Ballið búið hjá Bónus á Korputorgi eftir áralangar deilur Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2021 14:47 Þessi mynd er af röð sem myndaðist þegar Bónus var fyrst opnað á Korputorgi árið 2009. Vísir/Bónus Bónusversluninni að Korputorgi var lokað í gær þar sem ekki tókst að endurnýja leigusamning. Verslunin bauð 30 prósent afslátt af öllum vörum til þess að auðvelda rýmingu. Í samtali við fréttastofu segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss ástæðu lokunarinnar vera að leigusamningur milli Haga hf., eiganda Bónuss, og eigenda Korputorgs sé útrunninn. Reynt hafi verið að fá hann framlengdan en eigendur hússins, ÍSAM, hafa aðrar áætlanir fyrir framtíð hússins. ÍSAM hefur ákveðið, að sögn Guðmundar, að koma starfsemi sinni undir eitt þak á Korputorgi. Nú þegar hefur starfsemi Myllunnar og Frón verið færð á torgið. Töpuðu dómsmáli Guðmundur segir aðdraganda lokunarinnar hafa verið tæp þrjú ár. Hagar töldu sig eiga forkaupsrétt að þeim hluta Korputorgs sem hýsti Bónus vegna ákvæðis í leigusamningi. Hagar höfðuðu dómsmál árið 2017 þar sem félagið taldi að forkaupsréttur þeirra hafi verið virtur að vettugi þegar nýjir eigendur eignuðust Korputorg. Guðmundur segir að sér finnist hreint ótrúlegt að Hagar hafi tapað málinu og þar með forkaupsrétti sínum. Málið fór alla leið fyrir Hæstarétt sem dæmdi seljendum Korputorgs í vil líkt og héraðsdómur og Landsréttur. Guðmundur segir að rekstur verslunarinnar á Korputorgi hafi gengið vel og því sé leiðinlegt að þurfa að loka henni. Þrettán starfsmenn hafi starfað í versluninni en þeim verði fundin önnur störf innan fyrirtækisins og engum verði sagt upp. Fá ekki að færa matvöruleyfi Guðmundur segir að Högum standi til boða húsnæði nálægt Korputorgi sem myndi henta starfsemi Bónuss. Hingað til hefur flutningurinn strandað á því að ekki fæst leyfi hjá Reykjavíkurborg til að færa matvöruleyfi frá Korputorgi yfir á nýtt húsnæði. Guðmundur segist þó vera vongóður um að leyfi fáist fljótlega og að Bónus muni geta opnað nýja verslun innan tíðar á svæðinu. Tugir biðu fyrir utan í gærmorgun Guðmundur segir að mikið hafi verið að gera í versluninni í gær og að meira og minna allt sé búið. Áður en búðin opnaði í gærmorgun höfðu tugir manna safnast saman fyrir utan búðina að sögn Guðmundar. „Þetta tók fljótt af,“ segir hann og vísar til þess að búðin hafi nánast tæmst á stuttum tíma. Ef èg hefði vitað að ég myndi eyða næst seinasta sumarfrísdeginum mínum í lengstu Bónusferð sem ég hef farið í. (þar sem allt er á 30% afslætti), Þá hefði ég frekar fórnað fríinu. Ætli ég þurfi að fara í sóttkví eftir þessa ferð?— Gisli Berg (@gisliberg) August 5, 2021 Aðspurður segir Guðmundur að það hafi verið nokkur fórnarkostnaður að bjóða 30 prósenta afslátt af öllum vörum þegar búðinni var lokað. Hann segir þó að bæði neytendur og fyrirtækið græði á því. „Kúnninn er í raun að hjálpa að tæma,“ segir Guðmundur. Þá segir hann sig geta dregið lærdóm af rýmingarsölunni. „Ef varan selst ekki á 30% afslætti, á hún þá heima í vöruvali Bónuss?“ veltir hann fyrir sér. Reykjavík Neytendur Verslun Tengdar fréttir Hagar leita til dómstóla vegna Korputorgssölu Hagar telja sig eiga forkaupsrétt á húsnæði Bónuss á Korputorgi. Móðurfélag Ísam keypti fasteignafélagið í október í fyrra en Hagar hafa stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eigendum verslunarkjarnans fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 5. maí 2017 07:00 Hagar áttu ekki forkaupsrétt á Korputorgi Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. 