Biden ætlar að herða reglur um útblástur bíla Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 23:02 Forsetinn hlær í betri bíl. Biden fékk að prufukeyra Jeep Wrangler 4xe Rubicon-blendingsbifreið við Hvíta húsið á viðburði um vistvæna bíla í dag. AP/Susan Walsh Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta ætlar að endurvekja reglur um útblástur bifreiða sem Donald Trump, forveri hans í embætti, veikti í stjórnartíð sinni. Reglurnar verða hertar enn frekar í framtíðinni til að ýta undir orkuskipti í vegasamgögnum. Á meðal fyrstu verka ríkisstjórnar Trump var að veikja og útvatna loftslagsaðgerðir sem Barack Obama setti á í forsetatíð sinni. New York Times segir að Biden ætli nú endurvekja reglur Obama-stjórnarinnar og herða þær lítillega. Næstu skref stjórnar hans verði að semja enn strangari reglur um eldsneytissparneytni bæði fólksbíla og stærri bifreiða. AP-fréttastofan segir að reglurnar, sem eiga eftir að fara í gegnum lögbundið ferli, eigi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka sparneytni bíla um 10% miðað við reglur sem Trump-stjórnin setti fyrir árið 2023. Til 2026 á sparneytnin að aukast um 25%. Biden skrifaði undir tilskipun með því markmiði að helmingur nýrra bíla sem eru seldir í Bandaríkjunum verði rafbílar fyrir árið 2030. Forkólfar þriggja stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna og leiðtogi stéttarfélags starfsmanna í bílaiðnaði voru viðstaddir þegar Biden skrifa undir tilskipunina. Bílaframleiðendurnir heita því að 40-50% nýrra bíla sem þeir selja verði rafbílar fyrir árið 2030. Hlutfallið er aðeins 2% á þessu ári. Þurfa milljarða til að byggja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla Markmið Biden-stjórnarinnar eru háð því að Bandaríkjaþing samþykki meiriháttar innviðafrumvarp sem veitti milljörðum dollara í uppbyggingu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla auk skattaívilnana fyrir bæði framleiðendur rafbíla og kaupendur þeirra. Aðgerðirnar eru liður í því markmiði Biden að draga úr losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um 50% miðað við losun ársins 2005 fyrir lok þessa áratugar. Útblástur frá bensín- og dísilbílum er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda Bandaríkjanna, um 28% af allri gróðurhúsalofttegundalosun landsins. Umhyggja fyrir umhverfinu er þó ekki það eina sem vakir fyrir Biden. Hann er sagður hafa áhyggjur af því að bandarísk fyrirtæki dragist á eftir kínverskum í samkeppni á rafbílamarkaðinum sem fer væntanlega sístækkandi á næstu árum og áratugum þegar ríki heims reyna að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. „Spurning er hvort að við ætlum að leiða eða dragast aftur úr í keppninni um framtíðina. Gott fólk, heimurinn heldur áfram. Við verðum að ná í skottið á honum,“ sagði Biden á viðburði í Hvíta húsinu um vistvænar bifreiðar. Bandaríkin Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Á meðal fyrstu verka ríkisstjórnar Trump var að veikja og útvatna loftslagsaðgerðir sem Barack Obama setti á í forsetatíð sinni. New York Times segir að Biden ætli nú endurvekja reglur Obama-stjórnarinnar og herða þær lítillega. Næstu skref stjórnar hans verði að semja enn strangari reglur um eldsneytissparneytni bæði fólksbíla og stærri bifreiða. AP-fréttastofan segir að reglurnar, sem eiga eftir að fara í gegnum lögbundið ferli, eigi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka sparneytni bíla um 10% miðað við reglur sem Trump-stjórnin setti fyrir árið 2023. Til 2026 á sparneytnin að aukast um 25%. Biden skrifaði undir tilskipun með því markmiði að helmingur nýrra bíla sem eru seldir í Bandaríkjunum verði rafbílar fyrir árið 2030. Forkólfar þriggja stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna og leiðtogi stéttarfélags starfsmanna í bílaiðnaði voru viðstaddir þegar Biden skrifa undir tilskipunina. Bílaframleiðendurnir heita því að 40-50% nýrra bíla sem þeir selja verði rafbílar fyrir árið 2030. Hlutfallið er aðeins 2% á þessu ári. Þurfa milljarða til að byggja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla Markmið Biden-stjórnarinnar eru háð því að Bandaríkjaþing samþykki meiriháttar innviðafrumvarp sem veitti milljörðum dollara í uppbyggingu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla auk skattaívilnana fyrir bæði framleiðendur rafbíla og kaupendur þeirra. Aðgerðirnar eru liður í því markmiði Biden að draga úr losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um 50% miðað við losun ársins 2005 fyrir lok þessa áratugar. Útblástur frá bensín- og dísilbílum er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda Bandaríkjanna, um 28% af allri gróðurhúsalofttegundalosun landsins. Umhyggja fyrir umhverfinu er þó ekki það eina sem vakir fyrir Biden. Hann er sagður hafa áhyggjur af því að bandarísk fyrirtæki dragist á eftir kínverskum í samkeppni á rafbílamarkaðinum sem fer væntanlega sístækkandi á næstu árum og áratugum þegar ríki heims reyna að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. „Spurning er hvort að við ætlum að leiða eða dragast aftur úr í keppninni um framtíðina. Gott fólk, heimurinn heldur áfram. Við verðum að ná í skottið á honum,“ sagði Biden á viðburði í Hvíta húsinu um vistvænar bifreiðar.
Bandaríkin Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43