Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2021 10:36 MBKh Media er annar þeirra miðla sem lokað var á í gær. Á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Rússlandi beitt sér gegn fjölmörgum sjálfstæðum miðlum. AP/Alexander Zemlianichenko Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. Forsvarsmenn fjölmiðlanna tilkynntu í gær að þeim yrði lokað í kjölfar þess að vefsíðum þeirra var lokað af ríkinu í gær vegna meintra tengsla þeirra við „óæskilega“ aðila. Það er skilgreining sem ríkið hefur ítrekað notað á undanförnum mánuðum til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi. Frá þeirri ríkisstofnun sem heldur utan um rússneskar vefsíður hefur borist yfirlýsing um að vefjum miðlanna hafi verið lokað að beiðni ríkissaksóknara Rússlands, samkvæmt frétt Moscow Times. Sú beiðni hafi byggt á lögum um það að hvetja til öfgastarfsemi eða þátttöku í ólöglegum mótmælum. Með því að skilgreina miðla og stofnanir sem óæskilegar geta meðlimir þeirra, starfsmenn og stuðningsmenn verið sóttir til saka. Fjölmiðlar sem hafa verið skilgreindir svo hafa misst allar fjárveitingar og vettvang til að koma fréttum á framfæri. Miðlarnir báðir sem um ræðir og hjálparsamtökin Pravozashchita Otkrytki tengjast Mikhail Khodorkovsky, rússneskum auðjöfri sem fluttu til Lundúna eftir að hafa setið í fangelsi í Rússlandi í áratug. Hann hafði þá reynt að beita sér gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. AP fréttaveitan segir nokkrar stofnanir sem tengist Khodorkovsky hafa verið skilgreindar sem óæskilegar að undanförnu. Í tilkynningu frá Otkrytye Media segir að miðillinn hafi fengið styrk frá Khodorkovsky en hafi aldrei unnið með óæskilegum samtökum. Miðlinum yrði hins vegar lokað vegna þeirrar hættu sem starfsfólk væri í. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sjálfstæðir fjölmiðlar, blaðamenn, stjórnarandstæðingar og mannréttindasinnar hafa verið undir miklum þrýstingi í Rússlandi í aðdraganda þingkosninga í næsta mánuði. Nokkrir dagar eru síðan 49 vefsíðum sem tengjast Alexei Navalní var lokað í Rússlandi og yfirvöld þar skipuðu Twitter og Youtube að loka síðum Navalní og bandamanna hans. Navalní er í fangelsi eins og frægt er, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. AP fréttaveitan sagði frá því í síðustu viku að rúmlega fjörutíu samtök og hópar hefðu verið skilgreindir sem óæskilegir. Þar á meðal fjölmiðlar, stjórnarandstæðingar og mannréttindasamtök. Meðal annarra sjálfstæðra miðla sem yfirvöld í Rússlandi hafa beitt sér gegn eða lokað á undanförnum mánuðum eru Meduza, VTimes, Proekt og Radio Free Europe. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Fjölmiðlar Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Forsvarsmenn fjölmiðlanna tilkynntu í gær að þeim yrði lokað í kjölfar þess að vefsíðum þeirra var lokað af ríkinu í gær vegna meintra tengsla þeirra við „óæskilega“ aðila. Það er skilgreining sem ríkið hefur ítrekað notað á undanförnum mánuðum til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi. Frá þeirri ríkisstofnun sem heldur utan um rússneskar vefsíður hefur borist yfirlýsing um að vefjum miðlanna hafi verið lokað að beiðni ríkissaksóknara Rússlands, samkvæmt frétt Moscow Times. Sú beiðni hafi byggt á lögum um það að hvetja til öfgastarfsemi eða þátttöku í ólöglegum mótmælum. Með því að skilgreina miðla og stofnanir sem óæskilegar geta meðlimir þeirra, starfsmenn og stuðningsmenn verið sóttir til saka. Fjölmiðlar sem hafa verið skilgreindir svo hafa misst allar fjárveitingar og vettvang til að koma fréttum á framfæri. Miðlarnir báðir sem um ræðir og hjálparsamtökin Pravozashchita Otkrytki tengjast Mikhail Khodorkovsky, rússneskum auðjöfri sem fluttu til Lundúna eftir að hafa setið í fangelsi í Rússlandi í áratug. Hann hafði þá reynt að beita sér gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. AP fréttaveitan segir nokkrar stofnanir sem tengist Khodorkovsky hafa verið skilgreindar sem óæskilegar að undanförnu. Í tilkynningu frá Otkrytye Media segir að miðillinn hafi fengið styrk frá Khodorkovsky en hafi aldrei unnið með óæskilegum samtökum. Miðlinum yrði hins vegar lokað vegna þeirrar hættu sem starfsfólk væri í. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sjálfstæðir fjölmiðlar, blaðamenn, stjórnarandstæðingar og mannréttindasinnar hafa verið undir miklum þrýstingi í Rússlandi í aðdraganda þingkosninga í næsta mánuði. Nokkrir dagar eru síðan 49 vefsíðum sem tengjast Alexei Navalní var lokað í Rússlandi og yfirvöld þar skipuðu Twitter og Youtube að loka síðum Navalní og bandamanna hans. Navalní er í fangelsi eins og frægt er, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. AP fréttaveitan sagði frá því í síðustu viku að rúmlega fjörutíu samtök og hópar hefðu verið skilgreindir sem óæskilegir. Þar á meðal fjölmiðlar, stjórnarandstæðingar og mannréttindasamtök. Meðal annarra sjálfstæðra miðla sem yfirvöld í Rússlandi hafa beitt sér gegn eða lokað á undanförnum mánuðum eru Meduza, VTimes, Proekt og Radio Free Europe.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Fjölmiðlar Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira