Auðsöfnun fárra og fjársvelt almannaþjónusta Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 6. ágúst 2021 10:01 Ríkasta 1 prósent landsmanna á samtals 902 milljarða í eigin fé samkvæmt skattframtalsgögnum ríkisskattstjóra. Þar af eiga 240 heimili – ríkasta 0,1 prósent skattgreiðenda – 293 milljarða. Raunverulegar eignir fólksins eru reyndar miklu meiri að umfangi, enda eru hlutabréf talin á nafnvirði í gögnum ríkisskattstjóra og fasteignir á fasteignamatsverði. Í hópnum eru til dæmis eigendur stórútgerðarfyrirtækja sem njóta þeirra forréttinda að fá úthlutaðan fiskveiðikvóta langt undir markaðsvirði. Arðgreiðslur til fyrirtækjanna síðastliðinn áratug eru langt umfram það sem þjóðin hefur fengið í arð af auðlindinni í formi veiðigjalds. Eigið fé ríkasta 0,1 prósentsins jókst um 10,8 milljarða í fyrra og hefur alls vaxið um 131 milljarð frá 2010. Flestir í hópnum lifa á fjármagnstekjum og borga þannig miklu lægra hlutfall tekna sinna í skatt heldur en almennt launafólk greiðir af sínum tekjum. Þetta eru engin náttúrulögmál heldur afleiðing af pólitískum ákvörðunum fólksins sem stjórnar Íslandi, flokkanna sem viðhalda gamaldags skattkerfi, standa vörð um óbreytt gjafakvótafyrirkomulag í sjávarútvegi og lögðu áherslu á það í miðjum heimsfaraldri að lækka enn frekar skatta á þau ríku, veikja skattrannsóknir og selja eignarhlut ríkisins í banka á undirverði. Sama fólkið lætur eins og það séu ekki til peningar til að reka vel fjármagnað heilbrigðiskerfi, starfrækja þjóðarsjúkrahús þar sem sjúklingar hírast ekki á göngum, salernum og í geymslum og bráðamóttöku sem er ekki alltaf einu rútuslysi frá því að fara á hliðina. Sama fólkið lætur eins og það sé allt á réttri leið þegar það þarf ekki nema þrjár Covid-innlagnir til að setja Landspítalann á hættustig, þegar fjöldi sjúkraplássa á Íslandi miðað við höfðatölu er undir meðaltali OECD-ríkja og þegar hundruð barna þurfa að bíða í meira en ár eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu. Við vitum betur. Það er nóg til og það er hægt að forgangsraða öðruvísi – í þágu sterkrar grunnþjónustu og velferðar. En það kallar ekki aðeins á skipulagsbreytingar og betri ráðstöfun fjármuna heldur einnig aukin útgjöld, meðal annars varanleg rekstrarútgjöld sem skynsamlegast er að mæta með aukinni tekjuöflun. Það væri óráð að mæta útgjaldaaukningunni með hærri sköttum á almennt launafólk, t.d. hjúkrunarfræðingana, kennarana og afgreiðslufólkið í verslunum sem hafa þurft að færa fórnir í heimsfaraldrinum. Við skulum miklu frekar sameinast um sanngjörn auðlindagjöld og hærri skatta á allra hæstu eignir og tekjur. Þannig tökum við heildarhagsmuni samfélagsins fram yfir sérhagsmuni hinna fáu og fjársterku. Um þetta verður kosið í alþingiskosningum 25. september. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ríkasta 1 prósent landsmanna á samtals 902 milljarða í eigin fé samkvæmt skattframtalsgögnum ríkisskattstjóra. Þar af eiga 240 heimili – ríkasta 0,1 prósent skattgreiðenda – 293 milljarða. Raunverulegar eignir fólksins eru reyndar miklu meiri að umfangi, enda eru hlutabréf talin á nafnvirði í gögnum ríkisskattstjóra og fasteignir á fasteignamatsverði. Í hópnum eru til dæmis eigendur stórútgerðarfyrirtækja sem njóta þeirra forréttinda að fá úthlutaðan fiskveiðikvóta langt undir markaðsvirði. Arðgreiðslur til fyrirtækjanna síðastliðinn áratug eru langt umfram það sem þjóðin hefur fengið í arð af auðlindinni í formi veiðigjalds. Eigið fé ríkasta 0,1 prósentsins jókst um 10,8 milljarða í fyrra og hefur alls vaxið um 131 milljarð frá 2010. Flestir í hópnum lifa á fjármagnstekjum og borga þannig miklu lægra hlutfall tekna sinna í skatt heldur en almennt launafólk greiðir af sínum tekjum. Þetta eru engin náttúrulögmál heldur afleiðing af pólitískum ákvörðunum fólksins sem stjórnar Íslandi, flokkanna sem viðhalda gamaldags skattkerfi, standa vörð um óbreytt gjafakvótafyrirkomulag í sjávarútvegi og lögðu áherslu á það í miðjum heimsfaraldri að lækka enn frekar skatta á þau ríku, veikja skattrannsóknir og selja eignarhlut ríkisins í banka á undirverði. Sama fólkið lætur eins og það séu ekki til peningar til að reka vel fjármagnað heilbrigðiskerfi, starfrækja þjóðarsjúkrahús þar sem sjúklingar hírast ekki á göngum, salernum og í geymslum og bráðamóttöku sem er ekki alltaf einu rútuslysi frá því að fara á hliðina. Sama fólkið lætur eins og það sé allt á réttri leið þegar það þarf ekki nema þrjár Covid-innlagnir til að setja Landspítalann á hættustig, þegar fjöldi sjúkraplássa á Íslandi miðað við höfðatölu er undir meðaltali OECD-ríkja og þegar hundruð barna þurfa að bíða í meira en ár eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu. Við vitum betur. Það er nóg til og það er hægt að forgangsraða öðruvísi – í þágu sterkrar grunnþjónustu og velferðar. En það kallar ekki aðeins á skipulagsbreytingar og betri ráðstöfun fjármuna heldur einnig aukin útgjöld, meðal annars varanleg rekstrarútgjöld sem skynsamlegast er að mæta með aukinni tekjuöflun. Það væri óráð að mæta útgjaldaaukningunni með hærri sköttum á almennt launafólk, t.d. hjúkrunarfræðingana, kennarana og afgreiðslufólkið í verslunum sem hafa þurft að færa fórnir í heimsfaraldrinum. Við skulum miklu frekar sameinast um sanngjörn auðlindagjöld og hærri skatta á allra hæstu eignir og tekjur. Þannig tökum við heildarhagsmuni samfélagsins fram yfir sérhagsmuni hinna fáu og fjársterku. Um þetta verður kosið í alþingiskosningum 25. september. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun