Forvarnir í fyrirtækjarekstri Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 07:00 Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og hvers konar atvinnurekstur að vera með tryggingavernd sem endurspeglar reksturinn. Það er allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys og því mikilvægt að huga vel að tjóna- og slysavörnum. Samstarf um forvarnir Starfsemi fyrirtækja er í stöðugri þróun. Breytingar á aðstöðu, umsvifum, húsnæði og starfsmannahaldi geta skapað þörf fyrir breytta tryggingavernd. Því er mikilvægt að endurskoða reglulega tryggingar og áherslur í forvarnastarfi. Fyrirtæki geta náð góðum árangri í forvörnum í samstarfi við sín tryggingafélög. Ef farið er markvisst yfir stöðuna, unnið að skilgreindum markmiðum og verkefnum forgangsraðað skilar það sér í fækkun slysa og tjóna. Traust og gott upplýsingaflæði hefur hér mikið að segja en samvinna er lykilatriði í þessari vinnu. Áherslur í forvarnastarfi Þegar kemur að forvarnasamstarfi tryggingafélaga og fyrirtækja eru áhersluatriðin nokkur. Til að byrja með eru gerðar áhættuskoðanir á eignum og eru þær gagnlegur grunnur til að vinna út frá. Regluleg tölfræðigreining og skýrslur um þróun tjóna gefa góða mynd af stöðunni og varpa ljósi á hvað má bæta. Út frá þeim má finna helstu áherslur og forgangsröðun brýnustu verkefna. Einnig er mikilvægt að skrá óhöpp og slys svo tölfræðigrunnurinn sé sem áreiðanlegastur. Atvikaskráning og eftirfylgni við úrvinnslu skiptir miklu máli. Að lokum er samtal um forvarnir við og milli starfsfólks nauðsynlegt og reglulegar upplýsandi forvarnakynningar sem beina sjónum að því sem setja þarf í forgang mikilvægar. Vel upplýst starfsfólk er betur í stakk búið til að bregðast við óvæntum uppákomum og koma í veg fyrir tjón og slys. Allt þetta miðar að því að skapa fyrirtækjamenningu þar sem forvarnir skipta máli og allir róa í sömu átt. Eftir höfðinu dansa limirnir og stjórnendur þurfa hér að vera leiðandi og setja vellíðan starfsfólks í forgang. Saman getum við náð góðum árangri. Allra hagur Sem fyrr segir er það allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys. Tap fyrirtækis bitnar ekki bara á rekstrinum heldur getur það líka haft mikið að segja fyrir þá sem þar starfa. En slys á fólki verða ekki tekin til baka og geta sett strik í reikninginn fyrir viðkomandi til frambúðar. Það er því til mikils að vinna að sjá til þess að allir skili sér heilir heim í lok vinnudags. Ábyrgð stjórnenda og rekstraraðila er mikil og ætti að vera þeirra keppikefli að standa undir henni. Með því að setja forvarnir á oddinn í fyrirtækjarekstri stuðlum við að öruggara samfélagi með auknum lífsgæðum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og hvers konar atvinnurekstur að vera með tryggingavernd sem endurspeglar reksturinn. Það er allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys og því mikilvægt að huga vel að tjóna- og slysavörnum. Samstarf um forvarnir Starfsemi fyrirtækja er í stöðugri þróun. Breytingar á aðstöðu, umsvifum, húsnæði og starfsmannahaldi geta skapað þörf fyrir breytta tryggingavernd. Því er mikilvægt að endurskoða reglulega tryggingar og áherslur í forvarnastarfi. Fyrirtæki geta náð góðum árangri í forvörnum í samstarfi við sín tryggingafélög. Ef farið er markvisst yfir stöðuna, unnið að skilgreindum markmiðum og verkefnum forgangsraðað skilar það sér í fækkun slysa og tjóna. Traust og gott upplýsingaflæði hefur hér mikið að segja en samvinna er lykilatriði í þessari vinnu. Áherslur í forvarnastarfi Þegar kemur að forvarnasamstarfi tryggingafélaga og fyrirtækja eru áhersluatriðin nokkur. Til að byrja með eru gerðar áhættuskoðanir á eignum og eru þær gagnlegur grunnur til að vinna út frá. Regluleg tölfræðigreining og skýrslur um þróun tjóna gefa góða mynd af stöðunni og varpa ljósi á hvað má bæta. Út frá þeim má finna helstu áherslur og forgangsröðun brýnustu verkefna. Einnig er mikilvægt að skrá óhöpp og slys svo tölfræðigrunnurinn sé sem áreiðanlegastur. Atvikaskráning og eftirfylgni við úrvinnslu skiptir miklu máli. Að lokum er samtal um forvarnir við og milli starfsfólks nauðsynlegt og reglulegar upplýsandi forvarnakynningar sem beina sjónum að því sem setja þarf í forgang mikilvægar. Vel upplýst starfsfólk er betur í stakk búið til að bregðast við óvæntum uppákomum og koma í veg fyrir tjón og slys. Allt þetta miðar að því að skapa fyrirtækjamenningu þar sem forvarnir skipta máli og allir róa í sömu átt. Eftir höfðinu dansa limirnir og stjórnendur þurfa hér að vera leiðandi og setja vellíðan starfsfólks í forgang. Saman getum við náð góðum árangri. Allra hagur Sem fyrr segir er það allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys. Tap fyrirtækis bitnar ekki bara á rekstrinum heldur getur það líka haft mikið að segja fyrir þá sem þar starfa. En slys á fólki verða ekki tekin til baka og geta sett strik í reikninginn fyrir viðkomandi til frambúðar. Það er því til mikils að vinna að sjá til þess að allir skili sér heilir heim í lok vinnudags. Ábyrgð stjórnenda og rekstraraðila er mikil og ætti að vera þeirra keppikefli að standa undir henni. Með því að setja forvarnir á oddinn í fyrirtækjarekstri stuðlum við að öruggara samfélagi með auknum lífsgæðum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun