Þingið verði að bregðast hratt við berist viðvörunarorð frá lögreglu vegna sjálfvirkra skotvopna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2021 20:01 Stöð 2/Einar Þingmaður segir aukinn innflutning á sjálfvirkum skotvopnum vekja óhug. Þingmenn verði að hlusta á lögregluna og bregðast hratt við ef viðvörunarorð berist frá henni vegna fjölda sjálfvirkra vopna á Íslandi. Í vikunni greindum við frá því að 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020 þegar 252 slík vopn voru flutt inn til landsins en þau voru einungis nítján árið á undan. Fjöldinn vekur óhug Þingmaður segir þessa miklu fjölgun vekja óhug. „Þetta er ekki bara lítil fjölgun heldur gríðarlega mikil fjölgun og þá vitum við það að það eru sjálfvirkar vélbyssur í umferð allavegana, þó svo að þær eigi að vera kyrfilega geymdar og í eigu safnara að mesu leyti til,“ sagði Rósa Björk Bynjólfsdóttir, þingmaður. Fjölgun innfluttra skotvopna virðist vera vegna áhuga safnara og rýmri skilgreiningu á safnvopni. Í vor fjallaði Kompás ítarlega um skipulagða glæpastarfsemi en allt bendir til þess að hún hafi færst í vöxt á Íslandi. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir aukna hörku einkenna undirheima Íslands. „Þá náttúrulega setur maður þetta kannski í samhengi við það að það sé hægt að stela byssum og koma þeim í markað og umferð í ólöglegum tilgangi og oft skelfilegum tilgangi.“ Hlusta þurfi á lögregluna berist viðvörunarorð Sjö byssum var stolið á síðasta ári en þær byssur sem notaðar hafa verið í ólöglegum tilgangi hér á landi voru flestar stolnar. „Við þurfum líka að hlusta á lögregluna. Hvernig þau meta stöðuna. Hvort þau séu að kalla eftir skýrari reglugerð eða skýrari og styrkari löggjöf í kringum þetta. Um leið og það koma einhvers konar viðvörunarorð frá lögreglunni þá held ég að við þurfum að bregðast mjög hratt og mjög skjótt við. Ef lögreglan telur að þetta sé of rúm reglugerð þá verðum við að bregðast mjög skjótt við.“ Skotvopn Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46 Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47 Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11. ágúst 2021 20:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í vikunni greindum við frá því að 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020 þegar 252 slík vopn voru flutt inn til landsins en þau voru einungis nítján árið á undan. Fjöldinn vekur óhug Þingmaður segir þessa miklu fjölgun vekja óhug. „Þetta er ekki bara lítil fjölgun heldur gríðarlega mikil fjölgun og þá vitum við það að það eru sjálfvirkar vélbyssur í umferð allavegana, þó svo að þær eigi að vera kyrfilega geymdar og í eigu safnara að mesu leyti til,“ sagði Rósa Björk Bynjólfsdóttir, þingmaður. Fjölgun innfluttra skotvopna virðist vera vegna áhuga safnara og rýmri skilgreiningu á safnvopni. Í vor fjallaði Kompás ítarlega um skipulagða glæpastarfsemi en allt bendir til þess að hún hafi færst í vöxt á Íslandi. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir aukna hörku einkenna undirheima Íslands. „Þá náttúrulega setur maður þetta kannski í samhengi við það að það sé hægt að stela byssum og koma þeim í markað og umferð í ólöglegum tilgangi og oft skelfilegum tilgangi.“ Hlusta þurfi á lögregluna berist viðvörunarorð Sjö byssum var stolið á síðasta ári en þær byssur sem notaðar hafa verið í ólöglegum tilgangi hér á landi voru flestar stolnar. „Við þurfum líka að hlusta á lögregluna. Hvernig þau meta stöðuna. Hvort þau séu að kalla eftir skýrari reglugerð eða skýrari og styrkari löggjöf í kringum þetta. Um leið og það koma einhvers konar viðvörunarorð frá lögreglunni þá held ég að við þurfum að bregðast mjög hratt og mjög skjótt við. Ef lögreglan telur að þetta sé of rúm reglugerð þá verðum við að bregðast mjög skjótt við.“
Skotvopn Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46 Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47 Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11. ágúst 2021 20:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46
Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47
Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11. ágúst 2021 20:36