12. júní 2020 17:57 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss ástæðu lokunarinnar vera að leigusamningur milli Haga hf., eiganda Bónuss, og eigenda Korputorgs sé útrunninn. Reynt hafi verið að fá hann framlengdan en eigendur hússins, ÍSAM, hafa aðrar áætlanir fyrir framtíð hússins. ÍSAM hefur ákveðið, að sögn Guðmundar, að koma starfsemi sinni undir eitt þak á Korputorgi. Nú þegar hefur starfsemi Myllunnar og Frón verið færð á torgið. Töpuðu dómsmáli Guðmundur segir aðdraganda lokunarinnar hafa verið tæp þrjú ár. Hagar töldu sig eiga forkaupsrétt að þeim hluta Korputorgs sem hýsti Bónus vegna ákvæðis í leigusamningi. Hagar höfðuðu dómsmál árið 2017 þar sem félagið taldi að forkaupsréttur þeirra hafi verið virtur að vettugi þegar nýjir eigendur eignuðust Korputorg. Guðmundur segir að sér finnist hreint ótrúlegt að Hagar hafi tapað málinu og þar með forkaupsrétti sínum. Málið fór alla leið fyrir Hæstarétt sem dæmdi seljendum Korputorgs í vil líkt og héraðsdómur og Landsréttur. Guðmundur segir að rekstur verslunarinnar á Korputorgi hafi gengið vel og því sé leiðinlegt að þurfa að loka henni. Þrettán starfsmenn hafi starfað í versluninni en þeim verði fundin önnur störf innan fyrirtækisins og engum verði sagt upp. Fá ekki að færa matvöruleyfi Guðmundur segir að Högum standi til boða húsnæði nálægt Korputorgi sem myndi henta starfsemi Bónuss. Hingað til hefur flutningurinn strandað á því að ekki fæst leyfi hjá Reykjavíkurborg til að færa matvöruleyfi frá Korputorgi yfir á nýtt húsnæði. Guðmundur segist þó vera vongóður um að leyfi fáist fljótlega og að Bónus muni geta opnað nýja verslun innan tíðar á svæðinu. Tugir biðu fyrir utan í gærmorgun Guðmundur segir að mikið hafi verið að gera í versluninni í gær og að meira og minna allt sé búið. Áður en búðin opnaði í gærmorgun höfðu tugir manna safnast saman fyrir utan búðina að sögn Guðmundar. „Þetta tók fljótt af,“ segir hann og vísar til þess að búðin hafi nánast tæmst á stuttum tíma. Ef èg hefði vitað að ég myndi eyða næst seinasta sumarfrísdeginum mínum í lengstu Bónusferð sem ég hef farið í. (þar sem allt er á 30% afslætti), Þá hefði ég frekar fórnað fríinu. Ætli ég þurfi að fara í sóttkví eftir þessa ferð?— Gisli Berg (@gisliberg) August 5, 2021 Aðspurður segir Guðmundur að það hafi verið nokkur fórnarkostnaður að bjóða 30 prósenta afslátt af öllum vörum þegar búðinni var lokað. Hann segir þó að bæði neytendur og fyrirtækið græði á því. „Kúnninn er í raun að hjálpa að tæma,“ segir Guðmundur. Þá segir hann sig geta dregið lærdóm af rýmingarsölunni. „Ef varan selst ekki á 30% afslætti, á hún þá heima í vöruvali Bónuss?“ veltir hann fyrir sér.
Reykjavík Neytendur Verslun Tengdar fréttir Hagar leita til dómstóla vegna Korputorgssölu Hagar telja sig eiga forkaupsrétt á húsnæði Bónuss á Korputorgi. Móðurfélag Ísam keypti fasteignafélagið í október í fyrra en Hagar hafa stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eigendum verslunarkjarnans fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 5. maí 2017 07:00 Hagar áttu ekki forkaupsrétt á Korputorgi Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. 12. júní 2020 17:57 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Hagar leita til dómstóla vegna Korputorgssölu Hagar telja sig eiga forkaupsrétt á húsnæði Bónuss á Korputorgi. Móðurfélag Ísam keypti fasteignafélagið í október í fyrra en Hagar hafa stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eigendum verslunarkjarnans fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 5. maí 2017 07:00
Hagar áttu ekki forkaupsrétt á Korputorgi Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. 12. júní 2020 17:57