Hinn duldi faraldur María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 10:00 Ofbeldi er ekkert annað en faraldur. Ógeðslegur faraldur af mannavöldum sem hefur gríðarlegan eyðileggingarmátt. Ný bylgja skall á með krafti. Enn ein bylgjan. Ólíkt þeim heimsfaraldri sem við höfum verið að kljást við síðastliðið ár er ekkert bóluefni í boði, enginn settur í sóttkví, ekkert þríeyki. En í báðum tilvikum er „óvinurinn“ ósýnilegur. Eða svona hér um bil. Þolendur burðast yfirleitt einir með sína skömm. Ofbeldisfaraldurinn er kannski ekki jafn bersýnilegur þó svo að áhrifin séu alvarleg og raunar oft lífshættuleg. Langtímaafleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi eru þekktar. Að ná fullum bata er því miður ekki alltaf gerlegt. Þau sem verða fyrir ofbeldi lifa með því alla sína ævi. Ég þekki það á eigin skinni. Daglegir upplýsingafundir COVID-19 tölfræðin hefur oft verið sláandi. Og samhliða hefur ofbeldi því miður aukist. Það er hinn duldi faraldur. Segjum sem svo að ofbeldisfaraldurinn yrði tæklaður af jafn mikilli festu. Hvernig myndi tölfræðin líta út? Ef öll ofbeldistilvik í samfélaginu okkar yrðu skráð samviskusamlega niður, hvert og eitt og birt opinberlega á miðlægri síðu daglega? Hversu margir eru alvarlega veikir, líkamlega og andlega og fjöldi dauðsfalla skráð samviskusamlega niður. Myndi almenningur þá fyrst vakna og átta sig á alvarleika málsins? Viðbrögð stjórnvalda væru líklega afdráttarlaus. Ráðherra myndi stíga fram og segja að aðeins samheldni og engin meðvirkni gagnvart vánni geti sigrað meinið. Strangar takmarkanir yrðu settar á þangað til að tölur færu niður. Þríeyki ofbeldisvarna myndi halda daglega upplýsingafundi, koma fram af festu og leggja línur um ofbeldislaust samfélag. Þið þekkið þetta. Ég þori að fullyrða að þar myndi ófögur sjón blasa við. Ég er alls ekki að leggja það til. Ekki misskilja. En maður spyr sig hvort slíkt myndi varpa ljósi á alvarleika faraldursins og fleiri myndu láta sig málið varða. Staðreyndir málsins Konur hafa í áratugi barist fyrir tilverurétti sínum og öryggi sínu. Byltingar, bylgjur og baráttur. Konur hafa haldið á þessum bolta, skilað skömminni, öskrað, grátið og öskrað aðeins meira. Aftur og aftur. Hversu margar samfélagsmiðlaherferðir þurfa að verða til þess að eitthvað breytist varanlega? Karlmenn eru hægt og rólega að þora að grípa boltann og það er gott. Það mætti gerast hraðar. Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk axlar ábyrgð á gjörðum sínum. En ég vil enn frekar búa í samfélagi þar sem ofbeldi er ekki grasserandi samfélagsmein. Kynjahlutverk og ranghugmyndir um samskipti á milli kynja er svo annað. Öllu máli skiptir að vandinn sé uppi á borði. Fyrir allra augum. Þannig og aðeins þannig getum við ráðið niðurlögum þessa faraldurs. Og fyrir mína parta er það löngu tímabært. Hættum þessari meðvirkni takk og komum í veg fyrir að það þurfi enn eina bylgjuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi er ekkert annað en faraldur. Ógeðslegur faraldur af mannavöldum sem hefur gríðarlegan eyðileggingarmátt. Ný bylgja skall á með krafti. Enn ein bylgjan. Ólíkt þeim heimsfaraldri sem við höfum verið að kljást við síðastliðið ár er ekkert bóluefni í boði, enginn settur í sóttkví, ekkert þríeyki. En í báðum tilvikum er „óvinurinn“ ósýnilegur. Eða svona hér um bil. Þolendur burðast yfirleitt einir með sína skömm. Ofbeldisfaraldurinn er kannski ekki jafn bersýnilegur þó svo að áhrifin séu alvarleg og raunar oft lífshættuleg. Langtímaafleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi eru þekktar. Að ná fullum bata er því miður ekki alltaf gerlegt. Þau sem verða fyrir ofbeldi lifa með því alla sína ævi. Ég þekki það á eigin skinni. Daglegir upplýsingafundir COVID-19 tölfræðin hefur oft verið sláandi. Og samhliða hefur ofbeldi því miður aukist. Það er hinn duldi faraldur. Segjum sem svo að ofbeldisfaraldurinn yrði tæklaður af jafn mikilli festu. Hvernig myndi tölfræðin líta út? Ef öll ofbeldistilvik í samfélaginu okkar yrðu skráð samviskusamlega niður, hvert og eitt og birt opinberlega á miðlægri síðu daglega? Hversu margir eru alvarlega veikir, líkamlega og andlega og fjöldi dauðsfalla skráð samviskusamlega niður. Myndi almenningur þá fyrst vakna og átta sig á alvarleika málsins? Viðbrögð stjórnvalda væru líklega afdráttarlaus. Ráðherra myndi stíga fram og segja að aðeins samheldni og engin meðvirkni gagnvart vánni geti sigrað meinið. Strangar takmarkanir yrðu settar á þangað til að tölur færu niður. Þríeyki ofbeldisvarna myndi halda daglega upplýsingafundi, koma fram af festu og leggja línur um ofbeldislaust samfélag. Þið þekkið þetta. Ég þori að fullyrða að þar myndi ófögur sjón blasa við. Ég er alls ekki að leggja það til. Ekki misskilja. En maður spyr sig hvort slíkt myndi varpa ljósi á alvarleika faraldursins og fleiri myndu láta sig málið varða. Staðreyndir málsins Konur hafa í áratugi barist fyrir tilverurétti sínum og öryggi sínu. Byltingar, bylgjur og baráttur. Konur hafa haldið á þessum bolta, skilað skömminni, öskrað, grátið og öskrað aðeins meira. Aftur og aftur. Hversu margar samfélagsmiðlaherferðir þurfa að verða til þess að eitthvað breytist varanlega? Karlmenn eru hægt og rólega að þora að grípa boltann og það er gott. Það mætti gerast hraðar. Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk axlar ábyrgð á gjörðum sínum. En ég vil enn frekar búa í samfélagi þar sem ofbeldi er ekki grasserandi samfélagsmein. Kynjahlutverk og ranghugmyndir um samskipti á milli kynja er svo annað. Öllu máli skiptir að vandinn sé uppi á borði. Fyrir allra augum. Þannig og aðeins þannig getum við ráðið niðurlögum þessa faraldurs. Og fyrir mína parta er það löngu tímabært. Hættum þessari meðvirkni takk og komum í veg fyrir að það þurfi enn eina bylgjuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar