Forvarnir í fyrirtækjarekstri Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 07:00 Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og hvers konar atvinnurekstur að vera með tryggingavernd sem endurspeglar reksturinn. Það er allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys og því mikilvægt að huga vel að tjóna- og slysavörnum. Samstarf um forvarnir Starfsemi fyrirtækja er í stöðugri þróun. Breytingar á aðstöðu, umsvifum, húsnæði og starfsmannahaldi geta skapað þörf fyrir breytta tryggingavernd. Því er mikilvægt að endurskoða reglulega tryggingar og áherslur í forvarnastarfi. Fyrirtæki geta náð góðum árangri í forvörnum í samstarfi við sín tryggingafélög. Ef farið er markvisst yfir stöðuna, unnið að skilgreindum markmiðum og verkefnum forgangsraðað skilar það sér í fækkun slysa og tjóna. Traust og gott upplýsingaflæði hefur hér mikið að segja en samvinna er lykilatriði í þessari vinnu. Áherslur í forvarnastarfi Þegar kemur að forvarnasamstarfi tryggingafélaga og fyrirtækja eru áhersluatriðin nokkur. Til að byrja með eru gerðar áhættuskoðanir á eignum og eru þær gagnlegur grunnur til að vinna út frá. Regluleg tölfræðigreining og skýrslur um þróun tjóna gefa góða mynd af stöðunni og varpa ljósi á hvað má bæta. Út frá þeim má finna helstu áherslur og forgangsröðun brýnustu verkefna. Einnig er mikilvægt að skrá óhöpp og slys svo tölfræðigrunnurinn sé sem áreiðanlegastur. Atvikaskráning og eftirfylgni við úrvinnslu skiptir miklu máli. Að lokum er samtal um forvarnir við og milli starfsfólks nauðsynlegt og reglulegar upplýsandi forvarnakynningar sem beina sjónum að því sem setja þarf í forgang mikilvægar. Vel upplýst starfsfólk er betur í stakk búið til að bregðast við óvæntum uppákomum og koma í veg fyrir tjón og slys. Allt þetta miðar að því að skapa fyrirtækjamenningu þar sem forvarnir skipta máli og allir róa í sömu átt. Eftir höfðinu dansa limirnir og stjórnendur þurfa hér að vera leiðandi og setja vellíðan starfsfólks í forgang. Saman getum við náð góðum árangri. Allra hagur Sem fyrr segir er það allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys. Tap fyrirtækis bitnar ekki bara á rekstrinum heldur getur það líka haft mikið að segja fyrir þá sem þar starfa. En slys á fólki verða ekki tekin til baka og geta sett strik í reikninginn fyrir viðkomandi til frambúðar. Það er því til mikils að vinna að sjá til þess að allir skili sér heilir heim í lok vinnudags. Ábyrgð stjórnenda og rekstraraðila er mikil og ætti að vera þeirra keppikefli að standa undir henni. Með því að setja forvarnir á oddinn í fyrirtækjarekstri stuðlum við að öruggara samfélagi með auknum lífsgæðum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og hvers konar atvinnurekstur að vera með tryggingavernd sem endurspeglar reksturinn. Það er allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys og því mikilvægt að huga vel að tjóna- og slysavörnum. Samstarf um forvarnir Starfsemi fyrirtækja er í stöðugri þróun. Breytingar á aðstöðu, umsvifum, húsnæði og starfsmannahaldi geta skapað þörf fyrir breytta tryggingavernd. Því er mikilvægt að endurskoða reglulega tryggingar og áherslur í forvarnastarfi. Fyrirtæki geta náð góðum árangri í forvörnum í samstarfi við sín tryggingafélög. Ef farið er markvisst yfir stöðuna, unnið að skilgreindum markmiðum og verkefnum forgangsraðað skilar það sér í fækkun slysa og tjóna. Traust og gott upplýsingaflæði hefur hér mikið að segja en samvinna er lykilatriði í þessari vinnu. Áherslur í forvarnastarfi Þegar kemur að forvarnasamstarfi tryggingafélaga og fyrirtækja eru áhersluatriðin nokkur. Til að byrja með eru gerðar áhættuskoðanir á eignum og eru þær gagnlegur grunnur til að vinna út frá. Regluleg tölfræðigreining og skýrslur um þróun tjóna gefa góða mynd af stöðunni og varpa ljósi á hvað má bæta. Út frá þeim má finna helstu áherslur og forgangsröðun brýnustu verkefna. Einnig er mikilvægt að skrá óhöpp og slys svo tölfræðigrunnurinn sé sem áreiðanlegastur. Atvikaskráning og eftirfylgni við úrvinnslu skiptir miklu máli. Að lokum er samtal um forvarnir við og milli starfsfólks nauðsynlegt og reglulegar upplýsandi forvarnakynningar sem beina sjónum að því sem setja þarf í forgang mikilvægar. Vel upplýst starfsfólk er betur í stakk búið til að bregðast við óvæntum uppákomum og koma í veg fyrir tjón og slys. Allt þetta miðar að því að skapa fyrirtækjamenningu þar sem forvarnir skipta máli og allir róa í sömu átt. Eftir höfðinu dansa limirnir og stjórnendur þurfa hér að vera leiðandi og setja vellíðan starfsfólks í forgang. Saman getum við náð góðum árangri. Allra hagur Sem fyrr segir er það allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys. Tap fyrirtækis bitnar ekki bara á rekstrinum heldur getur það líka haft mikið að segja fyrir þá sem þar starfa. En slys á fólki verða ekki tekin til baka og geta sett strik í reikninginn fyrir viðkomandi til frambúðar. Það er því til mikils að vinna að sjá til þess að allir skili sér heilir heim í lok vinnudags. Ábyrgð stjórnenda og rekstraraðila er mikil og ætti að vera þeirra keppikefli að standa undir henni. Með því að setja forvarnir á oddinn í fyrirtækjarekstri stuðlum við að öruggara samfélagi með auknum lífsgæðum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun