Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 15:53 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur gengið hart fram gegn stjórnarandstöðunni í landinu í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í september. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. Navalní situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð eldri dóms sem han hlaut. Rússnesk yfirvöld töldu að Navalní hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram á meðan hann dvaldi í Þýskalandi þar sem hann var fimm mánuði að jafna sig eftir taugaeiturstilræði í fyrra. Navalní sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en þau hafna því. Rannsóknarlögregla rússnesku alríkisstjórnarinnar sagðist í dag hafa ákært Navalní fyrir að stofna félagasamtök sem brjóta á réttindum fólks, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjóður hans gegn spillingu hafi hvatt fólk til að brjóta lög með því að hvetja þá til þátttöku í mótmælum sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir í janúar. Sjóðurinn hefur birt tugi myndbanda með ásökunum um spillingu æðstu ráðamanna þjóðarinnar sem hafa jafnan vakið mikla athygli. Nýlega birti hann myndband þar sem því var haldið fram að Vladímír Pútín forseti ætti íburðarmikla höll við Svartahaf sem auðkýfingar hafi greitt fyrir. Svæðissamtök stuðningsmanna Navalní um allt Rússland hafa ennfremur skipulagt mótmæli og hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað frambjóðendum Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín, í kosningum. Bæla niður allt andóf fyrir þingkosningarnar í september Stjórn Pútín hefur undanfarið gengið á milli bols og höfuð á stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í næsta mánuði. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn, sætt húsleit eða ákærum fyrir ýmsar sakir. Þá hefur frjálsum fjölmiðlum verði lokað eða þeir skilgreindir sem útsendarar erlendra ríkja sem sæta opinberu eftirlit. Dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara og úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök í júní. Úrskurðurinn þýðir að bandamenn Navalní sem unnu fyrir samtökin eru ekki kjörgengir í þingkosningunum og gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Rannsóknarlögreglan tilkynnti í gær að hún hefði tvo nánustu ráðgjafa Navalní til rannsóknar, þá Leonid Volkov og Ivan Zhadanov. Þeir eru sakaðir um að hafa safnað fé fyrir öfgasamtök. Þeir eiga yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm verði þeir ákærðir og fundnir sekir. Þeir hafa báðir flúið Rússland. Oleg, bróðir Navalní, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hvetja til götumótmæla í trássi við sóttvarnareglur í síðustu viku. Ljúbov Sobol, annar náinn bandamaður Navalní, hlaut sambærilegan eins og hálfs árs skilorðsbundinn dóm. Pútín hefur nú verið forseti í meira en tuttugu ár. Í hans tíð hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna ýmist verið fangelsaðir, myrtir eða látið lífið við grunsamlegar kringumstæður. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Navalní situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð eldri dóms sem han hlaut. Rússnesk yfirvöld töldu að Navalní hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram á meðan hann dvaldi í Þýskalandi þar sem hann var fimm mánuði að jafna sig eftir taugaeiturstilræði í fyrra. Navalní sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en þau hafna því. Rannsóknarlögregla rússnesku alríkisstjórnarinnar sagðist í dag hafa ákært Navalní fyrir að stofna félagasamtök sem brjóta á réttindum fólks, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjóður hans gegn spillingu hafi hvatt fólk til að brjóta lög með því að hvetja þá til þátttöku í mótmælum sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir í janúar. Sjóðurinn hefur birt tugi myndbanda með ásökunum um spillingu æðstu ráðamanna þjóðarinnar sem hafa jafnan vakið mikla athygli. Nýlega birti hann myndband þar sem því var haldið fram að Vladímír Pútín forseti ætti íburðarmikla höll við Svartahaf sem auðkýfingar hafi greitt fyrir. Svæðissamtök stuðningsmanna Navalní um allt Rússland hafa ennfremur skipulagt mótmæli og hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað frambjóðendum Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín, í kosningum. Bæla niður allt andóf fyrir þingkosningarnar í september Stjórn Pútín hefur undanfarið gengið á milli bols og höfuð á stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í næsta mánuði. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn, sætt húsleit eða ákærum fyrir ýmsar sakir. Þá hefur frjálsum fjölmiðlum verði lokað eða þeir skilgreindir sem útsendarar erlendra ríkja sem sæta opinberu eftirlit. Dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara og úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök í júní. Úrskurðurinn þýðir að bandamenn Navalní sem unnu fyrir samtökin eru ekki kjörgengir í þingkosningunum og gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Rannsóknarlögreglan tilkynnti í gær að hún hefði tvo nánustu ráðgjafa Navalní til rannsóknar, þá Leonid Volkov og Ivan Zhadanov. Þeir eru sakaðir um að hafa safnað fé fyrir öfgasamtök. Þeir eiga yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm verði þeir ákærðir og fundnir sekir. Þeir hafa báðir flúið Rússland. Oleg, bróðir Navalní, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hvetja til götumótmæla í trássi við sóttvarnareglur í síðustu viku. Ljúbov Sobol, annar náinn bandamaður Navalní, hlaut sambærilegan eins og hálfs árs skilorðsbundinn dóm. Pútín hefur nú verið forseti í meira en tuttugu ár. Í hans tíð hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna ýmist verið fangelsaðir, myrtir eða látið lífið við grunsamlegar kringumstæður.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira