Þingið verði að bregðast hratt við berist viðvörunarorð frá lögreglu vegna sjálfvirkra skotvopna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2021 20:01 Stöð 2/Einar Þingmaður segir aukinn innflutning á sjálfvirkum skotvopnum vekja óhug. Þingmenn verði að hlusta á lögregluna og bregðast hratt við ef viðvörunarorð berist frá henni vegna fjölda sjálfvirkra vopna á Íslandi. Í vikunni greindum við frá því að 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020 þegar 252 slík vopn voru flutt inn til landsins en þau voru einungis nítján árið á undan. Fjöldinn vekur óhug Þingmaður segir þessa miklu fjölgun vekja óhug. „Þetta er ekki bara lítil fjölgun heldur gríðarlega mikil fjölgun og þá vitum við það að það eru sjálfvirkar vélbyssur í umferð allavegana, þó svo að þær eigi að vera kyrfilega geymdar og í eigu safnara að mesu leyti til,“ sagði Rósa Björk Bynjólfsdóttir, þingmaður. Fjölgun innfluttra skotvopna virðist vera vegna áhuga safnara og rýmri skilgreiningu á safnvopni. Í vor fjallaði Kompás ítarlega um skipulagða glæpastarfsemi en allt bendir til þess að hún hafi færst í vöxt á Íslandi. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir aukna hörku einkenna undirheima Íslands. „Þá náttúrulega setur maður þetta kannski í samhengi við það að það sé hægt að stela byssum og koma þeim í markað og umferð í ólöglegum tilgangi og oft skelfilegum tilgangi.“ Hlusta þurfi á lögregluna berist viðvörunarorð Sjö byssum var stolið á síðasta ári en þær byssur sem notaðar hafa verið í ólöglegum tilgangi hér á landi voru flestar stolnar. „Við þurfum líka að hlusta á lögregluna. Hvernig þau meta stöðuna. Hvort þau séu að kalla eftir skýrari reglugerð eða skýrari og styrkari löggjöf í kringum þetta. Um leið og það koma einhvers konar viðvörunarorð frá lögreglunni þá held ég að við þurfum að bregðast mjög hratt og mjög skjótt við. Ef lögreglan telur að þetta sé of rúm reglugerð þá verðum við að bregðast mjög skjótt við.“ Skotvopn Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46 Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47 Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11. ágúst 2021 20:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Í vikunni greindum við frá því að 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020 þegar 252 slík vopn voru flutt inn til landsins en þau voru einungis nítján árið á undan. Fjöldinn vekur óhug Þingmaður segir þessa miklu fjölgun vekja óhug. „Þetta er ekki bara lítil fjölgun heldur gríðarlega mikil fjölgun og þá vitum við það að það eru sjálfvirkar vélbyssur í umferð allavegana, þó svo að þær eigi að vera kyrfilega geymdar og í eigu safnara að mesu leyti til,“ sagði Rósa Björk Bynjólfsdóttir, þingmaður. Fjölgun innfluttra skotvopna virðist vera vegna áhuga safnara og rýmri skilgreiningu á safnvopni. Í vor fjallaði Kompás ítarlega um skipulagða glæpastarfsemi en allt bendir til þess að hún hafi færst í vöxt á Íslandi. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir aukna hörku einkenna undirheima Íslands. „Þá náttúrulega setur maður þetta kannski í samhengi við það að það sé hægt að stela byssum og koma þeim í markað og umferð í ólöglegum tilgangi og oft skelfilegum tilgangi.“ Hlusta þurfi á lögregluna berist viðvörunarorð Sjö byssum var stolið á síðasta ári en þær byssur sem notaðar hafa verið í ólöglegum tilgangi hér á landi voru flestar stolnar. „Við þurfum líka að hlusta á lögregluna. Hvernig þau meta stöðuna. Hvort þau séu að kalla eftir skýrari reglugerð eða skýrari og styrkari löggjöf í kringum þetta. Um leið og það koma einhvers konar viðvörunarorð frá lögreglunni þá held ég að við þurfum að bregðast mjög hratt og mjög skjótt við. Ef lögreglan telur að þetta sé of rúm reglugerð þá verðum við að bregðast mjög skjótt við.“
Skotvopn Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46 Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47 Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11. ágúst 2021 20:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46
Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47
Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11. ágúst 2021 20:36