að aukast enn hraðar. Það eru raunar vísbendingar í skýrslunni sjálfri sem renna stoðum undir þessa kenningu. Framleiðni í skurðaðgerðum er til að mynda betri en á viðmiðunarsjúkrahúsum á Skáni en í skýrslunni segir að framleiðni skorti þegar kemur að flöskuhálsum á borð við: Óvanalega hátt hlutfall fólks sem leitar til Landspítalans vegna einfaldari vandamála. Þetta megi leysa með því að efla heilsugæslu. Óvanalega langan legutíma. Þetta megi leysa með því að fjölga úrræðum á hjúkrunarheimilum. Aðra alveg frekar sterka vísbendingu er að finna í samanburði á heildarútgjöldum til heilbrigðismála á mann milli Íslands og annarra Norðurlanda, þar sem fram kemur að þrátt fyrir aukningu undanfarin ár þá stendur Ísland þeim enn að baki. Samantekið þá er ekki erfitt að lesa úr þessu að spítalarnir sjálfir séu með ágæta framleiðni en að skortur á fjármögnun í þeim hlutum kerfisins sem gætu verið að létta álaginu af þeim sé að valda óskilvirkni. Að lausnirnar felist þannig ekki í því láta tannhjól íslenska kerfisins bara snúast enn hraðar, heldur í því að bæta fleirum við - þá óhjákvæmilega með auknum tilkostnaði. Svona svipað og samanburðarlöndin eru að gera þetta. Fjármálaráðherrann bara getur ekki vikið sér svo auðveldlega undan þeirri spurningu hvort aukin framlög myndu ekki skila sér í betra kerfi, eiginlega síst af öllu með því að vísa í McKinsey. Alvöru McKinsey segir nefnilega annað en hann heldur fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun