Ballið búið hjá Bónus á Korputorgi eftir áralangar deilur Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2021 14:47 Þessi mynd er af röð sem myndaðist þegar Bónus var fyrst opnað á Korputorgi árið 2009. Vísir/Bónus Bónusversluninni að Korputorgi var lokað í gær þar sem ekki tókst að endurnýja leigusamning. Verslunin bauð 30 prósent afslátt af öllum vörum til þess að auðvelda rýmingu. Í samtali við fréttastofu segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss ástæðu lokunarinnar vera að leigusamningur milli Haga hf., eiganda Bónuss, og eigenda Korputorgs sé útrunninn. Reynt hafi verið að fá hann framlengdan en eigendur hússins, ÍSAM, hafa aðrar áætlanir fyrir framtíð hússins. ÍSAM hefur ákveðið, að sögn Guðmundar, að koma starfsemi sinni undir eitt þak á Korputorgi. Nú þegar hefur starfsemi Myllunnar og Frón verið færð á torgið. Töpuðu dómsmáli Guðmundur segir aðdraganda lokunarinnar hafa verið tæp þrjú ár. Hagar töldu sig eiga forkaupsrétt að þeim hluta Korputorgs sem hýsti Bónus vegna ákvæðis í leigusamningi. Hagar höfðuðu dómsmál árið 2017 þar sem félagið taldi að forkaupsréttur þeirra hafi verið virtur að vettugi þegar nýjir eigendur eignuðust Korputorg. Guðmundur segir að sér finnist hreint ótrúlegt að Hagar hafi tapað málinu og þar með forkaupsrétti sínum. Málið fór alla leið fyrir Hæstarétt sem dæmdi seljendum Korputorgs í vil líkt og héraðsdómur og Landsréttur. Guðmundur segir að rekstur verslunarinnar á Korputorgi hafi gengið vel og því sé leiðinlegt að þurfa að loka henni. Þrettán starfsmenn hafi starfað í versluninni en þeim verði fundin önnur störf innan fyrirtækisins og engum verði sagt upp. Fá ekki að færa matvöruleyfi Guðmundur segir að Högum standi til boða húsnæði nálægt Korputorgi sem myndi henta starfsemi Bónuss. Hingað til hefur flutningurinn strandað á því að ekki fæst leyfi hjá Reykjavíkurborg til að færa matvöruleyfi frá Korputorgi yfir á nýtt húsnæði. Guðmundur segist þó vera vongóður um að leyfi fáist fljótlega og að Bónus muni geta opnað nýja verslun innan tíðar á svæðinu. Tugir biðu fyrir utan í gærmorgun Guðmundur segir að mikið hafi verið að gera í versluninni í gær og að meira og minna allt sé búið. Áður en búðin opnaði í gærmorgun höfðu tugir manna safnast saman fyrir utan búðina að sögn Guðmundar. „Þetta tók fljótt af,“ segir hann og vísar til þess að búðin hafi nánast tæmst á stuttum tíma. Ef èg hefði vitað að ég myndi eyða næst seinasta sumarfrísdeginum mínum í lengstu Bónusferð sem ég hef farið í. (þar sem allt er á 30% afslætti), Þá hefði ég frekar fórnað fríinu. Ætli ég þurfi að fara í sóttkví eftir þessa ferð?— Gisli Berg (@gisliberg) August 5, 2021 Aðspurður segir Guðmundur að það hafi verið nokkur fórnarkostnaður að bjóða 30 prósenta afslátt af öllum vörum þegar búðinni var lokað. Hann segir þó að bæði neytendur og fyrirtækið græði á því. „Kúnninn er í raun að hjálpa að tæma,“ segir Guðmundur. Þá segir hann sig geta dregið lærdóm af rýmingarsölunni. „Ef varan selst ekki á 30% afslætti, á hún þá heima í vöruvali Bónuss?“ veltir hann fyrir sér. Reykjavík Neytendur Verslun Tengdar fréttir Hagar leita til dómstóla vegna Korputorgssölu Hagar telja sig eiga forkaupsrétt á húsnæði Bónuss á Korputorgi. Móðurfélag Ísam keypti fasteignafélagið í október í fyrra en Hagar hafa stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eigendum verslunarkjarnans fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 5. maí 2017 07:00 Hagar áttu ekki forkaupsrétt á Korputorgi Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. 12. júní 2020 17:57 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss ástæðu lokunarinnar vera að leigusamningur milli Haga hf., eiganda Bónuss, og eigenda Korputorgs sé útrunninn. Reynt hafi verið að fá hann framlengdan en eigendur hússins, ÍSAM, hafa aðrar áætlanir fyrir framtíð hússins. ÍSAM hefur ákveðið, að sögn Guðmundar, að koma starfsemi sinni undir eitt þak á Korputorgi. Nú þegar hefur starfsemi Myllunnar og Frón verið færð á torgið. Töpuðu dómsmáli Guðmundur segir aðdraganda lokunarinnar hafa verið tæp þrjú ár. Hagar töldu sig eiga forkaupsrétt að þeim hluta Korputorgs sem hýsti Bónus vegna ákvæðis í leigusamningi. Hagar höfðuðu dómsmál árið 2017 þar sem félagið taldi að forkaupsréttur þeirra hafi verið virtur að vettugi þegar nýjir eigendur eignuðust Korputorg. Guðmundur segir að sér finnist hreint ótrúlegt að Hagar hafi tapað málinu og þar með forkaupsrétti sínum. Málið fór alla leið fyrir Hæstarétt sem dæmdi seljendum Korputorgs í vil líkt og héraðsdómur og Landsréttur. Guðmundur segir að rekstur verslunarinnar á Korputorgi hafi gengið vel og því sé leiðinlegt að þurfa að loka henni. Þrettán starfsmenn hafi starfað í versluninni en þeim verði fundin önnur störf innan fyrirtækisins og engum verði sagt upp. Fá ekki að færa matvöruleyfi Guðmundur segir að Högum standi til boða húsnæði nálægt Korputorgi sem myndi henta starfsemi Bónuss. Hingað til hefur flutningurinn strandað á því að ekki fæst leyfi hjá Reykjavíkurborg til að færa matvöruleyfi frá Korputorgi yfir á nýtt húsnæði. Guðmundur segist þó vera vongóður um að leyfi fáist fljótlega og að Bónus muni geta opnað nýja verslun innan tíðar á svæðinu. Tugir biðu fyrir utan í gærmorgun Guðmundur segir að mikið hafi verið að gera í versluninni í gær og að meira og minna allt sé búið. Áður en búðin opnaði í gærmorgun höfðu tugir manna safnast saman fyrir utan búðina að sögn Guðmundar. „Þetta tók fljótt af,“ segir hann og vísar til þess að búðin hafi nánast tæmst á stuttum tíma. Ef èg hefði vitað að ég myndi eyða næst seinasta sumarfrísdeginum mínum í lengstu Bónusferð sem ég hef farið í. (þar sem allt er á 30% afslætti), Þá hefði ég frekar fórnað fríinu. Ætli ég þurfi að fara í sóttkví eftir þessa ferð?— Gisli Berg (@gisliberg) August 5, 2021 Aðspurður segir Guðmundur að það hafi verið nokkur fórnarkostnaður að bjóða 30 prósenta afslátt af öllum vörum þegar búðinni var lokað. Hann segir þó að bæði neytendur og fyrirtækið græði á því. „Kúnninn er í raun að hjálpa að tæma,“ segir Guðmundur. Þá segir hann sig geta dregið lærdóm af rýmingarsölunni. „Ef varan selst ekki á 30% afslætti, á hún þá heima í vöruvali Bónuss?“ veltir hann fyrir sér.
Reykjavík Neytendur Verslun Tengdar fréttir Hagar leita til dómstóla vegna Korputorgssölu Hagar telja sig eiga forkaupsrétt á húsnæði Bónuss á Korputorgi. Móðurfélag Ísam keypti fasteignafélagið í október í fyrra en Hagar hafa stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eigendum verslunarkjarnans fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 5. maí 2017 07:00 Hagar áttu ekki forkaupsrétt á Korputorgi Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. 12. júní 2020 17:57 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Hagar leita til dómstóla vegna Korputorgssölu Hagar telja sig eiga forkaupsrétt á húsnæði Bónuss á Korputorgi. Móðurfélag Ísam keypti fasteignafélagið í október í fyrra en Hagar hafa stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eigendum verslunarkjarnans fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 5. maí 2017 07:00
Hagar áttu ekki forkaupsrétt á Korputorgi Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. 12. júní 2020 17:57
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent